Einhverf og synjað um skólavist Valgerður Sigurðardóttir skrifar 19. maí 2020 11:30 Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. Börnin eru í sínu umhverfi, með sama starfsfólkið í kringum sig alla virka daga, allan ársins hring. Þetta öryggi og þessi rútína í daglegu lífi er nauðsynleg fyrir sum fötluð börn til að þau nái að þroskast og dafna. Arnarskóli er eini skólinn á landinu sem veitir slíka þjónustu. Reykjavíkurborg synjar börnum Arnarskóli hefur verið starfræktur í tvö ár og hefur því ekki verið framkvæmt ytra mat á starfsemi skólans. Enda fer slíkt mat aldrei fram fyrr en á fjórða starfsári. Í dag eru fjögur Reykvísk börn í Arnarskóla og fleiri sem hafa sótt um skólavist þar. Reykjavíkurborg hefur nú verið að synja þessum börnum um skólavist þrátt fyrir það að foreldrar og sérfræðingar telja að hagsmunum barnanna sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Reykjavíkurborg ber fyrir sig að ytra mat hafi ekki farið fram og því sé hægt að synja þeim umsóknum sem berast um skólavist í Arnarskóla. Sú krafa að ytra mat fari fram áður en fleiri nemendur verði sendir í Arnarskóla er án fordæma, óraunhæf og verulega íþyngjandi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Önnur sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið að setja þetta fyrir sig og nemendur þaðan fá vist í Arnarskóla. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem þessi börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra þessara barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Þau sérfræðiteymi sem halda utan um þessi börn telja að skólavist í Arnarskóla sé það besta fyrir þau. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um skólavist, neita þeim um skólavist í þeim skóla sem allir telja að henti þeim best. Nú þegar eru Reykvískir nemendur í skólanum og því er hér verið að mismuna börnum með sérþarfir. Sjálfstæðismenn í skóla- og frístundaráði lögðu til 28. apríl að samningar við Arnarskóla verði endurskoðaðir og þeim börnum sem hafi sótt um skólavist í Arnarskóla fá að stunda þar nám. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í Arnarskóla. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Kópavogur Reykjavík Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. Börnin eru í sínu umhverfi, með sama starfsfólkið í kringum sig alla virka daga, allan ársins hring. Þetta öryggi og þessi rútína í daglegu lífi er nauðsynleg fyrir sum fötluð börn til að þau nái að þroskast og dafna. Arnarskóli er eini skólinn á landinu sem veitir slíka þjónustu. Reykjavíkurborg synjar börnum Arnarskóli hefur verið starfræktur í tvö ár og hefur því ekki verið framkvæmt ytra mat á starfsemi skólans. Enda fer slíkt mat aldrei fram fyrr en á fjórða starfsári. Í dag eru fjögur Reykvísk börn í Arnarskóla og fleiri sem hafa sótt um skólavist þar. Reykjavíkurborg hefur nú verið að synja þessum börnum um skólavist þrátt fyrir það að foreldrar og sérfræðingar telja að hagsmunum barnanna sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Reykjavíkurborg ber fyrir sig að ytra mat hafi ekki farið fram og því sé hægt að synja þeim umsóknum sem berast um skólavist í Arnarskóla. Sú krafa að ytra mat fari fram áður en fleiri nemendur verði sendir í Arnarskóla er án fordæma, óraunhæf og verulega íþyngjandi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Önnur sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið að setja þetta fyrir sig og nemendur þaðan fá vist í Arnarskóla. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem þessi börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra þessara barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Þau sérfræðiteymi sem halda utan um þessi börn telja að skólavist í Arnarskóla sé það besta fyrir þau. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um skólavist, neita þeim um skólavist í þeim skóla sem allir telja að henti þeim best. Nú þegar eru Reykvískir nemendur í skólanum og því er hér verið að mismuna börnum með sérþarfir. Sjálfstæðismenn í skóla- og frístundaráði lögðu til 28. apríl að samningar við Arnarskóla verði endurskoðaðir og þeim börnum sem hafi sótt um skólavist í Arnarskóla fá að stunda þar nám. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í Arnarskóla. Höfundur er borgarfulltrúi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun