Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 14:15 Fimmtudagurinn 16. janúar 2020 er tileinkaður Örlygi Aroni Sturlusyni. Mynd7S2 Sport Í tilefni af þætti Domino´s Körfuboltakvölds „Í minningu Ölla“ voru nokkrir kunnir kappar fengnir til að segja frá Örlygi Aroni Sturlusyni og þeir fóru meðal annars yfir það hvernig leikmaður hann var. Á morgun, fimmtudaginn 16. janúar, verða tuttugu ár liðin frá því að körfuboltamaðurinn Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum. Stöð 2 Sport um tjalda öllu til þennan daginn því kl. 18.10 verður sýnd viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur frá árinu 1999 og kl. 19.40 verður Domino´s Körfuboltakvöld með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni Örlygur Aron Sturluson var í aðalhlutverki með toppliði Njarðvíkur í úrslitadeild karla og var búinn að vinna sér sæti í íslenska A-landsliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Njarðvík þá var Örlygur Aron Sturluson með 13,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins. Örlygur Aron hafði þá bæði farið á kostum í úrslitakeppni þegar Njarðvík vann Íslandsmeistaratitilinn 1998 og átti líka að baki eitt tímabil með Charlotte Christian School í bandaríska high school körfuboltanum. Í þriðja síðasta leik sínum með Njarðvík var Örlygur Aron með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriggja stiga sigri á nágrönnunum í Keflavík. Hann hafði áður náð þrennu í sigri á Snæfelli í nóvember (18 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar). Hér fyrir neðan má sjá Hlyn Bæringsson, Benedikt Guðmundsson, Hermann Hauksson, Helga Má Magnússon, Jón Arnór Stefánsson, Örvar Þór Kristjánsson, Páll Kristinsson, Friðrik Ragnarsson, Sævar Sævarsson, Sæmundur Oddsson og Einar Árni Jóhannsson lýsa því hvernig leikmaður Örlygur Aron Sturluson var. Á milli má sjá svipmyndir af Örlygi inn á vellinum. Klippa: Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Körfuboltastórveldin Njarðvík og Keflavík munu mætast strax á eftir „Í minningu Ölla“ en leikurinn fer fram í Njarðtaksgryfjunni og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Að leik loknum eða kl. 22.15 mun Stöð 2 Sport svo sýna heimildarmyndina „Ölli“ eftir Garðar Örn Arnarson. Reykjanesbær iðar við hverja innansveitarkrónikuna enda leikirnir alltaf eitt mesta afbragð íslensks körfubolta. Ekki láta þig vanta í Gryfjuna fimmtudaginn 16. janúar og þeir sem eiga ekki heimangengt fylgjast auðvitað með gangi mála á Stöð 2 Sport. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090. Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma. Dominos-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Sjá meira
Í tilefni af þætti Domino´s Körfuboltakvölds „Í minningu Ölla“ voru nokkrir kunnir kappar fengnir til að segja frá Örlygi Aroni Sturlusyni og þeir fóru meðal annars yfir það hvernig leikmaður hann var. Á morgun, fimmtudaginn 16. janúar, verða tuttugu ár liðin frá því að körfuboltamaðurinn Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum. Stöð 2 Sport um tjalda öllu til þennan daginn því kl. 18.10 verður sýnd viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur frá árinu 1999 og kl. 19.40 verður Domino´s Körfuboltakvöld með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni Örlygur Aron Sturluson var í aðalhlutverki með toppliði Njarðvíkur í úrslitadeild karla og var búinn að vinna sér sæti í íslenska A-landsliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Njarðvík þá var Örlygur Aron Sturluson með 13,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins. Örlygur Aron hafði þá bæði farið á kostum í úrslitakeppni þegar Njarðvík vann Íslandsmeistaratitilinn 1998 og átti líka að baki eitt tímabil með Charlotte Christian School í bandaríska high school körfuboltanum. Í þriðja síðasta leik sínum með Njarðvík var Örlygur Aron með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriggja stiga sigri á nágrönnunum í Keflavík. Hann hafði áður náð þrennu í sigri á Snæfelli í nóvember (18 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar). Hér fyrir neðan má sjá Hlyn Bæringsson, Benedikt Guðmundsson, Hermann Hauksson, Helga Má Magnússon, Jón Arnór Stefánsson, Örvar Þór Kristjánsson, Páll Kristinsson, Friðrik Ragnarsson, Sævar Sævarsson, Sæmundur Oddsson og Einar Árni Jóhannsson lýsa því hvernig leikmaður Örlygur Aron Sturluson var. Á milli má sjá svipmyndir af Örlygi inn á vellinum. Klippa: Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Körfuboltastórveldin Njarðvík og Keflavík munu mætast strax á eftir „Í minningu Ölla“ en leikurinn fer fram í Njarðtaksgryfjunni og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Að leik loknum eða kl. 22.15 mun Stöð 2 Sport svo sýna heimildarmyndina „Ölli“ eftir Garðar Örn Arnarson. Reykjanesbær iðar við hverja innansveitarkrónikuna enda leikirnir alltaf eitt mesta afbragð íslensks körfubolta. Ekki láta þig vanta í Gryfjuna fimmtudaginn 16. janúar og þeir sem eiga ekki heimangengt fylgjast auðvitað með gangi mála á Stöð 2 Sport. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090. Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma.
Dominos-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti