Landsliðið treystir á velvild félaganna varðandi æfingartíma: „Bagalegt“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2020 20:00 Staðan er ekki góð hvað varðar æfingartíma fyrir íslenska landsliðið. vísir/skjáskot Landsliðið í handbolta flýgur í kvöld til Svíþjóðar og spilar fyrsta leikinn gegn Dönum á laugardag. Aðstöðuleysi hefur háð undirbúningi liðsins og liðið þarf að biðla til íþróttafélaga um æfingaaðstöðu. „Undirbúningurinn hefur gengið vel. Það sem hefur háð okkur mikið er að við eigum ekki aðstöðu,“ sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum háðir félögunum okkar að skaffa okkur æfingartíma. Það hefur orðið til þess valdandi að við höfum ekki æft á þeim tímum sem við viljum.“ „Það er bagalegt. Það er hræðilegt að hugsa til þess að við séum á leiðinni á stórtmót aðstæðulausir. Við erum háðir velvild annarra um hvenær við getum æft og hvort við getum æft.“ Róbert segir að vandamálið sé ekki nýtt af nálinni. „Að öðru leyti hefur þetta gengið vel en þetta er árlegt vandamál hjá okkur. Við erum að gefa út æfingarplönin seint því félögin eru að redda okkur tímum.“ „Við erum að leita til þeirra að komast inn í þeirra hús og oft á tíðum geta þau svarað okkur seint út frá þeirra skipulagi. Þetta er árlegt vandamál sem verður verra og verra.“ Oft hefur verið rætt um fjárhagsstöðu HSÍ en Róbert segir hana í fínum málum í dag. „Þetta er alltaf barningur en við erum ágætlega staddir. Það hefur komið aukning úr afrekssjóði og við eigum velvild nokkurra fyrirtækja sem styðja okkur vel. Við erum alltaf að leita en þetta sleppur til,“ sagði Róbert. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en Vísir og Stöð 2 fylgja landsliðinu hvert fótmál í Svíþjóð og færir helstu fréttir af liðinu. Klippa: Aðstöðuvandamál HSÍ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Íslenska liðið flýgur fyrr út á EM vegna veðurs Íslenski hópurinn kemur til Malmö tæpum sólarhring fyrr en áætlað var. 8. janúar 2020 17:05 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Landsliðið í handbolta flýgur í kvöld til Svíþjóðar og spilar fyrsta leikinn gegn Dönum á laugardag. Aðstöðuleysi hefur háð undirbúningi liðsins og liðið þarf að biðla til íþróttafélaga um æfingaaðstöðu. „Undirbúningurinn hefur gengið vel. Það sem hefur háð okkur mikið er að við eigum ekki aðstöðu,“ sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum háðir félögunum okkar að skaffa okkur æfingartíma. Það hefur orðið til þess valdandi að við höfum ekki æft á þeim tímum sem við viljum.“ „Það er bagalegt. Það er hræðilegt að hugsa til þess að við séum á leiðinni á stórtmót aðstæðulausir. Við erum háðir velvild annarra um hvenær við getum æft og hvort við getum æft.“ Róbert segir að vandamálið sé ekki nýtt af nálinni. „Að öðru leyti hefur þetta gengið vel en þetta er árlegt vandamál hjá okkur. Við erum að gefa út æfingarplönin seint því félögin eru að redda okkur tímum.“ „Við erum að leita til þeirra að komast inn í þeirra hús og oft á tíðum geta þau svarað okkur seint út frá þeirra skipulagi. Þetta er árlegt vandamál sem verður verra og verra.“ Oft hefur verið rætt um fjárhagsstöðu HSÍ en Róbert segir hana í fínum málum í dag. „Þetta er alltaf barningur en við erum ágætlega staddir. Það hefur komið aukning úr afrekssjóði og við eigum velvild nokkurra fyrirtækja sem styðja okkur vel. Við erum alltaf að leita en þetta sleppur til,“ sagði Róbert. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en Vísir og Stöð 2 fylgja landsliðinu hvert fótmál í Svíþjóð og færir helstu fréttir af liðinu. Klippa: Aðstöðuvandamál HSÍ
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Íslenska liðið flýgur fyrr út á EM vegna veðurs Íslenski hópurinn kemur til Malmö tæpum sólarhring fyrr en áætlað var. 8. janúar 2020 17:05 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Íslenska liðið flýgur fyrr út á EM vegna veðurs Íslenski hópurinn kemur til Malmö tæpum sólarhring fyrr en áætlað var. 8. janúar 2020 17:05