Bæjarstjóri þreyttur á „lúðaímynd landsbyggðarinnar“ á skjám landsmanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2020 21:12 Guðmundur (fyrir miðju) segir samanburðinn hafa alvarlegan undirtón, þrátt fyrir að vera að mestu í gríni gerður. Skjáskot/RÚV/Samsett Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann fjallar um það sem hann sjálfur kallar „lúðaímynd landsbyggðarinnar“ í íslensku sjónvarpsefni. Í færslunni fjallar Guðmundur sérstaklega um sjónvarpsþættina Brot, sem eru í sýningu á Ríkissjónvarpinu um þessar mundir. Þar tekur hann til tvö dæmi úr þáttunum, og bendir á muninn á karakterum þáttanna sem annars vegar búa í Reykjavík, og hins vegar úti á landi. „Löggan í Reykjavík er auðvitað töff týpa í flottum fötum. Fallegur, djúpvitur, réttsýnn og dularfullur. Ræktar líkama sinn. Löggan í Borgarnesi er aftur á móti með rækjusamloku í munnvikinu. Treggáfaður, í yfirþyngd og með buff um hálsinn. Skilur ekki neitt í neinu á meðan löggurnar úr borginni sjá samhengið og rekja þræðina. Leiftra af sjálfsöryggi á meðan rækjusamlokan klórar sér í buffinu,“ skrifar Guðmundur. Hann heldur áfram, og bendir á muninn á kvenkarakterum þáttanna, en af myndum sem fylgja færslu hans má sjá að munurinn á þeirri ímynd sem þættirnir endurspegla er talsverður. „Æi, ég trúi því ekki að ég sé að tuða yfir þessu. Er sennilega sjálfur mesti landsbyggðarlúðinn fyrir vikið,“ skrifar Guðmundur næst og því má ætla að takmörkuð alvara búi að baki þessu „tuði“ hans, eins og hann kallar það sjálfur. Í samtali við Vísi segist Guðmundur í gegn um tíðina hafa heyrt af því að hlutir á borð við það sem hann bendir á fari í taugarnar á fólki á landsbyggðinni, þó mismikið búi á bak við það. „Þetta er auðvitað í léttum dúr. Fólk er ekki svona viðkvæmt, þetta er meira til gamans gert.“ Hann segist þó muna eftir fleiri dæmum þar sem sú mynd sem dregin er upp af íbúum landsbyggðarinnar sé ansi skökk, og oft á tíðum hálffáránleg. „Það er dregin upp svona einhver mynd af landsbyggðinni og ég held að fólkinu sem býr í þessum samfélögum hafi fundist þetta frekar pínlegt,“ segir Guðmundur. Í því samhengi bendir hann á kvikmyndina Hafið, frá árinu 2002. Eins bendir hann á einhverja vinsælustu íslensku þætti síðustu ára, Ófærð. „Í Ófærð var mikið hlegið að því að allt sem gerðist í Reykjavík virtist eiga sér stað í nútímanum en um leið og fólk var komið út á land þá var eins og það væri komið árið 1982,“ segir Guðmundur. Hann segist þó telja að slíkar skekkjur geti helgast af því að handritshöfundar hafi búið á landsbyggðinni á þeim tíma. Þeir hafi því dregið upp þá mynd af landsbyggðinni sem þeir þekktu. Sjónvarpsþættirnir Brot eiga sér að hluta til stað í Borgarnesi.Vísir/Egill Alvarlegur undirtónn Guðmundur segir að þó samanburðurinn sé til gamans gerður þá sé engu að síður ákveðinn alvarlegur undirtónn sem fylgi þeirri mynd sem dregin er upp af landsbyggðinni í íslensku afþreyingarefni. „Svona staðlímyndir, og þær myndir sem dregnar eru upp þær skipta auðvitað máli. Og þá kannski ekki jafn yfirborðslegir hlutir eins og fatnaður eða hárgreiðsla. Það er kannski meira að það er altlaf undirliggjandi að fólk sé aðeins einfaldara, álkulegra og breyskara úti á landi.“ Guðmundur bendir á dæmi úr kvikmyndinni Hafinu, þar sem konu einni nægði einfaldlega að sýna lögreglumanni brjóstin á sér til þess að komast undan afskiptum lögreglu. Hann segir þá ekki vera raunina á landsbyggðinni, frekar en á höfuðborgarsvæðinu. „Ég held að það að það þurfi einhvern veginn að draga upp einhverja öðruvísi mynd af mannlífinu og fólkinu sem býr úti á landi heldur en í höfuðborginni, er eiginlega dálítill barnaskapur. Veröldin er ekki svona einföld,“ segir Guðmundur. Sjálfur hefur Guðmundur búið á höfuðborgarsvæðinu, á landsbyggðinni og erlendis og segir hann muninn á fólki og lífi á þessum stöðum ekki jafn skarpan og oft vill verða í íslensku afþreyingarefni. „Það eru engar svona skarpar línur. Fólk er allskonar. Það er ekkert eitthvað sérkenni mannlífsins sem er hægt að draga upp,“ segir Guðmundur. Hann segist þó átta sig á því að um skáldskap sé að ræða og að hann endurspegli ekki alltaf veruleikann eins og hann er hverju sinni. „En þegar þetta gerist svona ítrekað, og svona oft, og er orðið regla frekar en undantekning þá held ég að fólki fari að finnast þetta frekar þreytandi,“ segir Guðmundur og bætir við að ítrekuð framsetning á muninum á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu sé of augljós til að geta talist tilviljun. Framsetning mikilvægari nú en áður Guðmundur telur einnig að nú, þegar íslenskt afþreyingarefni er í útrás út fyrir landsteinana, sé framsetning eitthvað sem huga þurfi að. „Eftir að við urðum svona pró og fórum að miða seríur beinlínis á erlendan markað þá finnist fólki meira að verið sé að draga upp kolranga mynd af hlutum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Guðmundur ítrekaði þó við fréttamann að hugleiðingar hans um málið hafi verið settar fram í mestu gamansemi og málið hvíli ekki þungt á herðum hans.Guðmundur ræddi málið í Bítinu að morgni fimmtudagsins 9. janúar. Hlusta má á viðtalið að neðan. Bíó og sjónvarp Bítið Ísafjarðarbær Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann fjallar um það sem hann sjálfur kallar „lúðaímynd landsbyggðarinnar“ í íslensku sjónvarpsefni. Í færslunni fjallar Guðmundur sérstaklega um sjónvarpsþættina Brot, sem eru í sýningu á Ríkissjónvarpinu um þessar mundir. Þar tekur hann til tvö dæmi úr þáttunum, og bendir á muninn á karakterum þáttanna sem annars vegar búa í Reykjavík, og hins vegar úti á landi. „Löggan í Reykjavík er auðvitað töff týpa í flottum fötum. Fallegur, djúpvitur, réttsýnn og dularfullur. Ræktar líkama sinn. Löggan í Borgarnesi er aftur á móti með rækjusamloku í munnvikinu. Treggáfaður, í yfirþyngd og með buff um hálsinn. Skilur ekki neitt í neinu á meðan löggurnar úr borginni sjá samhengið og rekja þræðina. Leiftra af sjálfsöryggi á meðan rækjusamlokan klórar sér í buffinu,“ skrifar Guðmundur. Hann heldur áfram, og bendir á muninn á kvenkarakterum þáttanna, en af myndum sem fylgja færslu hans má sjá að munurinn á þeirri ímynd sem þættirnir endurspegla er talsverður. „Æi, ég trúi því ekki að ég sé að tuða yfir þessu. Er sennilega sjálfur mesti landsbyggðarlúðinn fyrir vikið,“ skrifar Guðmundur næst og því má ætla að takmörkuð alvara búi að baki þessu „tuði“ hans, eins og hann kallar það sjálfur. Í samtali við Vísi segist Guðmundur í gegn um tíðina hafa heyrt af því að hlutir á borð við það sem hann bendir á fari í taugarnar á fólki á landsbyggðinni, þó mismikið búi á bak við það. „Þetta er auðvitað í léttum dúr. Fólk er ekki svona viðkvæmt, þetta er meira til gamans gert.“ Hann segist þó muna eftir fleiri dæmum þar sem sú mynd sem dregin er upp af íbúum landsbyggðarinnar sé ansi skökk, og oft á tíðum hálffáránleg. „Það er dregin upp svona einhver mynd af landsbyggðinni og ég held að fólkinu sem býr í þessum samfélögum hafi fundist þetta frekar pínlegt,“ segir Guðmundur. Í því samhengi bendir hann á kvikmyndina Hafið, frá árinu 2002. Eins bendir hann á einhverja vinsælustu íslensku þætti síðustu ára, Ófærð. „Í Ófærð var mikið hlegið að því að allt sem gerðist í Reykjavík virtist eiga sér stað í nútímanum en um leið og fólk var komið út á land þá var eins og það væri komið árið 1982,“ segir Guðmundur. Hann segist þó telja að slíkar skekkjur geti helgast af því að handritshöfundar hafi búið á landsbyggðinni á þeim tíma. Þeir hafi því dregið upp þá mynd af landsbyggðinni sem þeir þekktu. Sjónvarpsþættirnir Brot eiga sér að hluta til stað í Borgarnesi.Vísir/Egill Alvarlegur undirtónn Guðmundur segir að þó samanburðurinn sé til gamans gerður þá sé engu að síður ákveðinn alvarlegur undirtónn sem fylgi þeirri mynd sem dregin er upp af landsbyggðinni í íslensku afþreyingarefni. „Svona staðlímyndir, og þær myndir sem dregnar eru upp þær skipta auðvitað máli. Og þá kannski ekki jafn yfirborðslegir hlutir eins og fatnaður eða hárgreiðsla. Það er kannski meira að það er altlaf undirliggjandi að fólk sé aðeins einfaldara, álkulegra og breyskara úti á landi.“ Guðmundur bendir á dæmi úr kvikmyndinni Hafinu, þar sem konu einni nægði einfaldlega að sýna lögreglumanni brjóstin á sér til þess að komast undan afskiptum lögreglu. Hann segir þá ekki vera raunina á landsbyggðinni, frekar en á höfuðborgarsvæðinu. „Ég held að það að það þurfi einhvern veginn að draga upp einhverja öðruvísi mynd af mannlífinu og fólkinu sem býr úti á landi heldur en í höfuðborginni, er eiginlega dálítill barnaskapur. Veröldin er ekki svona einföld,“ segir Guðmundur. Sjálfur hefur Guðmundur búið á höfuðborgarsvæðinu, á landsbyggðinni og erlendis og segir hann muninn á fólki og lífi á þessum stöðum ekki jafn skarpan og oft vill verða í íslensku afþreyingarefni. „Það eru engar svona skarpar línur. Fólk er allskonar. Það er ekkert eitthvað sérkenni mannlífsins sem er hægt að draga upp,“ segir Guðmundur. Hann segist þó átta sig á því að um skáldskap sé að ræða og að hann endurspegli ekki alltaf veruleikann eins og hann er hverju sinni. „En þegar þetta gerist svona ítrekað, og svona oft, og er orðið regla frekar en undantekning þá held ég að fólki fari að finnast þetta frekar þreytandi,“ segir Guðmundur og bætir við að ítrekuð framsetning á muninum á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu sé of augljós til að geta talist tilviljun. Framsetning mikilvægari nú en áður Guðmundur telur einnig að nú, þegar íslenskt afþreyingarefni er í útrás út fyrir landsteinana, sé framsetning eitthvað sem huga þurfi að. „Eftir að við urðum svona pró og fórum að miða seríur beinlínis á erlendan markað þá finnist fólki meira að verið sé að draga upp kolranga mynd af hlutum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Guðmundur ítrekaði þó við fréttamann að hugleiðingar hans um málið hafi verið settar fram í mestu gamansemi og málið hvíli ekki þungt á herðum hans.Guðmundur ræddi málið í Bítinu að morgni fimmtudagsins 9. janúar. Hlusta má á viðtalið að neðan.
Bíó og sjónvarp Bítið Ísafjarðarbær Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira