Innlent

Staðan í kjaraviðræðum við flugliða endurmetin um hádegisbil

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni
Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Óformlegum fundi í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, lauk skömmu fyrir klukkan eitt í nótt án niðurstöðu.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var einhver gangur í viðræðum án þess þó að þær hafi leitt til niðurstöðu.

Hluthafafundur hjá Icelandair er boðaður á föstudag og er allt kapp lagt á að ná kjarasamningum við fagstéttir félagsins áður en til fundarins kemur en þegar hefur Icelandair náð samningum við flugmenn og flugvirkja.

Formlegum fundi Icelandair og Flugfreyjufélagsins var slitið á miðvikudag fyrir helgi þar sem samninganefnd flugfélagsins þótti einsýnt að samningar myndu ekki nást.

Ný fundur á milli aðila hefur ekki verið boðaður en samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður staðan metin um hádegisbil á mánudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×