Nærmynd af Ragnari Bjarnasyni Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2020 12:28 Vilmælendur Íslands í dag lýsa Ragnari sem góðum og yndislegum manni. mynd/stöð 2 Á föstudaginn var einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Ragnar Bjarnason eða Raggi Bjarna, borinn til grafar í kyrrþey. Ísland í dag bað samferðafólk hans að rifja upp sögur af þessum vinsæla skemmtikrafti og lýsa fyrir okkur hvernig vinur Raggi Bjarna var. „Hann var bara eins og ljósviti sem lýsti upp alla þjóðina. Það geislaði góðmennskan,“ segir Ómar Ragnarsson, vinur Ragga til margra ára. „Honum var svo umhugað um þína líðan og hvernig þér leið og hafði raunverulegan áhuga á þér,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld sem vann nokkuð mikið með Ragnari. „Ef maður myndi sletta dönsku þá var hann svona lige glad enda hafði hann gaman af því að leika danskan búfræðing í sumargleðinni og fór með alla dönsku frasana. Hann var mjög skemmtilegur maður og einlægur og var ekkert að gera vesen úr smáatriðum,“ segir söngkonan Þuríður Sigurðardóttir. „Hann var mikill mannþekkjari og enginn las salinn betur,“ segir stórvinur Ragnars Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður. Raggi Bjarna fæddist í Reykjavík árið 1934. Hann var af miklu tónlistarfólki kominn, var sonur hljómsveitarstjórans Bjarna Böðvarssonar og dægurlagasöngkonunnar Láru Magnúsdóttur. Því má segja má að tónlistaráhuginn hafi verið honum í blóð borinn, en ferill Ragnars hófst þó ekki við hljóðnemann, heldur fyrir aftan trommusettið í hljómsveit föður síns þegar Raggi var 13 ára. Mikil félagsvera Ferill hans spannaði því rúma sjö áratugi eða eins og Ólafur Ragnar Grímsson orðaði það: „Söngur þinn er jafnvel eldri en lýðveldið sjálft.“ Ragnar var hluti af Sumargleðinni sem lifði í fimmtán ár en þar komu Raggi Bjarna og Ómar Ragnarsson fram ásamt hinum ýmsu listamönnum. Má þar nefna Þorgeir Ástvaldsson, Diddú, Magnús Ólafsson, bræðurna Halla og Ladda, Bessa Bjarnason og Þuríði Sigurðardóttur sem segir Ragga hafa notið sín mjög að koma fram á sviði víða um land á þessum tíma. „Hann hafði bara svo gaman að því að skemmta fólki og vera með fólki. Hann var mjög mikil félagsvera og það fór ekkert á milli mála, hann skemmti sér oft best af öllum,“ segir Þuríður. Alls gaf Ragnar út níu plötur frá 2004 til 2014 og hélt tónleika víða um land. Þorgeir segir að endurkoman hafi í raun hafist í 70 ára afmæli Ragga. „Þetta var rosaleg skemmtun. Prógrammið fór allt úr böndunum en það var bara betra og stóðu tónleikar yfir í fjóra klukkutíma,“ segir Þorgeir. Allir viðmælendur Íslands í dag eru sammála um að Raggi hafi verið ljúfur og góður maður, vinur í raun en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Kári og Eva eru hjón Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Sjá meira
Á föstudaginn var einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Ragnar Bjarnason eða Raggi Bjarna, borinn til grafar í kyrrþey. Ísland í dag bað samferðafólk hans að rifja upp sögur af þessum vinsæla skemmtikrafti og lýsa fyrir okkur hvernig vinur Raggi Bjarna var. „Hann var bara eins og ljósviti sem lýsti upp alla þjóðina. Það geislaði góðmennskan,“ segir Ómar Ragnarsson, vinur Ragga til margra ára. „Honum var svo umhugað um þína líðan og hvernig þér leið og hafði raunverulegan áhuga á þér,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld sem vann nokkuð mikið með Ragnari. „Ef maður myndi sletta dönsku þá var hann svona lige glad enda hafði hann gaman af því að leika danskan búfræðing í sumargleðinni og fór með alla dönsku frasana. Hann var mjög skemmtilegur maður og einlægur og var ekkert að gera vesen úr smáatriðum,“ segir söngkonan Þuríður Sigurðardóttir. „Hann var mikill mannþekkjari og enginn las salinn betur,“ segir stórvinur Ragnars Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður. Raggi Bjarna fæddist í Reykjavík árið 1934. Hann var af miklu tónlistarfólki kominn, var sonur hljómsveitarstjórans Bjarna Böðvarssonar og dægurlagasöngkonunnar Láru Magnúsdóttur. Því má segja má að tónlistaráhuginn hafi verið honum í blóð borinn, en ferill Ragnars hófst þó ekki við hljóðnemann, heldur fyrir aftan trommusettið í hljómsveit föður síns þegar Raggi var 13 ára. Mikil félagsvera Ferill hans spannaði því rúma sjö áratugi eða eins og Ólafur Ragnar Grímsson orðaði það: „Söngur þinn er jafnvel eldri en lýðveldið sjálft.“ Ragnar var hluti af Sumargleðinni sem lifði í fimmtán ár en þar komu Raggi Bjarna og Ómar Ragnarsson fram ásamt hinum ýmsu listamönnum. Má þar nefna Þorgeir Ástvaldsson, Diddú, Magnús Ólafsson, bræðurna Halla og Ladda, Bessa Bjarnason og Þuríði Sigurðardóttur sem segir Ragga hafa notið sín mjög að koma fram á sviði víða um land á þessum tíma. „Hann hafði bara svo gaman að því að skemmta fólki og vera með fólki. Hann var mjög mikil félagsvera og það fór ekkert á milli mála, hann skemmti sér oft best af öllum,“ segir Þuríður. Alls gaf Ragnar út níu plötur frá 2004 til 2014 og hélt tónleika víða um land. Þorgeir segir að endurkoman hafi í raun hafist í 70 ára afmæli Ragga. „Þetta var rosaleg skemmtun. Prógrammið fór allt úr böndunum en það var bara betra og stóðu tónleikar yfir í fjóra klukkutíma,“ segir Þorgeir. Allir viðmælendur Íslands í dag eru sammála um að Raggi hafi verið ljúfur og góður maður, vinur í raun en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Kári og Eva eru hjón Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Sjá meira