Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2020 22:30 William Barr (t.h.) hefur verið tryggur Trump forseta. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. Roger Stone, sem hefur verið innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum um áratugaskeið, er vinur Trump forseta og var óformlegur ráðgjafi forsetaframboðs hans árið 2016. Hann var sakfelldur af kviðdómi fyrir að ógna vitni, ljúga að Bandaríkjaþingi og að hindra framgang réttvísinnar í nóvember.Saksóknarar í máli hans kröfðust sjö til níu ára fangelsisvistar yfir Stone á mánudag. Sú krafa reitti Trump forseta til reiði sem tísti um hversu „hræðileg“ og „ósanngjörn“ meðferðin á vini hans væri í gær.Sjá einnig: Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginuSkömmu síðar tilkynnti dómsmálaráðuneytið um að það ætlaði að milda refsikröfuna yfir Stone.Allir saksóknararnir fjórir sem fóru með málið sögðu sig skyndilega frá því í gærog einn þeirra sagði alfarið af sér. Roger Stone, fyrir miðju.getty/Chip Somodevilla Demókratar á þingi hafa gagnrýnt þessa ákvörðun dómsmálaráðuneytisins harðlega og hafa þeir varað við því að réttarríkinu sé ógnað með þessu inngripi ráðuneytsins. Barr mun mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjanþings þann 31. mars næstkomandi þar sem hann má búast við því að verða spurður spjörunum úr út í málið. Ákvörðunin um að breyta kröfunni um refsingu yfir Stone eftir að hún var lögð fram þykir afar óvanaleg og hefur hún vakið upp háværar umræður um að ráðuneytið, sem á að vera óháð frá öðrum öngum framkvæmdavaldsins, hafi látið stjórnast af pólitískum duttlungum Trump forseta. Talsmaður ráðuneytisins fullyrti í gær að Hvíta húsið hefði ekki haft samband við ráðuneytið á mánudag eða þriðjudag um mál Stone. Ákvörðunin um að krefjast mildari refsingar hafi verið tekin áður en Trump tísti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. 16. nóvember 2019 13:37 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. Roger Stone, sem hefur verið innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum um áratugaskeið, er vinur Trump forseta og var óformlegur ráðgjafi forsetaframboðs hans árið 2016. Hann var sakfelldur af kviðdómi fyrir að ógna vitni, ljúga að Bandaríkjaþingi og að hindra framgang réttvísinnar í nóvember.Saksóknarar í máli hans kröfðust sjö til níu ára fangelsisvistar yfir Stone á mánudag. Sú krafa reitti Trump forseta til reiði sem tísti um hversu „hræðileg“ og „ósanngjörn“ meðferðin á vini hans væri í gær.Sjá einnig: Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginuSkömmu síðar tilkynnti dómsmálaráðuneytið um að það ætlaði að milda refsikröfuna yfir Stone.Allir saksóknararnir fjórir sem fóru með málið sögðu sig skyndilega frá því í gærog einn þeirra sagði alfarið af sér. Roger Stone, fyrir miðju.getty/Chip Somodevilla Demókratar á þingi hafa gagnrýnt þessa ákvörðun dómsmálaráðuneytisins harðlega og hafa þeir varað við því að réttarríkinu sé ógnað með þessu inngripi ráðuneytsins. Barr mun mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjanþings þann 31. mars næstkomandi þar sem hann má búast við því að verða spurður spjörunum úr út í málið. Ákvörðunin um að breyta kröfunni um refsingu yfir Stone eftir að hún var lögð fram þykir afar óvanaleg og hefur hún vakið upp háværar umræður um að ráðuneytið, sem á að vera óháð frá öðrum öngum framkvæmdavaldsins, hafi látið stjórnast af pólitískum duttlungum Trump forseta. Talsmaður ráðuneytisins fullyrti í gær að Hvíta húsið hefði ekki haft samband við ráðuneytið á mánudag eða þriðjudag um mál Stone. Ákvörðunin um að krefjast mildari refsingar hafi verið tekin áður en Trump tísti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. 16. nóvember 2019 13:37 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. 16. nóvember 2019 13:37
Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56