Sport

Í beinni í dag: Stórveldin mætast í Lengjubikarnum

Sindri Sverrisson skrifar
KR vann bæði Lengjubikarinn og Íslandsmótið á síðustu leiktíð.
KR vann bæði Lengjubikarinn og Íslandsmótið á síðustu leiktíð. vísir/daníel

Það verður fótbolti og golf í boði í beinni útsendingu á íþróttarásum Stöðvar 2 í kvöld.

Stórveldin tvö, ÍA og KR, mætast í Lengjubikar karla. Liðin mættust í úrslitaleik keppninnar í fyrra þar sem KR vann 2:1-sigur. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA sagði eftir þann leik að ÍA „hlyti að vera að gera eitthvað rétt fyrst að KR reyndi ekki einu sinni að spila fótbolta.“

ÍA og KR eru nú að hefja keppni í 1. riðli A-deildar þar sem þau spila ásamt Breiðabliki, Aftureldingu, Leikni Reykjavík og Leikni Fáskrúðsfirði. Einum leik er lokið í riðlinum en Breiðablik vann Leikni R. á föstudag, 3:1.

KR hefur unnið deildabikar karla oftast allra félaga eða átta sinnum og ÍA er ásamt Val í 3. sæti eftir að hafa unnið þrjá titla.

Í nótt verður svo sýnt frá Opna ástralska mótinu í golfi kvenna sem er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Beinar útsendingar dagsins:

19:50 ÍA - KR, Stöð 2 Sport

02:00 LPGA-mótaröðin, Stöð 2 Golf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×