Yfirmaður mannaðra geimferða NASA hættir vegna „mistaka“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2020 22:30 Í bréfi sem sent var á starfsmenn NASA í dag sagði Douglas Loverro að hann væri að hætta vegna „mistaka“ sem hann hafi gert. Vísir/Getty Yfirmaður mannaðra geimferða hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði af sér í dag. Rétt rúm vika er þar til NASA ætlar að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Í bréfi sem sent var á starfsmenn NASA í dag sagði Douglas Loverro að hann væri að hætta vegna „mistaka“ sem hann hafi gert. Loverro hafði sinnt stöðu sinni í einungis sjö mánuði eftir að forveri hans var lækkaður í tign og yfirgaf stofnunina. Áður hafði Loverro starfað hjá National Reconnaissance Office, sem byggir hernaðargervihnetti, í áratugi. Samkvæmt frétt Politico skrifaði Loverro í áðurnefnt bréf að hann viti til þess að leiðtogar þurfi af og til að taka áhættu. Þær ákvarðandir geti þó komið niður á þeim. „Ég tók slíka ákvörðun fyrr á árinu því ég taldi það nauðsynlegt til að ná markmiði okkar,“ skrifaði hann. „Núna, eftir smá tíma, er ljóst að ég gerði mistök og þarf að bera ábyrgð á gjörðum mínum.“ Í samtali við blaðamenn Politico, neitaði Loverro að útskýra nánar hvaða „mistök“ hann væri að tala um. Hann sagði afsögn sína þó ekki tengjast einhvers konar deilum við Jim Bridenstine, yfirmann NASA, eða geimskotinu í næstu viku. Meðal annars var Loverro yfir þróunarverkefnum SpaceX og Boeing varðandi mannaðar geimferðir og var hann einnig yfir Artemis-verkefninu, sem snýr að því að lenda mönnum á tunglinu á árinu 2024. Loverro átti að stýra nefndarfundi á fimmtudaginn þar sem ákveða ætti hvort að Crew Dragon geimfar SpaceX væri tilbúið í mannaðar geimferðir. Ákvörðunin hefði þó að endingu verið hans að taka. ARS Technica segir yfirlýsinguna hafa komið starfsmönnum NASA verulega á óvart. Loverro hafi verið vinsæll meðal þeirra þrátt fyrir að hafa verið í starfinu í skamman tíma. Forsvarsmenn NASA segjast ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að Loverro hafi ákveðið að segja af sér. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að störf Loverro hafi hjálpað verulega við Artemis-áætlunina. Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Yfirmaður mannaðra geimferða hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði af sér í dag. Rétt rúm vika er þar til NASA ætlar að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Í bréfi sem sent var á starfsmenn NASA í dag sagði Douglas Loverro að hann væri að hætta vegna „mistaka“ sem hann hafi gert. Loverro hafði sinnt stöðu sinni í einungis sjö mánuði eftir að forveri hans var lækkaður í tign og yfirgaf stofnunina. Áður hafði Loverro starfað hjá National Reconnaissance Office, sem byggir hernaðargervihnetti, í áratugi. Samkvæmt frétt Politico skrifaði Loverro í áðurnefnt bréf að hann viti til þess að leiðtogar þurfi af og til að taka áhættu. Þær ákvarðandir geti þó komið niður á þeim. „Ég tók slíka ákvörðun fyrr á árinu því ég taldi það nauðsynlegt til að ná markmiði okkar,“ skrifaði hann. „Núna, eftir smá tíma, er ljóst að ég gerði mistök og þarf að bera ábyrgð á gjörðum mínum.“ Í samtali við blaðamenn Politico, neitaði Loverro að útskýra nánar hvaða „mistök“ hann væri að tala um. Hann sagði afsögn sína þó ekki tengjast einhvers konar deilum við Jim Bridenstine, yfirmann NASA, eða geimskotinu í næstu viku. Meðal annars var Loverro yfir þróunarverkefnum SpaceX og Boeing varðandi mannaðar geimferðir og var hann einnig yfir Artemis-verkefninu, sem snýr að því að lenda mönnum á tunglinu á árinu 2024. Loverro átti að stýra nefndarfundi á fimmtudaginn þar sem ákveða ætti hvort að Crew Dragon geimfar SpaceX væri tilbúið í mannaðar geimferðir. Ákvörðunin hefði þó að endingu verið hans að taka. ARS Technica segir yfirlýsinguna hafa komið starfsmönnum NASA verulega á óvart. Loverro hafi verið vinsæll meðal þeirra þrátt fyrir að hafa verið í starfinu í skamman tíma. Forsvarsmenn NASA segjast ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að Loverro hafi ákveðið að segja af sér. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að störf Loverro hafi hjálpað verulega við Artemis-áætlunina.
Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira