Rúnar Júlíusson var einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar en hann var ekki bara lunkinn tónlistarmaður því í fótbolta var hann einni öflugur og varð meðal annars Íslandsmeistari með Keflavík árið 1964.
Rúnar var hins vegar byrjaður að ryðja sér til rúms í tónlistinni þetta árið og missti af lokaleiknum í Íslandsmótinu það árið því hann var að troða upp. Keflavík hafði fyrir lokaumferðina tryggt sér gullið og Rúnar tók því tónlistina fram yfir lokaumferðina en hann missti því af verðlaunaafhendingunni.
Þorsteinn Gunnarsson, þáverandi fréttamaður á Stöð 2, hitti Rúnar vorið 2001 en þá hafði hann skömmu áður loksins fengið gullpeninginn sinn, þá 37 árum eftir upprunalega titilinn. Gullmoli Sportsins í dag var viðtal Þorsteins við Rúnar í Reykjaneshöllinni þar sem þeir fóru meðal annars yfir fótboltaferilinn.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.