Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að átta sig á ábyrgð sinni Börkur Hrólfsson skrifar 8. janúar 2020 15:30 Það vekur mann til umhugsunar hvað ferðaskrifstofur eru tregar til að hætta við ferðir, ef veður og aðrar aðstæður eru slæmar. Fyrir nokkrum árum fór ein ferðaskrifstofa af stað áleiðis ínní Landmannalaugar, jafnvel þótt aðrir hefðu hætt við ferð vegna veðurs og slæmrar færðar. Enduðu útí Jökulkvísl, á tveggja metra dýpi. Fimm manns komust á topp bílsins, og héngu þar í nokkra klukkutíma, köld og blaut í kolvitlausu veðri. Þyrlusveit LHG setti síg í stórkostlega lífshættu til að komast til þeirra og bjarga þeim af toppinum. Annars hefði þetta fólk farist. Þetta sama fyrirtæki fór í Landmannalaugaferð í afar slæmu færi, að vetri til. Og varð eldsneytislaust, og kallaði til Flugbjörgunarsveitina á Hellu með snjóbíl, til að koma eldsneyti til þeirra. Leiðsögumaður fór með fólk í göngu á Eyjafjallajökul, án þess að athuga hvort þau væru búin til þess. Þyrlan kom þeim til bjargar. Ferðaþjónustu fyrirtæki fór fyrir gönguhópi í gönguferð um Vatnajökul, og þurfti að kalla til hjálparsveit til bjargar. Þá eru fjölmörg tilfelli um að rútufyrirtæki hafa farið útí kolvitlausa spá, og jafnvel eftir að veður var skollið á. Man einhver eftir aðfangadag jóla, fyrir nokkrum árum, þegar 3 smárútur lentu í hrakningum í Öræfum. Farið var af stað jafnvel þótt það væri búið að hamra á viðvörunum í marga daga. Þar þurftu björgunarsveita menn á brynvörðum dreka að koma ferðafólki til bjargar. Bara á síðasta ári urðu fjölmörg óhöpp þegar rútur af ýmsum stærðum fuku útaf veginum, þótt aðvaranir hefðu löngu verið gefnar út. T.d. stór 70 manna rúta hálftóm fauk útaf undir Eyjafjöllum á þekktu hamfara svæði, þegar allir aðrir annað hvort hættu við ferð, eða biðu veðrið af sér. Eins fauk önnur 70 manna rúta útaf undir Hafnarfjalli, þegar aðrir biðu af sér veðrið í Borgarnesi. Þá eru ónefnd mörg óhöpp, þegar óreyndir leiðsögumenn og bílstjórar á súperjeppum eru sendir í ferðir, og reynsluleysi þeirra kemur fólki í vandræði og veldur jafnvel slysum. Ég man í augnablikinu eftir tveimur óhöppum, þegar jepparnir kollsteyptust fram af brúnum, og mildi að ekki varð fólki að fjörtjóni. Ég held að ferðaþjónustu fyrirtæki þurfi að fara að átta sig á ábyrgð sinni. Nýlegur dómur vegna slyss í Reynisfjöru, sýnir að fyrirtæki og fararstjórar verða í auknum mæli dregin til ábyrgðar.Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það vekur mann til umhugsunar hvað ferðaskrifstofur eru tregar til að hætta við ferðir, ef veður og aðrar aðstæður eru slæmar. Fyrir nokkrum árum fór ein ferðaskrifstofa af stað áleiðis ínní Landmannalaugar, jafnvel þótt aðrir hefðu hætt við ferð vegna veðurs og slæmrar færðar. Enduðu útí Jökulkvísl, á tveggja metra dýpi. Fimm manns komust á topp bílsins, og héngu þar í nokkra klukkutíma, köld og blaut í kolvitlausu veðri. Þyrlusveit LHG setti síg í stórkostlega lífshættu til að komast til þeirra og bjarga þeim af toppinum. Annars hefði þetta fólk farist. Þetta sama fyrirtæki fór í Landmannalaugaferð í afar slæmu færi, að vetri til. Og varð eldsneytislaust, og kallaði til Flugbjörgunarsveitina á Hellu með snjóbíl, til að koma eldsneyti til þeirra. Leiðsögumaður fór með fólk í göngu á Eyjafjallajökul, án þess að athuga hvort þau væru búin til þess. Þyrlan kom þeim til bjargar. Ferðaþjónustu fyrirtæki fór fyrir gönguhópi í gönguferð um Vatnajökul, og þurfti að kalla til hjálparsveit til bjargar. Þá eru fjölmörg tilfelli um að rútufyrirtæki hafa farið útí kolvitlausa spá, og jafnvel eftir að veður var skollið á. Man einhver eftir aðfangadag jóla, fyrir nokkrum árum, þegar 3 smárútur lentu í hrakningum í Öræfum. Farið var af stað jafnvel þótt það væri búið að hamra á viðvörunum í marga daga. Þar þurftu björgunarsveita menn á brynvörðum dreka að koma ferðafólki til bjargar. Bara á síðasta ári urðu fjölmörg óhöpp þegar rútur af ýmsum stærðum fuku útaf veginum, þótt aðvaranir hefðu löngu verið gefnar út. T.d. stór 70 manna rúta hálftóm fauk útaf undir Eyjafjöllum á þekktu hamfara svæði, þegar allir aðrir annað hvort hættu við ferð, eða biðu veðrið af sér. Eins fauk önnur 70 manna rúta útaf undir Hafnarfjalli, þegar aðrir biðu af sér veðrið í Borgarnesi. Þá eru ónefnd mörg óhöpp, þegar óreyndir leiðsögumenn og bílstjórar á súperjeppum eru sendir í ferðir, og reynsluleysi þeirra kemur fólki í vandræði og veldur jafnvel slysum. Ég man í augnablikinu eftir tveimur óhöppum, þegar jepparnir kollsteyptust fram af brúnum, og mildi að ekki varð fólki að fjörtjóni. Ég held að ferðaþjónustu fyrirtæki þurfi að fara að átta sig á ábyrgð sinni. Nýlegur dómur vegna slyss í Reynisfjöru, sýnir að fyrirtæki og fararstjórar verða í auknum mæli dregin til ábyrgðar.Höfundur er leiðsögumaður.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun