Rétt hjá Bruno Fernandes að „sussa“ á Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 09:30 Pep Guardiola var pirraður út í Bruno Fernandes en kannski aðallega yfir bitleysi sinna leikmanna. Getty/Matt McNulty Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. Bruno Fernandes og Pep Guardiola voru eitthvað að karpa á hliðarlínunni undir lok leiksins sem endaði með því að Bruno Fernandes „sussaði“ á Guardiola með því að setja fingurinn upp að munninum. Hafi Bruno Fernandes ekki verið elskaður og dáður af stuðningsmönnum Manchester United fyrir þetta atvik þá var hann það örugglega eftir það. Manchester United vann 2-0 sigur á Manchester City og vann þar með báða deildarleiki liðanna á þesssari leiktíð.Bruno Fernandes told he was right to silence Pep Guardiola with finger to his lips https://t.co/pUO0rQkJNypic.twitter.com/1F7evVz4Ft — Mirror Football (@MirrorFootball) March 9, 2020Bruno Fernandes fékk hrós frá bæði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjór Manchester United sem og Paul Ince, fyrrum leikmanns liðsns. Solskjær hrósaði Portúgalanum fyrir að sýna mikinn karakter. Jú það má glytta í smá „Cantona“ stæla hjá Bruno Fernandes og það er í fínu lagi á meðan þú getur síðan staðið undið því inn á vellinum. Það hefur Bruno Fernandes svo sannarlega gert í fyrstu leikjum sínum með Manchester United og virðist vera einmitt sá leikmaður sem liðinu vantaði. „Hann er að gera allt rétt þessa dagana og þá tel ég líka með að sussa á Pep Guardiola en það var alltaf að fara að slá í gegn hjá stuðningsmönnunum,“ sagði Paul Ince í viðtali við Paddy Power News. „Það er líka gaman að sjá leikmann koma til félagsins sem er með svolítinn karakter,“ sagði Ince. „Hann hefur verið frábær síðan að hann kom inn í liðið og meira að segja í þessum leik á móti Manchester City, þar sem hann gerði nú ekki mikið, þá voru mikil gæði í því sem hann gerði,“ sagði Ince.Bruno Fernandes shushing Pep Guardiola is what the Manchester derby is all about pic.twitter.com/kvzwivmGBC — Football Daily (@footballdaily) March 8, 2020 Anthony Martial skoraði fyrra mark Manchester United í leiknum eftir frábæra og óvænta sendingu Bruno Fernandes úr aukaspyrnu. „Þessi sending inn á Anthony Martial var stórkostleg. Stuðningsmennirnir eru að missa sig yfir honum og þó að ég reyni að gera það ekki þá sé ég vel af hverju. Öll félög vilja hafa hetju innan sinna raða og hann verður sú hetja fyrir Manchester United,“ sagði Paul Ince. Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Sjá meira
Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. Bruno Fernandes og Pep Guardiola voru eitthvað að karpa á hliðarlínunni undir lok leiksins sem endaði með því að Bruno Fernandes „sussaði“ á Guardiola með því að setja fingurinn upp að munninum. Hafi Bruno Fernandes ekki verið elskaður og dáður af stuðningsmönnum Manchester United fyrir þetta atvik þá var hann það örugglega eftir það. Manchester United vann 2-0 sigur á Manchester City og vann þar með báða deildarleiki liðanna á þesssari leiktíð.Bruno Fernandes told he was right to silence Pep Guardiola with finger to his lips https://t.co/pUO0rQkJNypic.twitter.com/1F7evVz4Ft — Mirror Football (@MirrorFootball) March 9, 2020Bruno Fernandes fékk hrós frá bæði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjór Manchester United sem og Paul Ince, fyrrum leikmanns liðsns. Solskjær hrósaði Portúgalanum fyrir að sýna mikinn karakter. Jú það má glytta í smá „Cantona“ stæla hjá Bruno Fernandes og það er í fínu lagi á meðan þú getur síðan staðið undið því inn á vellinum. Það hefur Bruno Fernandes svo sannarlega gert í fyrstu leikjum sínum með Manchester United og virðist vera einmitt sá leikmaður sem liðinu vantaði. „Hann er að gera allt rétt þessa dagana og þá tel ég líka með að sussa á Pep Guardiola en það var alltaf að fara að slá í gegn hjá stuðningsmönnunum,“ sagði Paul Ince í viðtali við Paddy Power News. „Það er líka gaman að sjá leikmann koma til félagsins sem er með svolítinn karakter,“ sagði Ince. „Hann hefur verið frábær síðan að hann kom inn í liðið og meira að segja í þessum leik á móti Manchester City, þar sem hann gerði nú ekki mikið, þá voru mikil gæði í því sem hann gerði,“ sagði Ince.Bruno Fernandes shushing Pep Guardiola is what the Manchester derby is all about pic.twitter.com/kvzwivmGBC — Football Daily (@footballdaily) March 8, 2020 Anthony Martial skoraði fyrra mark Manchester United í leiknum eftir frábæra og óvænta sendingu Bruno Fernandes úr aukaspyrnu. „Þessi sending inn á Anthony Martial var stórkostleg. Stuðningsmennirnir eru að missa sig yfir honum og þó að ég reyni að gera það ekki þá sé ég vel af hverju. Öll félög vilja hafa hetju innan sinna raða og hann verður sú hetja fyrir Manchester United,“ sagði Paul Ince.
Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti