Einhverf og synjað um skólavist Valgerður Sigurðardóttir skrifar 19. maí 2020 11:30 Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. Börnin eru í sínu umhverfi, með sama starfsfólkið í kringum sig alla virka daga, allan ársins hring. Þetta öryggi og þessi rútína í daglegu lífi er nauðsynleg fyrir sum fötluð börn til að þau nái að þroskast og dafna. Arnarskóli er eini skólinn á landinu sem veitir slíka þjónustu. Reykjavíkurborg synjar börnum Arnarskóli hefur verið starfræktur í tvö ár og hefur því ekki verið framkvæmt ytra mat á starfsemi skólans. Enda fer slíkt mat aldrei fram fyrr en á fjórða starfsári. Í dag eru fjögur Reykvísk börn í Arnarskóla og fleiri sem hafa sótt um skólavist þar. Reykjavíkurborg hefur nú verið að synja þessum börnum um skólavist þrátt fyrir það að foreldrar og sérfræðingar telja að hagsmunum barnanna sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Reykjavíkurborg ber fyrir sig að ytra mat hafi ekki farið fram og því sé hægt að synja þeim umsóknum sem berast um skólavist í Arnarskóla. Sú krafa að ytra mat fari fram áður en fleiri nemendur verði sendir í Arnarskóla er án fordæma, óraunhæf og verulega íþyngjandi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Önnur sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið að setja þetta fyrir sig og nemendur þaðan fá vist í Arnarskóla. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem þessi börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra þessara barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Þau sérfræðiteymi sem halda utan um þessi börn telja að skólavist í Arnarskóla sé það besta fyrir þau. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um skólavist, neita þeim um skólavist í þeim skóla sem allir telja að henti þeim best. Nú þegar eru Reykvískir nemendur í skólanum og því er hér verið að mismuna börnum með sérþarfir. Sjálfstæðismenn í skóla- og frístundaráði lögðu til 28. apríl að samningar við Arnarskóla verði endurskoðaðir og þeim börnum sem hafi sótt um skólavist í Arnarskóla fá að stunda þar nám. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í Arnarskóla. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Kópavogur Reykjavík Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. Börnin eru í sínu umhverfi, með sama starfsfólkið í kringum sig alla virka daga, allan ársins hring. Þetta öryggi og þessi rútína í daglegu lífi er nauðsynleg fyrir sum fötluð börn til að þau nái að þroskast og dafna. Arnarskóli er eini skólinn á landinu sem veitir slíka þjónustu. Reykjavíkurborg synjar börnum Arnarskóli hefur verið starfræktur í tvö ár og hefur því ekki verið framkvæmt ytra mat á starfsemi skólans. Enda fer slíkt mat aldrei fram fyrr en á fjórða starfsári. Í dag eru fjögur Reykvísk börn í Arnarskóla og fleiri sem hafa sótt um skólavist þar. Reykjavíkurborg hefur nú verið að synja þessum börnum um skólavist þrátt fyrir það að foreldrar og sérfræðingar telja að hagsmunum barnanna sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Reykjavíkurborg ber fyrir sig að ytra mat hafi ekki farið fram og því sé hægt að synja þeim umsóknum sem berast um skólavist í Arnarskóla. Sú krafa að ytra mat fari fram áður en fleiri nemendur verði sendir í Arnarskóla er án fordæma, óraunhæf og verulega íþyngjandi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Önnur sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið að setja þetta fyrir sig og nemendur þaðan fá vist í Arnarskóla. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem þessi börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra þessara barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að veita þeim skólavist í Arnarskóla. Þau sérfræðiteymi sem halda utan um þessi börn telja að skólavist í Arnarskóla sé það besta fyrir þau. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um skólavist, neita þeim um skólavist í þeim skóla sem allir telja að henti þeim best. Nú þegar eru Reykvískir nemendur í skólanum og því er hér verið að mismuna börnum með sérþarfir. Sjálfstæðismenn í skóla- og frístundaráði lögðu til 28. apríl að samningar við Arnarskóla verði endurskoðaðir og þeim börnum sem hafi sótt um skólavist í Arnarskóla fá að stunda þar nám. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í Arnarskóla. Höfundur er borgarfulltrúi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun