Ríkið viðurkennir brot í málum Byko- og Húsasmiðjumanna og greiðir þeim 11 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2020 09:07 Þrír mannanna sem eiga hlut að máli voru starfsmenn Húsasmiðjunnar. Vísir/vilhelm Íslenska ríkið viðurkennir brot af sinni hálfu í málum sex starfsmanna Húsasmiðjunnar og Byko, ýmist fyrrverandi og núverandi, sem dæmdir voru í Hæstarétti árið 2016 fyrir þátt í ólöglegu verðsamráði fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í málum mannanna, þar sem sátt milli ríkisins og umræddra starfsmanna er staðfest. Dómarnir voru birtir á vef MDE í morgun og eru allir eins. Mennirnir sem eiga aðild að málunum eru Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, Kenneth Breiðfjörð, fyrrum vörustjóri timbursölu Húsasmiðjunnar, Leifur Örn Gunnarsson, fyrrum verslunarstjóri timbursölu Byko, Stefán Ingi Valsson, fyrrverandi sölustjóri fagsölusviðs Byko, Ragnar Már Amazeen, starfsmaður í timbursölu Byko, og Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko. Mannréttindadómstóllinn kvað upp dóm í máli sjöunda mannsins, Júlíusar Þórs Sigurðssonar, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, í fyrra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar við meðferð málsins í Hæstarétti. Með sáttinni við ríkið nú, sem barst MDE 18. mars síðastliðinn, viðurkennir ríkið, með vísan til dóms í máli Júlíusar, að réttur mannanna til réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti hafi verið brotinn á sínum tíma. Þeir fá jafnframt 12 þúsund evrur, tæpar tvær milljónir íslenskra króna, hver í sinn hlut en samþykkja að falla frá frekari kröfum á hendur ríkinu. Í dómi MDE segir að sáttin milli málsaðila sé staðfest. Ánægjulegt sé að sáttin sé byggð á virðingu fyrir mannréttindum og ekki þyki tilefni til að skoða málið frekar af hálfu dómsins. Tólf menn voru upphaflega ákærðir í málinu og ellefu þeirra sýknaðir í héraðsdómi árið 2015. Hæstiréttur sneri svo við dómi héraðsdóms ári síðar og sakfelldi átta af mönnunum fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Þeir voru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að Byko, Húsasmiðjan og Úlfurinn ættu í samkeppni. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna. Dómsmál Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Íslenska ríkið viðurkennir brot af sinni hálfu í málum sex starfsmanna Húsasmiðjunnar og Byko, ýmist fyrrverandi og núverandi, sem dæmdir voru í Hæstarétti árið 2016 fyrir þátt í ólöglegu verðsamráði fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í málum mannanna, þar sem sátt milli ríkisins og umræddra starfsmanna er staðfest. Dómarnir voru birtir á vef MDE í morgun og eru allir eins. Mennirnir sem eiga aðild að málunum eru Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, Kenneth Breiðfjörð, fyrrum vörustjóri timbursölu Húsasmiðjunnar, Leifur Örn Gunnarsson, fyrrum verslunarstjóri timbursölu Byko, Stefán Ingi Valsson, fyrrverandi sölustjóri fagsölusviðs Byko, Ragnar Már Amazeen, starfsmaður í timbursölu Byko, og Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko. Mannréttindadómstóllinn kvað upp dóm í máli sjöunda mannsins, Júlíusar Þórs Sigurðssonar, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, í fyrra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar við meðferð málsins í Hæstarétti. Með sáttinni við ríkið nú, sem barst MDE 18. mars síðastliðinn, viðurkennir ríkið, með vísan til dóms í máli Júlíusar, að réttur mannanna til réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti hafi verið brotinn á sínum tíma. Þeir fá jafnframt 12 þúsund evrur, tæpar tvær milljónir íslenskra króna, hver í sinn hlut en samþykkja að falla frá frekari kröfum á hendur ríkinu. Í dómi MDE segir að sáttin milli málsaðila sé staðfest. Ánægjulegt sé að sáttin sé byggð á virðingu fyrir mannréttindum og ekki þyki tilefni til að skoða málið frekar af hálfu dómsins. Tólf menn voru upphaflega ákærðir í málinu og ellefu þeirra sýknaðir í héraðsdómi árið 2015. Hæstiréttur sneri svo við dómi héraðsdóms ári síðar og sakfelldi átta af mönnunum fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Þeir voru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að Byko, Húsasmiðjan og Úlfurinn ættu í samkeppni. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna.
Dómsmál Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira