Dow Jones-vísitalan hrundi um 7,8 prósentustig Andri Eysteinsson skrifar 9. mars 2020 20:35 Frá hlutabréfamarkaðinum í New York í dag. AP/Richard Drew Dow Jones vísitalan hrundi um 7,8% á mörkuðum í dag en um er að ræða mestu lækkun hennar frá efnahagshruninu árið 2008. Lækkun vísitölunnar er rakin til hrapandi olíuverðs og ótta við áhrif kórónuveirunnar á heimsbyggðina. AP greinir frá. Olíuverð hefur lækkað um nærri 25% á heimsvísu eftir að Sádí Arabar hófu verðstríð til að þvinga Rússa til að taka þátt í aðgerðum samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, um að halda uppi verði á olíu þrátt fyrir minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirunnar. Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur, skömmu eftir opnun þeirra í morgun. Þá höfðu vísitölur lækkað hratt en við slíkar aðstæður eru viðskipti sjálfkrafa stöðvuð. Hlutabréfamarkaði í Evrópu og í Japan höfðu þá einnig fundið fyrir áhrifum lækkunar olíuverðs og ótta við kórónuveiruna. Verðbréf höfðu lækkað verulega í Evrópu og hafði viðlíka lækkun ekki sést frá árinu 2008. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Tengdar fréttir Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Dow Jones vísitalan hrundi um 7,8% á mörkuðum í dag en um er að ræða mestu lækkun hennar frá efnahagshruninu árið 2008. Lækkun vísitölunnar er rakin til hrapandi olíuverðs og ótta við áhrif kórónuveirunnar á heimsbyggðina. AP greinir frá. Olíuverð hefur lækkað um nærri 25% á heimsvísu eftir að Sádí Arabar hófu verðstríð til að þvinga Rússa til að taka þátt í aðgerðum samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, um að halda uppi verði á olíu þrátt fyrir minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirunnar. Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur, skömmu eftir opnun þeirra í morgun. Þá höfðu vísitölur lækkað hratt en við slíkar aðstæður eru viðskipti sjálfkrafa stöðvuð. Hlutabréfamarkaði í Evrópu og í Japan höfðu þá einnig fundið fyrir áhrifum lækkunar olíuverðs og ótta við kórónuveiruna. Verðbréf höfðu lækkað verulega í Evrópu og hafði viðlíka lækkun ekki sést frá árinu 2008.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Tengdar fréttir Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17
Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00