Sigmundur lá frammi á gangi fyrir botnlangaaðgerð Sylvía Hall skrifar 8. mars 2020 17:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir mikla þörf fyrir róttækar aðgerðir í heilbrigðiskerfinu og nýtt skipulag í heilbrigðismálum. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu hans á Facebook þar sem hann greinir frá botnlangakasti sem hann fékk á dögunum. „Fyrir nokkrum dögum kynntist ég stöðu heilbrigðiskerfisins af eigin raun, kostum þess og göllum. Kostirnir liggja umfram allt í því frábæra fólki sem starfar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þetta fólk á hins vegar skilið að starfa við miklu betri aðstöðu en raun ber vitni,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Hann lýsir því hvernig hann beið á bráðamóttökunni áður en hann var fluttur í sjúkrarúm. Þá lá hann á ganginum í einhvern tíma áður en hann var fluttur í „litla kompu“ sem hann segist vera þakklátur fyrir. Að lokum var hann svo sendur í aðgerð vegna botnlangakasts. „Aðgerðin gekk vel og ég er kominn heim en mér er hugsað til þess góða og færa fólks sem bjargaði mér og þarf áfram að vinna við slíkar aðstæður. Sérstaklega núna þegar ljóst er að áhrif kórónaveirunnar eiga eftir að skapa mikið álag fyrir heilbrigðisþjónustuna.“ Í stöðuskýrslu dagsins frá Almannavörnum vegna COVID-19 kom fram að nú þegar sé farið að undirbúa aðgerðir vegna álags á heilbrigðiskerfið. Í þeim felst meðal annars að færa heilbrigðisstarfsfólk til innan kerfisins þannig að hægt verði að manna nauðsynlegar stöður, panta fleiri öndunarvélar í gegnum útboð og fá inn fólk sem vinnur á einkareknum stofum. Þá sé einnig til skoðunar að kalla inn fólk sem er farið á eftirlaun. Fimm starfsmenn á gjörgæsludeild Landspítala hafa greinst með veiruna og eru fimm aðrir á sömu deild í sóttkví. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag sagði Alma Möller landlæknir að tveir hjúkrunarfræðinganna hafi verið í skíðaferð þar sem þeir hafi líklegast smitast. Þeir hafi svo að öllum líkindum smitað vinnufélaga sína á gjörgæsludeildinni eftir komuna til landsins. Búið væri að rekja smitin og væri nokkuð víst að sjúklingar hefðu ekki smitast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 17:05 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir mikla þörf fyrir róttækar aðgerðir í heilbrigðiskerfinu og nýtt skipulag í heilbrigðismálum. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu hans á Facebook þar sem hann greinir frá botnlangakasti sem hann fékk á dögunum. „Fyrir nokkrum dögum kynntist ég stöðu heilbrigðiskerfisins af eigin raun, kostum þess og göllum. Kostirnir liggja umfram allt í því frábæra fólki sem starfar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þetta fólk á hins vegar skilið að starfa við miklu betri aðstöðu en raun ber vitni,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Hann lýsir því hvernig hann beið á bráðamóttökunni áður en hann var fluttur í sjúkrarúm. Þá lá hann á ganginum í einhvern tíma áður en hann var fluttur í „litla kompu“ sem hann segist vera þakklátur fyrir. Að lokum var hann svo sendur í aðgerð vegna botnlangakasts. „Aðgerðin gekk vel og ég er kominn heim en mér er hugsað til þess góða og færa fólks sem bjargaði mér og þarf áfram að vinna við slíkar aðstæður. Sérstaklega núna þegar ljóst er að áhrif kórónaveirunnar eiga eftir að skapa mikið álag fyrir heilbrigðisþjónustuna.“ Í stöðuskýrslu dagsins frá Almannavörnum vegna COVID-19 kom fram að nú þegar sé farið að undirbúa aðgerðir vegna álags á heilbrigðiskerfið. Í þeim felst meðal annars að færa heilbrigðisstarfsfólk til innan kerfisins þannig að hægt verði að manna nauðsynlegar stöður, panta fleiri öndunarvélar í gegnum útboð og fá inn fólk sem vinnur á einkareknum stofum. Þá sé einnig til skoðunar að kalla inn fólk sem er farið á eftirlaun. Fimm starfsmenn á gjörgæsludeild Landspítala hafa greinst með veiruna og eru fimm aðrir á sömu deild í sóttkví. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag sagði Alma Möller landlæknir að tveir hjúkrunarfræðinganna hafi verið í skíðaferð þar sem þeir hafi líklegast smitast. Þeir hafi svo að öllum líkindum smitað vinnufélaga sína á gjörgæsludeildinni eftir komuna til landsins. Búið væri að rekja smitin og væri nokkuð víst að sjúklingar hefðu ekki smitast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 17:05 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00
Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51
Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 17:05