Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 14:15 Fimmtudagurinn 16. janúar 2020 er tileinkaður Örlygi Aroni Sturlusyni. Mynd7S2 Sport Í tilefni af þætti Domino´s Körfuboltakvölds „Í minningu Ölla“ voru nokkrir kunnir kappar fengnir til að segja frá Örlygi Aroni Sturlusyni og þeir fóru meðal annars yfir það hvernig leikmaður hann var. Á morgun, fimmtudaginn 16. janúar, verða tuttugu ár liðin frá því að körfuboltamaðurinn Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum. Stöð 2 Sport um tjalda öllu til þennan daginn því kl. 18.10 verður sýnd viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur frá árinu 1999 og kl. 19.40 verður Domino´s Körfuboltakvöld með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni Örlygur Aron Sturluson var í aðalhlutverki með toppliði Njarðvíkur í úrslitadeild karla og var búinn að vinna sér sæti í íslenska A-landsliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Njarðvík þá var Örlygur Aron Sturluson með 13,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins. Örlygur Aron hafði þá bæði farið á kostum í úrslitakeppni þegar Njarðvík vann Íslandsmeistaratitilinn 1998 og átti líka að baki eitt tímabil með Charlotte Christian School í bandaríska high school körfuboltanum. Í þriðja síðasta leik sínum með Njarðvík var Örlygur Aron með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriggja stiga sigri á nágrönnunum í Keflavík. Hann hafði áður náð þrennu í sigri á Snæfelli í nóvember (18 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar). Hér fyrir neðan má sjá Hlyn Bæringsson, Benedikt Guðmundsson, Hermann Hauksson, Helga Má Magnússon, Jón Arnór Stefánsson, Örvar Þór Kristjánsson, Páll Kristinsson, Friðrik Ragnarsson, Sævar Sævarsson, Sæmundur Oddsson og Einar Árni Jóhannsson lýsa því hvernig leikmaður Örlygur Aron Sturluson var. Á milli má sjá svipmyndir af Örlygi inn á vellinum. Klippa: Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Körfuboltastórveldin Njarðvík og Keflavík munu mætast strax á eftir „Í minningu Ölla“ en leikurinn fer fram í Njarðtaksgryfjunni og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Að leik loknum eða kl. 22.15 mun Stöð 2 Sport svo sýna heimildarmyndina „Ölli“ eftir Garðar Örn Arnarson. Reykjanesbær iðar við hverja innansveitarkrónikuna enda leikirnir alltaf eitt mesta afbragð íslensks körfubolta. Ekki láta þig vanta í Gryfjuna fimmtudaginn 16. janúar og þeir sem eiga ekki heimangengt fylgjast auðvitað með gangi mála á Stöð 2 Sport. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090. Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma. Dominos-deild karla Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Sjá meira
Í tilefni af þætti Domino´s Körfuboltakvölds „Í minningu Ölla“ voru nokkrir kunnir kappar fengnir til að segja frá Örlygi Aroni Sturlusyni og þeir fóru meðal annars yfir það hvernig leikmaður hann var. Á morgun, fimmtudaginn 16. janúar, verða tuttugu ár liðin frá því að körfuboltamaðurinn Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum. Stöð 2 Sport um tjalda öllu til þennan daginn því kl. 18.10 verður sýnd viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur frá árinu 1999 og kl. 19.40 verður Domino´s Körfuboltakvöld með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni Örlygur Aron Sturluson var í aðalhlutverki með toppliði Njarðvíkur í úrslitadeild karla og var búinn að vinna sér sæti í íslenska A-landsliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Njarðvík þá var Örlygur Aron Sturluson með 13,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins. Örlygur Aron hafði þá bæði farið á kostum í úrslitakeppni þegar Njarðvík vann Íslandsmeistaratitilinn 1998 og átti líka að baki eitt tímabil með Charlotte Christian School í bandaríska high school körfuboltanum. Í þriðja síðasta leik sínum með Njarðvík var Örlygur Aron með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriggja stiga sigri á nágrönnunum í Keflavík. Hann hafði áður náð þrennu í sigri á Snæfelli í nóvember (18 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar). Hér fyrir neðan má sjá Hlyn Bæringsson, Benedikt Guðmundsson, Hermann Hauksson, Helga Má Magnússon, Jón Arnór Stefánsson, Örvar Þór Kristjánsson, Páll Kristinsson, Friðrik Ragnarsson, Sævar Sævarsson, Sæmundur Oddsson og Einar Árni Jóhannsson lýsa því hvernig leikmaður Örlygur Aron Sturluson var. Á milli má sjá svipmyndir af Örlygi inn á vellinum. Klippa: Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Körfuboltastórveldin Njarðvík og Keflavík munu mætast strax á eftir „Í minningu Ölla“ en leikurinn fer fram í Njarðtaksgryfjunni og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Að leik loknum eða kl. 22.15 mun Stöð 2 Sport svo sýna heimildarmyndina „Ölli“ eftir Garðar Örn Arnarson. Reykjanesbær iðar við hverja innansveitarkrónikuna enda leikirnir alltaf eitt mesta afbragð íslensks körfubolta. Ekki láta þig vanta í Gryfjuna fimmtudaginn 16. janúar og þeir sem eiga ekki heimangengt fylgjast auðvitað með gangi mála á Stöð 2 Sport. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090. Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma.
Dominos-deild karla Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Sjá meira