Sportpakkinn: „Vonumst eftir því að á einhverjum tímapunkti muni dúkurinn fara niður“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. mars 2020 19:00 Sautján dagar eru þangað til að Íslands og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli en hitadúkur var lagður á völlinn á föstudag. Guðjón Guðmundsson var á Laugardalsvellinum í dag og ræddi þar við Kristinn Jóhansson, vallarstjóra, um ástandið á vellinum. „Við vorum mjög ánægðir með helgina. Við sáum hækkandi hitatölur í bæði jarðvegi og lofthitanum yfir vellinum. Við vorum ánægðar með þessar tölur og mér sýnist þetta vera í rétta átt,“ sagði Kristinn. „Við eyddum síðustu viku, með hjálp fullt af sjálfboðaliðum og starfsfólki, að taka snjóinn af og koma dúkknum á. Það var aðalatriðið þá og nú inn á milli erum við í öðrum verkefnum.“ „Við þurfum að taka snjóinn af hlaupabrautinni og vinna í öðrum verkefnum innan dyra og vinna í öðrum litlum verkefnum.“ Hann segir að mörg verkefni séu framundan hjá starfsmönnum vallarins. „Við þurfum aðeins að vinna í vellinum sjálfum. Það þarf að spreyja hann og valta hann. Við vonumst eftir því að á einhverjum tímapunkti muni dúkurinn fara niður en þá þarf að vera hlýtt úti.“ Veðrið er mikill áhrifavaldur í því hvort að dúkurinn geti farið niður eða ekki og þetta hafði Kristinn að segja um komandi veðurspár: „Birkir Sveinsson sagði mér í morgun að vorið kæmi 20. mars. Hann hafi heyrt það einhversstaðar og ég treysti því sem Birkir segir,“ sagði Kristinn í glettnum tón en Birkir er mótastjóri KSÍ. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Sautján dagar eru þangað til að Íslands og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli en hitadúkur var lagður á völlinn á föstudag. Guðjón Guðmundsson var á Laugardalsvellinum í dag og ræddi þar við Kristinn Jóhansson, vallarstjóra, um ástandið á vellinum. „Við vorum mjög ánægðir með helgina. Við sáum hækkandi hitatölur í bæði jarðvegi og lofthitanum yfir vellinum. Við vorum ánægðar með þessar tölur og mér sýnist þetta vera í rétta átt,“ sagði Kristinn. „Við eyddum síðustu viku, með hjálp fullt af sjálfboðaliðum og starfsfólki, að taka snjóinn af og koma dúkknum á. Það var aðalatriðið þá og nú inn á milli erum við í öðrum verkefnum.“ „Við þurfum að taka snjóinn af hlaupabrautinni og vinna í öðrum verkefnum innan dyra og vinna í öðrum litlum verkefnum.“ Hann segir að mörg verkefni séu framundan hjá starfsmönnum vallarins. „Við þurfum aðeins að vinna í vellinum sjálfum. Það þarf að spreyja hann og valta hann. Við vonumst eftir því að á einhverjum tímapunkti muni dúkurinn fara niður en þá þarf að vera hlýtt úti.“ Veðrið er mikill áhrifavaldur í því hvort að dúkurinn geti farið niður eða ekki og þetta hafði Kristinn að segja um komandi veðurspár: „Birkir Sveinsson sagði mér í morgun að vorið kæmi 20. mars. Hann hafi heyrt það einhversstaðar og ég treysti því sem Birkir segir,“ sagði Kristinn í glettnum tón en Birkir er mótastjóri KSÍ. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira