Skaðinn ferðast með fólki milli kynslóða Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 9. mars 2020 13:00 Það er réttur hvers einstaklings að fá að lifa frjáls og geta notið sín. Margir einstaklingar þurfa að þola ofbeldi daglega og jafn vel í mörg ár. Þeir einstaklingar eru ófrjálsir, fastir í fjötrum hótana og sársauka. Heimilið á að vera griðarstaður en ekki ógn og hindrun. 2017 leituðu þúsund sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis og ofbeldis í nánum samböndum. Það eru sláandi tölur. Við getum ekki lokað augunum fyrir þessum staðreyndum. Rjúfa þarf vítahring ofbeldis með öllum ráðum og dáð svo skaðinn ferðist ekki með fólki milli kynslóða.Skömmin Algengt er að þolendur upplifi neikvæðar tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og sjálfsásakanir. Ef ofbeldið á sér stað innan veggja heimilisins eru afleiðingarnar oft enn djúpstæðari, sérstaklega ef þolandinn er barn. Þolendur ofbeldis eru fjórum sinnum líklegri að glíma við geðröskun en þeir sem ekki hafa upplifað ofbeldi. Löggjafanum ber siðferðileg skylda til að gera allt sem í hans valdi stendur til að verja þolendur heimilisofbeldis enn betur en nú er gert.Inngrip opinberra aðila Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra er ætlað að móta tillögur að bættu verklagi um miðlun um heimilisofbeldismál milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, menntamálayfirvalda og lögreglu. Raunveruleikinn er sá að þolendur heimilisofbeldis veigra sér oft við að tilkynna lögreglu um ofbeldi. Þess vegna er brýnt að þeir aðilar sem starfa náið með íbúunum geti tekið frumkvæði að því að grípa inn í með viðeigandi hætti og ávallt með samþykki þolanda. Þó verklagsreglur ríkislögreglustjóra hafi reynst vel og tryggt samstarf lögreglu við önnur stjórnvöld, er ljóst að formfesta þarf samstarfið í hina áttina, þ.e. milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og menntastofnana til lögreglu. Liður í því er að koma á skýrari forvirkum lagaheimildum til að miðla viðkvæmum upplýsingum.Hagsmunir barnsins í fyrirrúmi Þegar grunur leikur á að barn hafi verið beitt ofbeldi eða orðið vitni að því þarf að tryggja að skilyrði um þátttöku og samþykki brotaþola hamli stjórnvöldum ekki að grípa inn í. Starfshópurinn mun einnig kanna hvort þörf sé að skilgreina betur tilkynningarskyldu stjórnvalda, sem hafa afskipti af málum til barnaverndarnefndar. Kerfin þurfa að geta talað saman með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í þessu samhengi má einnig nefna að nauðsynlegt er að koma á fót úrræði fyrir börn sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi eða orðið vitni að því. Í dag eru starfrækt úrræði fyrir fullorðna einstaklinga, eins og Bjarkarhlíð, sem hefur gefið góða raun en ekkert sambærilegt úrræði er til fyrir börn.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er réttur hvers einstaklings að fá að lifa frjáls og geta notið sín. Margir einstaklingar þurfa að þola ofbeldi daglega og jafn vel í mörg ár. Þeir einstaklingar eru ófrjálsir, fastir í fjötrum hótana og sársauka. Heimilið á að vera griðarstaður en ekki ógn og hindrun. 2017 leituðu þúsund sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis og ofbeldis í nánum samböndum. Það eru sláandi tölur. Við getum ekki lokað augunum fyrir þessum staðreyndum. Rjúfa þarf vítahring ofbeldis með öllum ráðum og dáð svo skaðinn ferðist ekki með fólki milli kynslóða.Skömmin Algengt er að þolendur upplifi neikvæðar tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og sjálfsásakanir. Ef ofbeldið á sér stað innan veggja heimilisins eru afleiðingarnar oft enn djúpstæðari, sérstaklega ef þolandinn er barn. Þolendur ofbeldis eru fjórum sinnum líklegri að glíma við geðröskun en þeir sem ekki hafa upplifað ofbeldi. Löggjafanum ber siðferðileg skylda til að gera allt sem í hans valdi stendur til að verja þolendur heimilisofbeldis enn betur en nú er gert.Inngrip opinberra aðila Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra er ætlað að móta tillögur að bættu verklagi um miðlun um heimilisofbeldismál milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, menntamálayfirvalda og lögreglu. Raunveruleikinn er sá að þolendur heimilisofbeldis veigra sér oft við að tilkynna lögreglu um ofbeldi. Þess vegna er brýnt að þeir aðilar sem starfa náið með íbúunum geti tekið frumkvæði að því að grípa inn í með viðeigandi hætti og ávallt með samþykki þolanda. Þó verklagsreglur ríkislögreglustjóra hafi reynst vel og tryggt samstarf lögreglu við önnur stjórnvöld, er ljóst að formfesta þarf samstarfið í hina áttina, þ.e. milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og menntastofnana til lögreglu. Liður í því er að koma á skýrari forvirkum lagaheimildum til að miðla viðkvæmum upplýsingum.Hagsmunir barnsins í fyrirrúmi Þegar grunur leikur á að barn hafi verið beitt ofbeldi eða orðið vitni að því þarf að tryggja að skilyrði um þátttöku og samþykki brotaþola hamli stjórnvöldum ekki að grípa inn í. Starfshópurinn mun einnig kanna hvort þörf sé að skilgreina betur tilkynningarskyldu stjórnvalda, sem hafa afskipti af málum til barnaverndarnefndar. Kerfin þurfa að geta talað saman með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í þessu samhengi má einnig nefna að nauðsynlegt er að koma á fót úrræði fyrir börn sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi eða orðið vitni að því. Í dag eru starfrækt úrræði fyrir fullorðna einstaklinga, eins og Bjarkarhlíð, sem hefur gefið góða raun en ekkert sambærilegt úrræði er til fyrir börn.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun