Býst hvorki við að Obama né Biden verði rannsakaðir Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2020 16:50 Trump hefur fullyrt að Obama fyrrverandi forseti hafi framið stærsta pólitíska glæp sögunnar án þess að skýra frekar í hverju hann fólst. Barr dómsmálaráðherra sagðist í dag ekki telja að Obama yrði rannsakaður. Vísir/EPA Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna býst hvorki við því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, né Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og líklegt forsetaefni demókrata, verði rannsakaðir þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar Donalds Trump forseta um óljóst samsæri þeirra. Gaf hann þó í skyn að „aðrir“ gætu verið sóttir til saka. Undir stjórn Williams Barr, dómsmálaráðherra, var hafin rannsókn á Rússarannsókninni svonefndu. Rússarannsóknin var upphaflega leyniþjónusturannsókn og síðar sakamálarannsókn undir stjórn Roberts Mueller á því hvort að forsetaframboð Trump hefði átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda árið 2016. Handvaldi Barr alríkissaksóknarann John Durham til að stýra þeirri rannsókn. Trump, Barr og aðrir repúblikanar hafa sakað alríkislögreglunnar og fyrrverandi forystu dómsmálaráðuneytisins um að hafa staðið óheiðarlega að rannsókninni með það fyrir augum að grafa undan Trump. Á fréttamannafundi sem var ótengdur því máli í dag hafnaði Barr þeim möguleika að Obama eða Biden yrði skotmark þeirrar rannsóknar þegar hann var spurður út í ásakanir Trump forseta um að Obama og Biden hefðu framið glæpi. Gagnrýndi Barr það sem hann kallaði „vaxandi tilraunir til þess að nota réttarkerfið sem pólitískt vopn“ en tók sérstaklega fram að hann ætti ekki sérstaklega við ummæli Trump forseta, að sögn Washington Post. „Lagalega bragðið hefur verið að dikta upp ásakanir um glæpi pólitískra andstæðinga á grundvelli vafasömustu lögfræðikenninga. Þetta er ekki góð þróun,“ sagði Barr. Obama fyrrverandi forseti virðist eiga hug Donalds Trump forseta allan þessa dagana. Forsetinn talar um fátt annað en meint samsæri forvera síns gegn sér.Vísir/EPA Útilokar ekki að aðrir verði sóttir til saka Rússarannsókninni svonefndu lauk með skýrslu Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, í fyrra. Niðurstaða hans var að ekki væru nægilegar sannanir til að sýna fram á glæpsamlegt samsæri á milli framboðs Trump og Rússa. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar, meðal annars vegna þess að hann taldi sig ekki geta ákært sitjandi forseta. Lýsti Mueller þess í stað ellefu atvikum sem gætu talist tilraunir forsetans til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins fór yfir vinnubrögð við Rússarannsóknina og ályktaði að alríkislögreglan hefði haft nægilegar sannanir til þess að hefja rannsóknina og að ekki hefði verið að finna pólitíska slagsíðu á henni, þrátt fyrir fullyrðingar Trump og bandamanna hans. Aftur á móti ávítaði endurskoðandinn FBI fyrir eftirlit með fyrrverandi starfsmanni framboðs Trump sem hann taldi hluta af stærri brestum alríkislögreglunnar hvað varðar hleranir á einstaklingum. Þegar Barr svaraði spurningunni um Obama og Biden í dag ýjaði hann að því að einhverjir þeirra sem komu nálægt Rússarannsókninni yrðu sóttir til saka í rannsókn Durham. „Hvað varðar Obama forseta og varaforsetinn, hver sem aðkoma þeirra var, byggt á þeim upplýsingum sem ég hef í dag, býst ég ekki við að vinna herra Durham leiði til sakamálarannsóknar á þeim. Áhyggjur okkar af mögulegum glæpum beinast að öðrum,“ sagði Barr sem vildi ekki gefa upp hverjir það væru. Gagnrýndur fyrir að ganga pólitískra erinda Trump Barr hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að ganga pólitískra erinda Trump forseta, ekki síst í málum vina hans og ráðgjafa sem voru sóttir til saka í Rússarannsókninni. Þannig greip Barr fram fyrir hendurnar á saksóknurum í máli Roger Stone, vinar Trump og óformlegs ráðgjafa framboðsins, þegar þeir kröfðust refsingar yfir honum í vetur. Allir saksóknararnir sögðu sig frá málinu eftir að Barr lét milda verulega refsikröfu þeirra. Þá vakti ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að draga til baka ákæru á hendur Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa Trump, í þarsíðustu viku furðu. Flynn hafði í tvígang játað sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra og leynileg málafylgjustörf fyrir tyrknesk stjórnvöld. Fordæmalaust er sagt að saksóknarar dragi til baka ákæru þegar sakborningur hefur játað sök. Nú heldur ráðuneytið því fram að ekki hafi verið gild ástæða til að yfirheyra Flynn og því skipti játning hans ekki máli. Flynn heldur því sjálfur fram að hann hafi verið fórnarlamb samsæris FBI, saksóknara og jafnvel eigin lögmanna. Dómari hefur ekki enn fallist á beiðni ráðuneytisins um að fella málið niður. Trump hefur notað mál Flynn til að halda uppi óljósum ásökunum um að Obama og Biden hafi framið ótilgreinda glæpi. Þegar Trump var spurður út í það hvaða glæpir það væru í síðustu viku var fátt um svör. Blaðafulltrúi Hvíta hússins hélt því fram að glæpur Obama hefði verið að leynd hafi verið aflétt af nafni Flynn þegar símtal hans og rússneska sendiherrans var hlerað. Slíkar afléttingar eru þó sagðar alvanalegar við leyniþjónusturannsóknir. Trump-stjórnin sjálf hefur þannig aflétt leynd af nöfnum þúsunda bandarískra borgarar sem hafa náðst á upptöku í samskiptum við einstaklinga sem leyniþjónustan fylgist sérstaklega með. Donald Trump Bandaríkin Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Obama hafa átt að halda kjafti Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði ekki átt að gagnrýna Donald Trump, núverandi forseta, fyrir viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og vegna inngripa hans í dómskerfi Bandaríkjanna. 12. maí 2020 12:18 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. 13. maí 2020 15:57 Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25 Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna býst hvorki við því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, né Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og líklegt forsetaefni demókrata, verði rannsakaðir þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar Donalds Trump forseta um óljóst samsæri þeirra. Gaf hann þó í skyn að „aðrir“ gætu verið sóttir til saka. Undir stjórn Williams Barr, dómsmálaráðherra, var hafin rannsókn á Rússarannsókninni svonefndu. Rússarannsóknin var upphaflega leyniþjónusturannsókn og síðar sakamálarannsókn undir stjórn Roberts Mueller á því hvort að forsetaframboð Trump hefði átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda árið 2016. Handvaldi Barr alríkissaksóknarann John Durham til að stýra þeirri rannsókn. Trump, Barr og aðrir repúblikanar hafa sakað alríkislögreglunnar og fyrrverandi forystu dómsmálaráðuneytisins um að hafa staðið óheiðarlega að rannsókninni með það fyrir augum að grafa undan Trump. Á fréttamannafundi sem var ótengdur því máli í dag hafnaði Barr þeim möguleika að Obama eða Biden yrði skotmark þeirrar rannsóknar þegar hann var spurður út í ásakanir Trump forseta um að Obama og Biden hefðu framið glæpi. Gagnrýndi Barr það sem hann kallaði „vaxandi tilraunir til þess að nota réttarkerfið sem pólitískt vopn“ en tók sérstaklega fram að hann ætti ekki sérstaklega við ummæli Trump forseta, að sögn Washington Post. „Lagalega bragðið hefur verið að dikta upp ásakanir um glæpi pólitískra andstæðinga á grundvelli vafasömustu lögfræðikenninga. Þetta er ekki góð þróun,“ sagði Barr. Obama fyrrverandi forseti virðist eiga hug Donalds Trump forseta allan þessa dagana. Forsetinn talar um fátt annað en meint samsæri forvera síns gegn sér.Vísir/EPA Útilokar ekki að aðrir verði sóttir til saka Rússarannsókninni svonefndu lauk með skýrslu Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, í fyrra. Niðurstaða hans var að ekki væru nægilegar sannanir til að sýna fram á glæpsamlegt samsæri á milli framboðs Trump og Rússa. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar, meðal annars vegna þess að hann taldi sig ekki geta ákært sitjandi forseta. Lýsti Mueller þess í stað ellefu atvikum sem gætu talist tilraunir forsetans til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins fór yfir vinnubrögð við Rússarannsóknina og ályktaði að alríkislögreglan hefði haft nægilegar sannanir til þess að hefja rannsóknina og að ekki hefði verið að finna pólitíska slagsíðu á henni, þrátt fyrir fullyrðingar Trump og bandamanna hans. Aftur á móti ávítaði endurskoðandinn FBI fyrir eftirlit með fyrrverandi starfsmanni framboðs Trump sem hann taldi hluta af stærri brestum alríkislögreglunnar hvað varðar hleranir á einstaklingum. Þegar Barr svaraði spurningunni um Obama og Biden í dag ýjaði hann að því að einhverjir þeirra sem komu nálægt Rússarannsókninni yrðu sóttir til saka í rannsókn Durham. „Hvað varðar Obama forseta og varaforsetinn, hver sem aðkoma þeirra var, byggt á þeim upplýsingum sem ég hef í dag, býst ég ekki við að vinna herra Durham leiði til sakamálarannsóknar á þeim. Áhyggjur okkar af mögulegum glæpum beinast að öðrum,“ sagði Barr sem vildi ekki gefa upp hverjir það væru. Gagnrýndur fyrir að ganga pólitískra erinda Trump Barr hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að ganga pólitískra erinda Trump forseta, ekki síst í málum vina hans og ráðgjafa sem voru sóttir til saka í Rússarannsókninni. Þannig greip Barr fram fyrir hendurnar á saksóknurum í máli Roger Stone, vinar Trump og óformlegs ráðgjafa framboðsins, þegar þeir kröfðust refsingar yfir honum í vetur. Allir saksóknararnir sögðu sig frá málinu eftir að Barr lét milda verulega refsikröfu þeirra. Þá vakti ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að draga til baka ákæru á hendur Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa Trump, í þarsíðustu viku furðu. Flynn hafði í tvígang játað sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra og leynileg málafylgjustörf fyrir tyrknesk stjórnvöld. Fordæmalaust er sagt að saksóknarar dragi til baka ákæru þegar sakborningur hefur játað sök. Nú heldur ráðuneytið því fram að ekki hafi verið gild ástæða til að yfirheyra Flynn og því skipti játning hans ekki máli. Flynn heldur því sjálfur fram að hann hafi verið fórnarlamb samsæris FBI, saksóknara og jafnvel eigin lögmanna. Dómari hefur ekki enn fallist á beiðni ráðuneytisins um að fella málið niður. Trump hefur notað mál Flynn til að halda uppi óljósum ásökunum um að Obama og Biden hafi framið ótilgreinda glæpi. Þegar Trump var spurður út í það hvaða glæpir það væru í síðustu viku var fátt um svör. Blaðafulltrúi Hvíta hússins hélt því fram að glæpur Obama hefði verið að leynd hafi verið aflétt af nafni Flynn þegar símtal hans og rússneska sendiherrans var hlerað. Slíkar afléttingar eru þó sagðar alvanalegar við leyniþjónusturannsóknir. Trump-stjórnin sjálf hefur þannig aflétt leynd af nöfnum þúsunda bandarískra borgarar sem hafa náðst á upptöku í samskiptum við einstaklinga sem leyniþjónustan fylgist sérstaklega með.
Donald Trump Bandaríkin Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Obama hafa átt að halda kjafti Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði ekki átt að gagnrýna Donald Trump, núverandi forseta, fyrir viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og vegna inngripa hans í dómskerfi Bandaríkjanna. 12. maí 2020 12:18 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. 13. maí 2020 15:57 Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25 Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Segir Obama hafa átt að halda kjafti Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði ekki átt að gagnrýna Donald Trump, núverandi forseta, fyrir viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og vegna inngripa hans í dómskerfi Bandaríkjanna. 12. maí 2020 12:18
Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00
Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. 13. maí 2020 15:57
Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25
Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27