Þetta reddast ekki ... án aðgerða! Halla Þorvaldsdóttir skrifar 8. janúar 2020 12:00 Að undanförnu hefur umræða um ástand á Landspítala verið áberandi í fjölmiðlum, sérstaklega ástand á bráðamóttöku spítalans. Stjórnendur, yfirlæknar og framkvæmdastjóri hafa lýst áhyggjum af ástandinu og málað það svo sterkum litum að fyrir utanaðkomandi er ekki hægt að skilja orð þeirra öðruvísi en mjög sterkt ákall eftir aðgerðum. Krabbameinsfélagið getur ekki annað en tekið heilshugar undir þær áhyggjur sem komið hafa fram. Ég tel víst að mjög mikið þurfi til að stjórnendur stígi fram á þann hátt sem þeir hafa gert. Augljóst er að þeim er nóg boðið. Þegar þeir sem standa í brúnni lýsa yfir kvíða fyrir vetrinum er auðvelt að gera sér í hugarlund líðan eða vanlíðan samstarfsfólks þeirra sem sinnir sjúklingum alla daga. Staðreyndin er sú að heilbrigðisstarfsfólk er að kikna undan viðvarandi álagi. Við það verður ekki búið. Þá er ónefnt það álag og óöryggi sem staðan veldur hjá þeim sjúklingum og aðstandendum sem eru háðir sérhæfðri þjónustu og bráðaþjónustu. Óöryggi og vantraust á það kerfi sem á að vera hægt að reiða sig á er heilsuspillandi út af fyrir sig. Krabbameinssjúklingar þurfa sérhæfða meðferð sem oft gengur mjög nærri þeim og hefur áhrif á alla sem standa þeim næst. Þeim er nauðsynlegt að geta gengið að öruggri þjónustu ef eitthvað kemur upp á. Sjúklingarnir þurfa gott aðgengi að sérhæfðri þjónustu sem í langflestum tilfellum er veitt á Landspítala og mikilvægt er að brugðist sé hratt og vel við. Biðtími á bráðamóttöku er óheyrilega langur og fólk er jafnvel útskrifað án fullnægjandi úrlausna eða viðeigandi úrræða. Í þessari stöðu eykst álag á sjúklinga og aðstandendur enn frekar. Þetta ástand er algerlega óviðunandi. Ástandið á ekki að koma á óvart. Auknum fjölda ferðamanna fyrir nokkrum árum fylgdi viðbótarálag á heilbrigðiskerfið. Sama á við um breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Íslenska þjóðin er ekki veikari en áður en hún er að eldast, sem skapar aukna þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvort tveggja hefur legið fyrir lengi. Staðan í dag er löngu fyrirséð, án þess að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða. Hér þarf raunverulegar, skipulagðar og fjármagnaðar langtímaaðgerðir, skyndilausnir eru sjaldnast góðar. Tímabundnar skyndilausnir geta hins vegar verið nauðsynlegar á meðan verið er að útfæra varanlegri lausnir. Ekki verður annað séð en að staðan sé þannig núna. Fólk verður að geta gengið að öruggri þjónustu í dag og alla daga. Það krefst án efa fjölbreyttra lausna en þær verður að finna, smáar og stórar. Við erum komin langt fram yfir að geta treyst á að ástandið reddist, sem okkur er annars tamt að gera. Nú verða stjórnvöld að standa með fólkinu í landinu, bretta upp ermar og gera það sem gera þarf. Tími alvöru aðgerða er runninn upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur umræða um ástand á Landspítala verið áberandi í fjölmiðlum, sérstaklega ástand á bráðamóttöku spítalans. Stjórnendur, yfirlæknar og framkvæmdastjóri hafa lýst áhyggjum af ástandinu og málað það svo sterkum litum að fyrir utanaðkomandi er ekki hægt að skilja orð þeirra öðruvísi en mjög sterkt ákall eftir aðgerðum. Krabbameinsfélagið getur ekki annað en tekið heilshugar undir þær áhyggjur sem komið hafa fram. Ég tel víst að mjög mikið þurfi til að stjórnendur stígi fram á þann hátt sem þeir hafa gert. Augljóst er að þeim er nóg boðið. Þegar þeir sem standa í brúnni lýsa yfir kvíða fyrir vetrinum er auðvelt að gera sér í hugarlund líðan eða vanlíðan samstarfsfólks þeirra sem sinnir sjúklingum alla daga. Staðreyndin er sú að heilbrigðisstarfsfólk er að kikna undan viðvarandi álagi. Við það verður ekki búið. Þá er ónefnt það álag og óöryggi sem staðan veldur hjá þeim sjúklingum og aðstandendum sem eru háðir sérhæfðri þjónustu og bráðaþjónustu. Óöryggi og vantraust á það kerfi sem á að vera hægt að reiða sig á er heilsuspillandi út af fyrir sig. Krabbameinssjúklingar þurfa sérhæfða meðferð sem oft gengur mjög nærri þeim og hefur áhrif á alla sem standa þeim næst. Þeim er nauðsynlegt að geta gengið að öruggri þjónustu ef eitthvað kemur upp á. Sjúklingarnir þurfa gott aðgengi að sérhæfðri þjónustu sem í langflestum tilfellum er veitt á Landspítala og mikilvægt er að brugðist sé hratt og vel við. Biðtími á bráðamóttöku er óheyrilega langur og fólk er jafnvel útskrifað án fullnægjandi úrlausna eða viðeigandi úrræða. Í þessari stöðu eykst álag á sjúklinga og aðstandendur enn frekar. Þetta ástand er algerlega óviðunandi. Ástandið á ekki að koma á óvart. Auknum fjölda ferðamanna fyrir nokkrum árum fylgdi viðbótarálag á heilbrigðiskerfið. Sama á við um breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Íslenska þjóðin er ekki veikari en áður en hún er að eldast, sem skapar aukna þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvort tveggja hefur legið fyrir lengi. Staðan í dag er löngu fyrirséð, án þess að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða. Hér þarf raunverulegar, skipulagðar og fjármagnaðar langtímaaðgerðir, skyndilausnir eru sjaldnast góðar. Tímabundnar skyndilausnir geta hins vegar verið nauðsynlegar á meðan verið er að útfæra varanlegri lausnir. Ekki verður annað séð en að staðan sé þannig núna. Fólk verður að geta gengið að öruggri þjónustu í dag og alla daga. Það krefst án efa fjölbreyttra lausna en þær verður að finna, smáar og stórar. Við erum komin langt fram yfir að geta treyst á að ástandið reddist, sem okkur er annars tamt að gera. Nú verða stjórnvöld að standa með fólkinu í landinu, bretta upp ermar og gera það sem gera þarf. Tími alvöru aðgerða er runninn upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun