Atvinnuleysisbætur stúdenta: Jafnræði, öryggi og hugarró Jóhanna Ásgeirsdóttir skrifar 18. maí 2020 17:00 Kalli stúdenta eftir atvinnuleysisbótum hefur ekki verið svarað. Á blaðamannafundi menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra þann 13. maí voru aðgerðir í þágu stúdenta vegna efnahagslegra afleiðinga heimfaraldurs kórónuveiru kynntar nánar. Farið var yfir fyrirkomulag sumarnáms, breytingar á lánasjóðsreglum og fjölgun starfa hjá hinu opinbera. Þessar aðgerðir munu koma sér vel, en enn á eftir að tryggja fjárhagsöryggi fyrir þá stúdenta sem falla á milli skips og bryggju. Við skrif þessarar greinar hafa tæplega 2400 manns skrifað undir kröfu þess efnis að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu: að það sé betra að skapa störf en að tryggja framfærslu stúdenta. En stúdentar telja að ekki eigi að velja á milli þessara tveggja kosta, stúdentar hafa kallað eftir auknum atvinnumöguleikum og fagna tilkomu þeirra en samhliða slíkum aðgerðum verður að tryggja fjárhagsöryggi stúdenta, sérstaklega í ljósi þess hve alvarleg staða atvinnumarkaðarins er. Þó svo að svartsýnustu spár um atvinnuleysi rætist ekki, eða lagt verði fjármagn í að skapa enn fleiri störf, verður útilokun stúdenta af atvinnuleysisskrá til þess að einhverjir þeirra, líklega mjög margir ef marka má kannanir háskólanna á höfuðborgarsvæðinu, verða gjörsamlega án framfærslu í sumar. Tölfræði sýnir að stúdentar eru alls konar en fyrir marga þeirra hefur eitt sumar án tekna gríðarleg áhrif á stöðu þeirra. Á sumrin safna námsmenn sér tekjum til að eiga fyrir vetri í hlutavinnu með námi, svo tekjumissir í sumar mun draga dilk á eftir sér fram á haustið og næsta ár. Könnun EUROSTUDENT frá 2018 sýnir að námsmenn á Íslandi eru að meðalaldri þrítugir og þriðjungur þeirra á börn. Stúdentar eru oft fólk í námi meðfram vinnu en 70% stúdenta vinna allt árið og 87% á sumrin og hefur því í greitt atvinnuleysistryggingasjóð og ættu að eiga rétt á bótum eins og annað vinnandi fólk. Landsamtök íslenska stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands hafa bent á að í áratugi höfðu stúdentar þennan rétt, eða fram að 2010. Borið hefur á misskilningi í umræðu og árétta ég hér að það var ekki þannig að stúdentum bauðst að sækja um atvinnuleysisbætur vegna kreppunnar 2008, heldur höfðu námsmenn í áratugi átt rétt á atvinnuleysisbótum að sumri en svo voru þau réttindi skert í kjölfar efnahagshrunsins. Því væri um leiðréttingu á grundvelli jafnræðis að ræða verði krafa stúdenta um aðgang að atvinnuleysisbótum að veruleika. Krafa stúdenta um atvinnuleysisbætur er ekki heimtufrekja, stúdentar eru ekki að biðja um neitt umfram aðra, heldur um að fá það sama og aðrir. Haldið áfram að skapa atvinnu, en gefið stúdentum sömu hugarró og fjárhagsöryggi og öðrum í samfélaginu, með rétti til atvinnuleysisbóta. Höfundur er verðandi forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Kalli stúdenta eftir atvinnuleysisbótum hefur ekki verið svarað. Á blaðamannafundi menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra þann 13. maí voru aðgerðir í þágu stúdenta vegna efnahagslegra afleiðinga heimfaraldurs kórónuveiru kynntar nánar. Farið var yfir fyrirkomulag sumarnáms, breytingar á lánasjóðsreglum og fjölgun starfa hjá hinu opinbera. Þessar aðgerðir munu koma sér vel, en enn á eftir að tryggja fjárhagsöryggi fyrir þá stúdenta sem falla á milli skips og bryggju. Við skrif þessarar greinar hafa tæplega 2400 manns skrifað undir kröfu þess efnis að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu: að það sé betra að skapa störf en að tryggja framfærslu stúdenta. En stúdentar telja að ekki eigi að velja á milli þessara tveggja kosta, stúdentar hafa kallað eftir auknum atvinnumöguleikum og fagna tilkomu þeirra en samhliða slíkum aðgerðum verður að tryggja fjárhagsöryggi stúdenta, sérstaklega í ljósi þess hve alvarleg staða atvinnumarkaðarins er. Þó svo að svartsýnustu spár um atvinnuleysi rætist ekki, eða lagt verði fjármagn í að skapa enn fleiri störf, verður útilokun stúdenta af atvinnuleysisskrá til þess að einhverjir þeirra, líklega mjög margir ef marka má kannanir háskólanna á höfuðborgarsvæðinu, verða gjörsamlega án framfærslu í sumar. Tölfræði sýnir að stúdentar eru alls konar en fyrir marga þeirra hefur eitt sumar án tekna gríðarleg áhrif á stöðu þeirra. Á sumrin safna námsmenn sér tekjum til að eiga fyrir vetri í hlutavinnu með námi, svo tekjumissir í sumar mun draga dilk á eftir sér fram á haustið og næsta ár. Könnun EUROSTUDENT frá 2018 sýnir að námsmenn á Íslandi eru að meðalaldri þrítugir og þriðjungur þeirra á börn. Stúdentar eru oft fólk í námi meðfram vinnu en 70% stúdenta vinna allt árið og 87% á sumrin og hefur því í greitt atvinnuleysistryggingasjóð og ættu að eiga rétt á bótum eins og annað vinnandi fólk. Landsamtök íslenska stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands hafa bent á að í áratugi höfðu stúdentar þennan rétt, eða fram að 2010. Borið hefur á misskilningi í umræðu og árétta ég hér að það var ekki þannig að stúdentum bauðst að sækja um atvinnuleysisbætur vegna kreppunnar 2008, heldur höfðu námsmenn í áratugi átt rétt á atvinnuleysisbótum að sumri en svo voru þau réttindi skert í kjölfar efnahagshrunsins. Því væri um leiðréttingu á grundvelli jafnræðis að ræða verði krafa stúdenta um aðgang að atvinnuleysisbótum að veruleika. Krafa stúdenta um atvinnuleysisbætur er ekki heimtufrekja, stúdentar eru ekki að biðja um neitt umfram aðra, heldur um að fá það sama og aðrir. Haldið áfram að skapa atvinnu, en gefið stúdentum sömu hugarró og fjárhagsöryggi og öðrum í samfélaginu, með rétti til atvinnuleysisbóta. Höfundur er verðandi forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar