Nýir kjarasamningar BSRB: Vinnuvikan stytt og launahækkanir í samræmi við lífskjarasamninginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2020 12:44 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Fimmtán aðildarfélög BSRB skrifuðu í nótt og í morgun undir kjarasamninga við ríki og sveitarfélög. Þar með var verkföllum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti aflýst. Þá var verkfalli sjúkraliða sem hófst klukkan sjö var aflýst þegar Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir kjarasamning við ríkið skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Samningarnir eru afturvirkir frá 1. apríl 2019 og gilda út 31. mars 2023 en félagsmenn BSRB höfðu verið samningslausir frá 31. mars 2019. Að því er segir í frétt á vef BSRB eru stærstu tímamótin í samningum félagsins við ríki og sveitarfélög ákvæði um styttingu vinnuvikunnar án þess að laun skerðist. Þannig munu starfsmenn í dagvinnu geta stytt vinnuviku sína niður í allt að 36 stundir. Sjúkraliðafélag Ísland og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í morgunsárið.Vísir/Jói K. Barist fyrir styttri vinnuviku vaktavinnufólks í áraraðir Vinnuvika vaktavinnufólks styttist í 36 stundir og er mögulegt að stytta hana allt niður í 32 stundir en sú stytting á einkum við um þá sem vinna kvöld, nætur og helgarvaktir. „Þar með geta þeir sem eru í 80 prósent starfshlutfalli á þrískiptum vöktum í dag breytt starfshlutfalli sínu í 100 prósent. Þeir sem eru í lægra starfshlutfalli í dag geta unnið jafn mikið en hækkað starfshlutfall sitt og hækkað þar með laun sín. Áfram verður greitt vaktaálag fyrir vinnu utan dagvinnutíma en álag á á næturvöktum verður hækkað. Nýr launaflokkur, vaktahvati, verður greiddur til að umbuna betur fyrir þegar fólk er að mæta á fjölbreyttar vaktir,“ segir á vef BSRB. BSRB hefur gert þá kröfu í áraraðir að viðurkennt verði að 80 prósent starf í vaktavinnu jafngildi 100 prósent starfi í dagvinnu. Rökin fyrir því eru sú að þorri starfsmanna í fjölmennum stéttum sem eru í vaktavinnu treystir sér ekki til þess að vinna í hærra hlutfalli en 80 prósent vegna þess álags sem fylgir vaktavinnunni. Með kjarasamningunum sem undirritaðir voru í nótt og morgun virðist sem þessi áfangi félagsins hafi nú náðst. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jói K. „Ansi merkilegur hlutur“ „Þetta er nú samningur sem er með þessa geypilegu breytingu hvað varðar styttingu vinnuvikunnar, bæði varðandi dagvinnufólk og varðandi vaktavinnufólk sem er náttúrulega dálítið nýtt í vaktavinnufyrirkomulagi á Íslandi og ansi merkilegur hlutur,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB, við fréttastofu í nótt eftir að hafa náð nýjum samningi við ríkið. Spurður út í það hvernig vaktakerfið breytist sagði hann að verið væri að taka upp algjörlega nýtt vaktakerfi. Það myndi að taka klukkutíma að útskýra það því breytingin væri svo mikil. „Megindrátturinn í því er þó sá að það er mögulegt að stytta vinnuvikuna meira þar en hjá dagvinnufólki. Dagvinnufólkið fær 36 tíma en vaktavinnufólkið getur náð 32 tíma vinnuviku ef þeir eru á mjög óþægilegum vöktum,“ sagði Árni Stefán. Að auki var samið um að allir félagsmenn aðildarfélaganna sem sömdu í nótt og morgun fái 30 orlofsdaga á ári. Þetta þýðir að þeir sem voru með fæsta orlofsdaga áður bæta við sig sex dögum. Frá undirritun kjarasamnings Reykjavíkurborgar og Sameykis í nótt.Vísir/Jói K. Útfærsla launahækkana mismunandi milli samninga Hvað varðar launaliðinn þá rúmast launahækkanirnar innan ramma lífskjarasamningsins sem gerður var á almenna vinnumarkaðinum á síðasta ári. Þar var kveðið á um 90 þúsund króna hækkanir fyrir starfsfólk sem vinnur á taxta en að því er segir á vef BSRB getur útfærslan á launahækkunum verið eitthvað mismunandi á milli samninga þar sem hvert aðildarfélag fyrir sig samdi um launakjör. Ekki hefur verið greint frá öðrum atriðum samninganna síðan þeir voru undirritaðir í nótt og í morgun en vaninn er sá að kynna kjarasamninga fyrst fyrir félagsmönnum áður en þeir eru gerðir opinberir. Samningarnir verða nú kynntir félagsmönnum og bornir undir atkvæði. Þau aðildarfélög BSRB sem undirrituðu kjarasamninga í nótt og í morgun eru Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu, Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Starfsmannafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Vestmannaeyja. „Enn eiga fjögur aðildarfélög eftir að skrifa undir kjarasamning. Það eru Landssamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Tollvarðafélag Íslands. Búast má við að aukinn kraftur verði settur í viðræður þessara félaga nú þegar niðurstaða er komin í sameiginleg mál sem voru á borði BSRB,“ segir á vef BSRB. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Nær öllum verkfallsaðgerðum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. 9. mars 2020 05:48 Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. 9. mars 2020 03:02 Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Fimmtán aðildarfélög BSRB skrifuðu í nótt og í morgun undir kjarasamninga við ríki og sveitarfélög. Þar með var verkföllum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti aflýst. Þá var verkfalli sjúkraliða sem hófst klukkan sjö var aflýst þegar Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir kjarasamning við ríkið skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Samningarnir eru afturvirkir frá 1. apríl 2019 og gilda út 31. mars 2023 en félagsmenn BSRB höfðu verið samningslausir frá 31. mars 2019. Að því er segir í frétt á vef BSRB eru stærstu tímamótin í samningum félagsins við ríki og sveitarfélög ákvæði um styttingu vinnuvikunnar án þess að laun skerðist. Þannig munu starfsmenn í dagvinnu geta stytt vinnuviku sína niður í allt að 36 stundir. Sjúkraliðafélag Ísland og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í morgunsárið.Vísir/Jói K. Barist fyrir styttri vinnuviku vaktavinnufólks í áraraðir Vinnuvika vaktavinnufólks styttist í 36 stundir og er mögulegt að stytta hana allt niður í 32 stundir en sú stytting á einkum við um þá sem vinna kvöld, nætur og helgarvaktir. „Þar með geta þeir sem eru í 80 prósent starfshlutfalli á þrískiptum vöktum í dag breytt starfshlutfalli sínu í 100 prósent. Þeir sem eru í lægra starfshlutfalli í dag geta unnið jafn mikið en hækkað starfshlutfall sitt og hækkað þar með laun sín. Áfram verður greitt vaktaálag fyrir vinnu utan dagvinnutíma en álag á á næturvöktum verður hækkað. Nýr launaflokkur, vaktahvati, verður greiddur til að umbuna betur fyrir þegar fólk er að mæta á fjölbreyttar vaktir,“ segir á vef BSRB. BSRB hefur gert þá kröfu í áraraðir að viðurkennt verði að 80 prósent starf í vaktavinnu jafngildi 100 prósent starfi í dagvinnu. Rökin fyrir því eru sú að þorri starfsmanna í fjölmennum stéttum sem eru í vaktavinnu treystir sér ekki til þess að vinna í hærra hlutfalli en 80 prósent vegna þess álags sem fylgir vaktavinnunni. Með kjarasamningunum sem undirritaðir voru í nótt og morgun virðist sem þessi áfangi félagsins hafi nú náðst. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jói K. „Ansi merkilegur hlutur“ „Þetta er nú samningur sem er með þessa geypilegu breytingu hvað varðar styttingu vinnuvikunnar, bæði varðandi dagvinnufólk og varðandi vaktavinnufólk sem er náttúrulega dálítið nýtt í vaktavinnufyrirkomulagi á Íslandi og ansi merkilegur hlutur,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB, við fréttastofu í nótt eftir að hafa náð nýjum samningi við ríkið. Spurður út í það hvernig vaktakerfið breytist sagði hann að verið væri að taka upp algjörlega nýtt vaktakerfi. Það myndi að taka klukkutíma að útskýra það því breytingin væri svo mikil. „Megindrátturinn í því er þó sá að það er mögulegt að stytta vinnuvikuna meira þar en hjá dagvinnufólki. Dagvinnufólkið fær 36 tíma en vaktavinnufólkið getur náð 32 tíma vinnuviku ef þeir eru á mjög óþægilegum vöktum,“ sagði Árni Stefán. Að auki var samið um að allir félagsmenn aðildarfélaganna sem sömdu í nótt og morgun fái 30 orlofsdaga á ári. Þetta þýðir að þeir sem voru með fæsta orlofsdaga áður bæta við sig sex dögum. Frá undirritun kjarasamnings Reykjavíkurborgar og Sameykis í nótt.Vísir/Jói K. Útfærsla launahækkana mismunandi milli samninga Hvað varðar launaliðinn þá rúmast launahækkanirnar innan ramma lífskjarasamningsins sem gerður var á almenna vinnumarkaðinum á síðasta ári. Þar var kveðið á um 90 þúsund króna hækkanir fyrir starfsfólk sem vinnur á taxta en að því er segir á vef BSRB getur útfærslan á launahækkunum verið eitthvað mismunandi á milli samninga þar sem hvert aðildarfélag fyrir sig samdi um launakjör. Ekki hefur verið greint frá öðrum atriðum samninganna síðan þeir voru undirritaðir í nótt og í morgun en vaninn er sá að kynna kjarasamninga fyrst fyrir félagsmönnum áður en þeir eru gerðir opinberir. Samningarnir verða nú kynntir félagsmönnum og bornir undir atkvæði. Þau aðildarfélög BSRB sem undirrituðu kjarasamninga í nótt og í morgun eru Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu, Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Starfsmannafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Vestmannaeyja. „Enn eiga fjögur aðildarfélög eftir að skrifa undir kjarasamning. Það eru Landssamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Tollvarðafélag Íslands. Búast má við að aukinn kraftur verði settur í viðræður þessara félaga nú þegar niðurstaða er komin í sameiginleg mál sem voru á borði BSRB,“ segir á vef BSRB.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Nær öllum verkfallsaðgerðum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. 9. mars 2020 05:48 Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. 9. mars 2020 03:02 Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Nær öllum verkfallsaðgerðum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. 9. mars 2020 05:48
Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. 9. mars 2020 03:02
Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30