Enski boltinn

Enn eitt á­fallið fyrir Mourin­ho: Bergwijn gæti verið frá út leik­tíðina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bergwijn í leiknum með Tottenham á laugardaginn.
Bergwijn í leiknum með Tottenham á laugardaginn. vísir/getty
Ökklameiðsli Steven Bergwijn, vængmanns Tottenham, gera það að verkum að ólíklegt er að hann spili aftur á leiktíðinni. Þetta staðfestir Jose Mourinho, stjóri liðsins.

Hollendingurinn meiddist í 1-1 jafnteflinu gegn Burnley um helgina en hann meiddist á ökkla. Hann var keyptur á 27 milljónir punda í janúar en er nú kominn á meiðslalistann.

Harry Kane og Son Heung-min eru nú þegar á meiðslalistanum hjá Mourinho en enn fækkar í leikmannahópi Tottenham, sér í lagi fram á við.





Tottenham er án sigurs í síðustu fimm leikjum. Liðið datt úr enska bikarnum gegn Norwich, er 1-0 undir gegn Leipzig eftir fyrri leikinn í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sitja í 8. sæti úrvalsdeildarinnar.

Það er þó góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Tottenham en Harry Kane var mættur aftur á völlinn í dag. Hann sendi stuðningsmönnum Tottenham kveðjur á samfélagsmiðlum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×