Sprenghlægileg kveðja Kára til Guðjóns: „Þessi maður er einstakur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. maí 2020 07:30 Kári Kristján sendir Guðjóni góða kveðju. vísir/s2s Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var einn þeirra sem sendi Guðjóni Val Sigurðssyni góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af landsliðsferli Guðjóns í Seinni bylgjunni í síðustu viku. Margir landsliðsmenn og fyrrum samherjar Guðjóns sendu inn kveðjur í þáttinn þar sem þeir þökkuðu fyrrverandi landsliðsferlinum fyrir samveruna í landsliðinu. Kveðja Kára var í léttari kantinum og sagði Kári meðal annars frá því að fyrsta kærasta Guðjóns hafi verið Svíagrýlan. „Elska sig líka, vinur,“ sagði Guðjón Valur en Kári endaði á því að segja að Guðjón Valur væri einn besti leikmaður í sögu lýðveldisins og að hann elskaði hann. Guðjón lýsti svo vináttu sinni og Kára. „Ég veit ekki hvernig og afhverju við pössum saman. Það er með ólíkindum. Það er svo margt ólíkt í okkur en ákveðnir sterkir hlutir sem passa saman. Einhverntímann lenti okkur saman þegar hann var að koma inn í landsliðið. Það var útaf einhverju veseni sem gerðist erlendis hjá hans klúbb en þegar við náðum saman aftur er eins og það hafi ekki slitnað slefið á milli okkar.“ Guðjón Valur er einn eiganda pizzastaðsins Íslensku Flatbökunnar í Kópavogi og Kári þakkaði Guðjóni fyrir að kaupa þann stað fyrir sig. „Hann er alveg eins og heimalingur þegar hann kemur á Flatbökuna. Hann er eini gesturinn sem fær að labba um eldhúsið eins og starfsmaður. Þessi maður er einstakur. Hann er límið í landsliðinu oft á tíðum og einstaklega fyndinn og orðheppinn og að vel að orði farinn.“ Kári sagði einnig frá því í innslaginu að Guðjón Valur hafi kennt sér að drekka vatn og að borða ekki fimm Lion Bar á sama tíma. Guðjón Valur sagði eftir innslagið að þetta sé sönn saga en innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Kára Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Seinni bylgjan Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var einn þeirra sem sendi Guðjóni Val Sigurðssyni góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af landsliðsferli Guðjóns í Seinni bylgjunni í síðustu viku. Margir landsliðsmenn og fyrrum samherjar Guðjóns sendu inn kveðjur í þáttinn þar sem þeir þökkuðu fyrrverandi landsliðsferlinum fyrir samveruna í landsliðinu. Kveðja Kára var í léttari kantinum og sagði Kári meðal annars frá því að fyrsta kærasta Guðjóns hafi verið Svíagrýlan. „Elska sig líka, vinur,“ sagði Guðjón Valur en Kári endaði á því að segja að Guðjón Valur væri einn besti leikmaður í sögu lýðveldisins og að hann elskaði hann. Guðjón lýsti svo vináttu sinni og Kára. „Ég veit ekki hvernig og afhverju við pössum saman. Það er með ólíkindum. Það er svo margt ólíkt í okkur en ákveðnir sterkir hlutir sem passa saman. Einhverntímann lenti okkur saman þegar hann var að koma inn í landsliðið. Það var útaf einhverju veseni sem gerðist erlendis hjá hans klúbb en þegar við náðum saman aftur er eins og það hafi ekki slitnað slefið á milli okkar.“ Guðjón Valur er einn eiganda pizzastaðsins Íslensku Flatbökunnar í Kópavogi og Kári þakkaði Guðjóni fyrir að kaupa þann stað fyrir sig. „Hann er alveg eins og heimalingur þegar hann kemur á Flatbökuna. Hann er eini gesturinn sem fær að labba um eldhúsið eins og starfsmaður. Þessi maður er einstakur. Hann er límið í landsliðinu oft á tíðum og einstaklega fyndinn og orðheppinn og að vel að orði farinn.“ Kári sagði einnig frá því í innslaginu að Guðjón Valur hafi kennt sér að drekka vatn og að borða ekki fimm Lion Bar á sama tíma. Guðjón Valur sagði eftir innslagið að þetta sé sönn saga en innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Kára Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira