Heltist úr lestinni og lýsir yfir stuðningi við Guðmund Franklín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2020 12:28 Kristján Örn, til hægri í efri röð, er hættur við framboð. Magnús Ingibergur, til vinstri í efri röð, sem er sömuleiðis hættur að safna undirskriftum. Kristján Örn Elíasson, sem hafði boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands, hefur ákveðið að hætta við framboðið. Hann segist í stuttri yfirlýsingu styðja framboð Guðmundar Franklíns Jónssonar. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í þessari vegferð og segi við þá að spillingin hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins og löggæslu á Íslandi verður tekin hálstaki og snúin niður á öðrum vettvangi,“ segir Kristján. Orðalag Kristjáns Arnar um hvernig breytingunum á að koma fram vekur athygli en Kristján hlaut dóm í héraði fyrir að hafa snúið niður öryggisvörð í Landsbankanum árið 2017 þar sem hann krafðist þess að fá að ræða við Landsbankastjórann. Málið býður áfrýjunar í Landsrétti. Kristján Örn er sextugur markaðsfræðingur og alþjóðlegur skákdómari. Hann tilgreindi óánægju með stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið sem aðalástæðu framboðsins. Hann taldi sig þó hafa farið of seint af stað í undirskriftasöfnunina. Hann var ánægður með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en sagðist í viðtali við Fréttablaðið á dögunum ekki sjá Guðna Th. Jóhannesson beita 26. greininni eins og Ólafur Ragnar hafi gert þegar til þurfti. Magnús Ingibergur Jónsson hafði sömuleiðis tilkynnt að hann væri hættur við framboð. Fjórir eru að safna undirskriftum þegar þetta er skrifað; Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, hefur náð tilskyldum fjölda undirskrifta. Guðni og Guðmundur hafa skilað inn undirskriftarlistum í Suðvesturkjördæmi en hægt verður að skila listum í öðrum kjördæmum í vikunni. Frestur til að skila inn framboði er til 23. maí. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Kristján Örn Elíasson, sem hafði boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands, hefur ákveðið að hætta við framboðið. Hann segist í stuttri yfirlýsingu styðja framboð Guðmundar Franklíns Jónssonar. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í þessari vegferð og segi við þá að spillingin hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins og löggæslu á Íslandi verður tekin hálstaki og snúin niður á öðrum vettvangi,“ segir Kristján. Orðalag Kristjáns Arnar um hvernig breytingunum á að koma fram vekur athygli en Kristján hlaut dóm í héraði fyrir að hafa snúið niður öryggisvörð í Landsbankanum árið 2017 þar sem hann krafðist þess að fá að ræða við Landsbankastjórann. Málið býður áfrýjunar í Landsrétti. Kristján Örn er sextugur markaðsfræðingur og alþjóðlegur skákdómari. Hann tilgreindi óánægju með stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið sem aðalástæðu framboðsins. Hann taldi sig þó hafa farið of seint af stað í undirskriftasöfnunina. Hann var ánægður með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en sagðist í viðtali við Fréttablaðið á dögunum ekki sjá Guðna Th. Jóhannesson beita 26. greininni eins og Ólafur Ragnar hafi gert þegar til þurfti. Magnús Ingibergur Jónsson hafði sömuleiðis tilkynnt að hann væri hættur við framboð. Fjórir eru að safna undirskriftum þegar þetta er skrifað; Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, hefur náð tilskyldum fjölda undirskrifta. Guðni og Guðmundur hafa skilað inn undirskriftarlistum í Suðvesturkjördæmi en hægt verður að skila listum í öðrum kjördæmum í vikunni. Frestur til að skila inn framboði er til 23. maí.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira