Húsdýragarðurinn fær leyfi til að flytja inn fimm kyrkislöngur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 07:45 Kyrkislangan sem um ræðir er af tegundinni Python regius. vísir/getty Umhverfisstofnun hefur veitt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum leyfi til þess að flytja inn fimm kyrkislöngur sem sýna á í garðinum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að í umfjöllun Umhverfisstofnunar var leitað umsagnar hjá sérfræðinganefnd um framandi lífverur. Erlendur sérfræðingur var einnig fenginn til þess að vinna áhættumat. Var niðurstaða áhættumatsins sú að útilokað sé að umrædd tegund kyrkislanga (Python regius) geti lifað af við náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Slangan, sem á uppruna sinn í Vestur-Afríku, getur ekki verið í loftslagi þar sem hitinn er minni en 21 gráða og þá þarf raki að vera að minnsta kosti 50%. Hún myndi því deyja ef hún slyppi úr Húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, verkefnastjóri hjá garðinum, segir í samtali við Morgunblaðið að kyrkislöngur hafi fyrst verið fluttar inn fyrir garðinn árið 2008. Kyrkislöngurnar sem komu þá hafi hins vegar reynst sýktar og því hafi innflutningur fallið um sjálfan sig. Síðan þá hafi alltaf verið á dagskránni að reyna aftur en önnur slanga sem flutt var inn á þessum tíma er enn til sýnis í garðinum. Að sögn Þorkels tekur langan tíma að flytja inn kyrkislöngur og ekki liggi fyrir hvenær farið verði af stað með verkefnið. „Píþonslöngur eru víða not-aðar við kennslu. Þær þykja þægi-legar, bæði rólegar og vel skapifarnar. Við erum ekkert að flýtaokkur en það kemur að því aðendurnýja í skriðdýrunum,“ segir Þorkell í samtali við Morgunblaðið. Dýr Reykjavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur veitt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum leyfi til þess að flytja inn fimm kyrkislöngur sem sýna á í garðinum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að í umfjöllun Umhverfisstofnunar var leitað umsagnar hjá sérfræðinganefnd um framandi lífverur. Erlendur sérfræðingur var einnig fenginn til þess að vinna áhættumat. Var niðurstaða áhættumatsins sú að útilokað sé að umrædd tegund kyrkislanga (Python regius) geti lifað af við náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Slangan, sem á uppruna sinn í Vestur-Afríku, getur ekki verið í loftslagi þar sem hitinn er minni en 21 gráða og þá þarf raki að vera að minnsta kosti 50%. Hún myndi því deyja ef hún slyppi úr Húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, verkefnastjóri hjá garðinum, segir í samtali við Morgunblaðið að kyrkislöngur hafi fyrst verið fluttar inn fyrir garðinn árið 2008. Kyrkislöngurnar sem komu þá hafi hins vegar reynst sýktar og því hafi innflutningur fallið um sjálfan sig. Síðan þá hafi alltaf verið á dagskránni að reyna aftur en önnur slanga sem flutt var inn á þessum tíma er enn til sýnis í garðinum. Að sögn Þorkels tekur langan tíma að flytja inn kyrkislöngur og ekki liggi fyrir hvenær farið verði af stað með verkefnið. „Píþonslöngur eru víða not-aðar við kennslu. Þær þykja þægi-legar, bæði rólegar og vel skapifarnar. Við erum ekkert að flýtaokkur en það kemur að því aðendurnýja í skriðdýrunum,“ segir Þorkell í samtali við Morgunblaðið.
Dýr Reykjavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira