Sport

Ólympíu- og heimsmeistari fékk hjartaáfall í leik í NHL-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jay Bouwmeester er hér í miðjunni og með Ólympíugullið um hálsinn frá því á leikunum í Sotsjí 2014.
Jay Bouwmeester er hér í miðjunni og með Ólympíugullið um hálsinn frá því á leikunum í Sotsjí 2014. Getty/Bruce Bennett



Leik St. Louis Blues og Anaheim Ducks í NFL-deildinni í íshokkí í nótt var aflýst af eftir að Jay Bouwmeester, leikmaður Blues, fékk hjartaáfall á bekknum.

Jay Bouwmeester hneig niður á varamannbekknum í einu auglýsingahléinu og liðfélagar hans voru fljótir að biðja um aðstoð. Sjúkraflutningamenn komu seinna á staðinn og hlúðu að honum áður en hann var fluttur á sjúkrahús.

Það tókst að koma hjarta Bouwmeester aftur af stað með hjartahnoði og hjartastuðtæki. Bouwmeester var með meðvitund þegar hann var fluttur í burtu á sjúkrahúsið. Það eru góðar fréttir en fór síðan í nákvæma skoðun á spítalanum.



Jay Bouwmeester er 36 ára gamall og gríðarlega reyndur og sigursæll leikmaður. Hann hefur orðið tvisvar sinnum heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari með kandadíska landsliðinu og varð NFL-meistari með St. Louis Blues liðinu á síðasta ári.

Jay Bouwmeester varð um leið 29. meðlimurinn í þrennu klúbbnum, það er íshokkímenn sem hafa unnið ÓL, HM og Stanley bikarinn.

Bouwmeester er líka algjör járnmaður því hann setti met í NHL-deildinni fyrir varnarmann þegar hann náði að leika 737 leiki í röð frá 2004 til 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×