Innlent

Flugliðar og Icelandair funda aftur á morgun

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Icelandair og flugliða klukkan 17 í dag.
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Icelandair og flugliða klukkan 17 í dag. Vísir/Vilhelm

Fundi Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hjá ríkissáttasemjara lauk um klukkan eitt í nótt.

Ríkissáttasemjari ákvað að boða til annars fundar klukkan fimm síðdegis á morgun sem þýðir, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, að einhver gangur hefur verið í viðræðunum í dag sem stóðu í um ellefu klukkustundir.

Icelandair hefur farið fram á að flugfreyjur skili meira vinnuframlagi fyrir sömu laun en fagfélagið hefur sagt það þýða tæplega fjörutíu prósenta kjaraskerðingu.

Hluthafafundur hjá Icelandair hefur verið boðaður á föstudag og hefur Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, lagt á mikla áherslu á að kjarasamningum við öll fagfélög félagsins séu undirritaðir áður en til hans kemur. Icelandair vinna að því að ná tuttugu og níu milljörðum króna í nýtt hlutafé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×