Þórólfur ósammála þeim sem eru ósammála Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2020 14:40 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan „Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli Þórólfs þegar hann svaraði spurningu um hvað honum fyndist um slíka gagnrýni. Þannig gagnrýndi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum að búið væri að taka ákvörðun um að opna landamærin frá og með 15. júní án þess að til væri raunhæf áætlun um hvernig ætti að gera það. Þá sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að ákvörðunin væri umdeild og að sumir læknar væru jafn vel reiðir yfir því að opna ætti landið á nýju. „Það er algjörlega ljóst að það eru margir ekki sáttir og nákvæmlega eins og margir voru ekki sáttir hvernig við stóðum að því að eiga við þennan faraldur í upphafi, jafnt læknar sem aðrir. Þannig að ég held að það lýsi bara því að fólk hefur áhyggjur af þessum faraldri og hvernig hann muni verða,“ sagði Þórólfur sem bætti við að læknum sem og öðrum væri frjálst að vera ósáttir áður en hann fór yfir því hvaða rök lægu að baki því að opna landamærin aftur. „Menn hafa fullan rétt á því að hafa skoðanir á þessu en ég held að læknar og aðrir þurfi líka að taka tillit til þess að það þarf á einhverjum tímapunkti að opna þetta land og eins og ég hef svo sem lýst áður, hvort sem það verður núna, eftir sex mánuði eða eitt ár, þá stöndum við frammi fyrir þessari spurningu hvernig ætlum við að gera þetta,“ sagði Þórólfur. Betra væri að nýta tækifæri nú á meðan eftirspurn eftir því að koma til Íslands væri lítil. „Ég held að það sé betra að gera þetta núna á meðan það er lítil ásókn í því að komast hingað inn þannig að við fáum þjálfun og reynslu í því hvernig eigi að eiga við þetta þannig að ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína og við fáum niðurstöðu í þetta með mál,“ sagði Þórólfur. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var vísað í viðtal við Má Kristjánsson og sagt að það hafi verið í Morgunútvarpi Rásar 2, hið rétta er að það var á Morgunvaktinni á Rás 1, það hefur nú verið lagað. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli Þórólfs þegar hann svaraði spurningu um hvað honum fyndist um slíka gagnrýni. Þannig gagnrýndi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum að búið væri að taka ákvörðun um að opna landamærin frá og með 15. júní án þess að til væri raunhæf áætlun um hvernig ætti að gera það. Þá sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að ákvörðunin væri umdeild og að sumir læknar væru jafn vel reiðir yfir því að opna ætti landið á nýju. „Það er algjörlega ljóst að það eru margir ekki sáttir og nákvæmlega eins og margir voru ekki sáttir hvernig við stóðum að því að eiga við þennan faraldur í upphafi, jafnt læknar sem aðrir. Þannig að ég held að það lýsi bara því að fólk hefur áhyggjur af þessum faraldri og hvernig hann muni verða,“ sagði Þórólfur sem bætti við að læknum sem og öðrum væri frjálst að vera ósáttir áður en hann fór yfir því hvaða rök lægu að baki því að opna landamærin aftur. „Menn hafa fullan rétt á því að hafa skoðanir á þessu en ég held að læknar og aðrir þurfi líka að taka tillit til þess að það þarf á einhverjum tímapunkti að opna þetta land og eins og ég hef svo sem lýst áður, hvort sem það verður núna, eftir sex mánuði eða eitt ár, þá stöndum við frammi fyrir þessari spurningu hvernig ætlum við að gera þetta,“ sagði Þórólfur. Betra væri að nýta tækifæri nú á meðan eftirspurn eftir því að koma til Íslands væri lítil. „Ég held að það sé betra að gera þetta núna á meðan það er lítil ásókn í því að komast hingað inn þannig að við fáum þjálfun og reynslu í því hvernig eigi að eiga við þetta þannig að ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína og við fáum niðurstöðu í þetta með mál,“ sagði Þórólfur. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var vísað í viðtal við Má Kristjánsson og sagt að það hafi verið í Morgunútvarpi Rásar 2, hið rétta er að það var á Morgunvaktinni á Rás 1, það hefur nú verið lagað.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira