Skyndiheimsóknir, GPS og myndbönd notuð svo ensku liðin svindli ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 08:30 Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni æfa í sérstökum vestum sem mæla alls konar upplýsingar eins og staðsetningu, hreyfingar og hjartslátt. Þau gefa miklar upplýsingar um hvernig liðin æfa. Hér eru Sadio Mane og Alex Oxlade-Chamberlain með slík vesti á æfingu með Liverpool. Getty/Andrew Powell Englendingar ætla að passa upp á það að ensku úrvalsdeildarliðin fylgi þeim reglum sem hafa verið settar nú þegar leikmenn liðanna hefja æfingar á ný. Ensku úrvalsdeildarliðin hefja æfingar á nýjan leik í dag með það markmið að hægt verði að spila aftur leiki frá og með 12. júní. Til að byrja með mega liðin hins vegar aðeins æfa í litlum hópum og það verður passað upp á það að þær reglur verði virtar. Premier League clubs can expect surprise inspections, GPS tracking and video analysis as they prepare for the season to resume.Read more:https://t.co/F2WCaJ4GPq pic.twitter.com/HuqT2mVB3R— BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2020 „Smá saman stefnum við að koma því þannig við að það verði eftirlitsmaður á hverjum æfingavelli,“ sagði Richard Garlick, yfirmaður fótboltamála hjá ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin mun einnig hafa aðgang að GPS-mælingum leikmanna sem og myndböndum af æfingum liðanna. Það mun enginn komast upp með það að svindla á reglunum. „Með því fáum við vissu um það að það sé verið að fylgja öllum reglum. Við ætlum síðan að fá inn sjálfstæðan eftirlitshóp á næstu dögum og þessi hópur getur dottið inn á æfingar án þess að gera boð á undan sér,“ sagði Richard Garlick. Auk þess að leikmenn mega ekki vera fleiri en fimm í hverjum æfingahópi þá má hver og einn leikmaður ekki æfa lengur en í 75 mínútum. Það verður líka að fylgja öllum reglum um samskiptafjarlægð á þessum æfingum. Premier League plan to swoop on clubs training sessions with surprise inspections to make sure social distancing protocols are being adhered to https://t.co/cFnJPKSIXM— Dan Roan (@danroan) May 18, 2020 12. júní átti að vera dagurinn sem enska úrvalsdeildin fer aftur af stað en í grein breska ríkisútvarpsins er búist við því að því seinki eitthvað. „12. júní var viðmið en við vorum ekki búin að festa neinn upphafsdag. Við viljum samt auðvitað ekki vera að færa þetta til og frá. Það á eftir að fara fram umræða um þetta. Allt mun velta mikið á því hvenær liðin geta farið að æfa á fullu með eðlilegum hætti. Þangað til getum við ekki ákveðið neitt og að sjálfsögðu þurfum við að vera sveigjanleg,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin munu líka spila á fimm helgum í röð og svo fjórum sinnum líka í miðri viku til þess að ná að klára þær níu umferðir sem eru eftir af mótinu. Enska úrvalsdeildin myndi með því klárast í júlí en það má lítið út af bregða ef deildin á ekki að klárast í ágúst, mánuðinum þar sem næsta tímabil byrjar í venjulegu árferði. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Englendingar ætla að passa upp á það að ensku úrvalsdeildarliðin fylgi þeim reglum sem hafa verið settar nú þegar leikmenn liðanna hefja æfingar á ný. Ensku úrvalsdeildarliðin hefja æfingar á nýjan leik í dag með það markmið að hægt verði að spila aftur leiki frá og með 12. júní. Til að byrja með mega liðin hins vegar aðeins æfa í litlum hópum og það verður passað upp á það að þær reglur verði virtar. Premier League clubs can expect surprise inspections, GPS tracking and video analysis as they prepare for the season to resume.Read more:https://t.co/F2WCaJ4GPq pic.twitter.com/HuqT2mVB3R— BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2020 „Smá saman stefnum við að koma því þannig við að það verði eftirlitsmaður á hverjum æfingavelli,“ sagði Richard Garlick, yfirmaður fótboltamála hjá ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin mun einnig hafa aðgang að GPS-mælingum leikmanna sem og myndböndum af æfingum liðanna. Það mun enginn komast upp með það að svindla á reglunum. „Með því fáum við vissu um það að það sé verið að fylgja öllum reglum. Við ætlum síðan að fá inn sjálfstæðan eftirlitshóp á næstu dögum og þessi hópur getur dottið inn á æfingar án þess að gera boð á undan sér,“ sagði Richard Garlick. Auk þess að leikmenn mega ekki vera fleiri en fimm í hverjum æfingahópi þá má hver og einn leikmaður ekki æfa lengur en í 75 mínútum. Það verður líka að fylgja öllum reglum um samskiptafjarlægð á þessum æfingum. Premier League plan to swoop on clubs training sessions with surprise inspections to make sure social distancing protocols are being adhered to https://t.co/cFnJPKSIXM— Dan Roan (@danroan) May 18, 2020 12. júní átti að vera dagurinn sem enska úrvalsdeildin fer aftur af stað en í grein breska ríkisútvarpsins er búist við því að því seinki eitthvað. „12. júní var viðmið en við vorum ekki búin að festa neinn upphafsdag. Við viljum samt auðvitað ekki vera að færa þetta til og frá. Það á eftir að fara fram umræða um þetta. Allt mun velta mikið á því hvenær liðin geta farið að æfa á fullu með eðlilegum hætti. Þangað til getum við ekki ákveðið neitt og að sjálfsögðu þurfum við að vera sveigjanleg,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin munu líka spila á fimm helgum í röð og svo fjórum sinnum líka í miðri viku til þess að ná að klára þær níu umferðir sem eru eftir af mótinu. Enska úrvalsdeildin myndi með því klárast í júlí en það má lítið út af bregða ef deildin á ekki að klárast í ágúst, mánuðinum þar sem næsta tímabil byrjar í venjulegu árferði.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira