Guð forði þjóðinni frá „sjálftökuherranum við Austurvöll“ Vilhelm Jónsson skrifar 15. janúar 2020 13:00 Sem fyrr viðhefur forustusveit HSÍ ábyrgðarlaust hjal, ásamt öðrum sérhagsmunarhreyfingum sem ýtir undir væntingar, og segir að forgangsraða skuli í margra milljarða íþróttamannvirkjum í Laugardal. Engu skal láta sig varða að heilbrigðiskerfið sé í molum, og að þúsundir gjaldi fyrir það. Ábyrgðarlaus forseti lýðveldisins undirstrikaði með hjali sínu 28. des (við val á íþróttamanni ársins) hversu lágt er seilst til að vefja sig skrautfjöðrum. Hann lætur sig engu skipta að þúsundir líði fyrir hversu fjársvelt heilbrigðiskerfið er. Á sama tíma og forustusveit ÍSÍ krefur stjórnvöld um milljarða uppbyggingu lýsir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri Íþróttasviðs HR, hrikalegum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans í pistli sínum, sem hún birti á Facebook. Hafrún notar orðið „disaster“ til að lýsa ástandinu, en hún hefur farið á bráðamóttökuna í nokkur skipti að undanförnu með nána ættingja sína. Forkólfum hreyfingarinnar var tíðrætt í kastljósþætti í gærkvöldi, ásamt þessari sömu ungfrú, að íþróttahreyfingin ætti ekkert heimili og byggi ekki við eðlilegt öryggi, og að ekki væri hægt að tengja boltahreyfinguna við háskólasamfélagið sem skyldi. Umhugsunarefni er hvað þurfi að flytja marga upp í Gufuneskirkjugarð, fólk sem hefur ekki fengið eðlilega læknishjálp vegna fjárskorts, til að stjórnvöld átti sig á að það beri að forgangsraða með öðrum hætti. Fársjúkt fólk biður aðeins um að geta snúið aftur til baka á sitt gamla heimili. Ekki svo ósjaldan er öldruðum stíað í sundur frá ástvinum og engu látið skipta þó svo að þeir séu á síðustu metrunum vegna þess að hið svokallaða velferðarkerfi er í molum. Fársjúkt fólk þarf að eyða erfiðustu stundum lífsins á göngum og baðherbergjum Landspítalans þar sem engin úræði eru fyrir hendi. Hundruð ef ekki þúsundir láta jafnvel lífið á meðan beðið er eftir úrlausnum, skurðaðgerðum og alltof margir fá jafnvel ekki bestu lyf sem völ er á vegna fjárskorts. Það er umhugsunarefni ef velgengni íþróttahreyfingarinnar verður þess valdandi að mörk og sigrar í boltaíþrótt ýti undir ranga forgangsröðun, og að heilbrigðiskerfið verði fjársvelt enn frekar. Stjórnmálamenn og embættiskerfið svífast einskis þegar eigin hagsmunir eru í húfi og víla jafnvel ekki fyrir sér að útdeila fjárheimildum þvert á almannahag ef þeir telja sig geta upphafið sig til vegs og virðingar. Forseti Íslands og menntamálaráðherra hafa fyllilega gefið til kynna sínar áherslur og innræti og láta sig litlu skipta hver fórnarkostnaður er þegar auglýsa skal eigið ágæti. Það er umhugsunarefni hvenær þjóðin opnar augun og áttar sig á glæpsamlegu athæfi og skrípaleik sem á sér stað við Hringbraut þar sem nýbyggingum og bútasaumi mun aldrei ljúka ásamt kostnaðarauka. Milljarðahagsmunir útvalda eru hafðir í fyrirrúmi og engu látið varða hver fórnarkostnaðurinn verður. Það mun koma að því að þjóðin áttar sig á hvaða þjóðarglæpur á sér stað og hverjar afleiðingarnar verða í boði ábyrgðarlausra sjálftökumanna við Austurvöll. Rekstrarvandi spítalans er uppsafnaður vegna margra ára ábyrgðarleysis og óstjórnar og verður ekki bættur með smáskammtaaðgerðum, fjáraustri og óskhyggju. Það sem verra er að mestöll stjórnsýslan endurspeglast með sama hætti þar sem hver silkihúfan af annarri er ekki starfi sínu vaxin og sjálftaka og ábyrgðarleysi er í fyrirrúmi. Jafnvel þótt ráðamenn þjóðarinnar stæri sig af minni þjóðarskuldum þá mun þjóðin ekki geta hlaupið aftur frá skuldasöfnun eins og átti sér stað fyrir áratug. Engu að síður hrannast upp óreiða og ábyrgðarleysi með einum og öðrum hætti í boði stjórnvalda, hvert sem litið er. Kosningarfnykurinn er byrjaður hjá ríkisstjórnarflokkunum með innantómum loforðum hvað þeir ætli að gera á næsta kjörtímabili. Þó svo að þjóðin hafi verið rænd hvert kjörtímabilið á fætur öðru nánast í beinni útsendingu af svokölluðum fjórflokki, eða í boði hans, þá virðist almenningur ekki bera gæfu til að átta sig á sóðaskapnum.Höfundur er fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laugardalsvöllur Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Sem fyrr viðhefur forustusveit HSÍ ábyrgðarlaust hjal, ásamt öðrum sérhagsmunarhreyfingum sem ýtir undir væntingar, og segir að forgangsraða skuli í margra milljarða íþróttamannvirkjum í Laugardal. Engu skal láta sig varða að heilbrigðiskerfið sé í molum, og að þúsundir gjaldi fyrir það. Ábyrgðarlaus forseti lýðveldisins undirstrikaði með hjali sínu 28. des (við val á íþróttamanni ársins) hversu lágt er seilst til að vefja sig skrautfjöðrum. Hann lætur sig engu skipta að þúsundir líði fyrir hversu fjársvelt heilbrigðiskerfið er. Á sama tíma og forustusveit ÍSÍ krefur stjórnvöld um milljarða uppbyggingu lýsir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri Íþróttasviðs HR, hrikalegum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans í pistli sínum, sem hún birti á Facebook. Hafrún notar orðið „disaster“ til að lýsa ástandinu, en hún hefur farið á bráðamóttökuna í nokkur skipti að undanförnu með nána ættingja sína. Forkólfum hreyfingarinnar var tíðrætt í kastljósþætti í gærkvöldi, ásamt þessari sömu ungfrú, að íþróttahreyfingin ætti ekkert heimili og byggi ekki við eðlilegt öryggi, og að ekki væri hægt að tengja boltahreyfinguna við háskólasamfélagið sem skyldi. Umhugsunarefni er hvað þurfi að flytja marga upp í Gufuneskirkjugarð, fólk sem hefur ekki fengið eðlilega læknishjálp vegna fjárskorts, til að stjórnvöld átti sig á að það beri að forgangsraða með öðrum hætti. Fársjúkt fólk biður aðeins um að geta snúið aftur til baka á sitt gamla heimili. Ekki svo ósjaldan er öldruðum stíað í sundur frá ástvinum og engu látið skipta þó svo að þeir séu á síðustu metrunum vegna þess að hið svokallaða velferðarkerfi er í molum. Fársjúkt fólk þarf að eyða erfiðustu stundum lífsins á göngum og baðherbergjum Landspítalans þar sem engin úræði eru fyrir hendi. Hundruð ef ekki þúsundir láta jafnvel lífið á meðan beðið er eftir úrlausnum, skurðaðgerðum og alltof margir fá jafnvel ekki bestu lyf sem völ er á vegna fjárskorts. Það er umhugsunarefni ef velgengni íþróttahreyfingarinnar verður þess valdandi að mörk og sigrar í boltaíþrótt ýti undir ranga forgangsröðun, og að heilbrigðiskerfið verði fjársvelt enn frekar. Stjórnmálamenn og embættiskerfið svífast einskis þegar eigin hagsmunir eru í húfi og víla jafnvel ekki fyrir sér að útdeila fjárheimildum þvert á almannahag ef þeir telja sig geta upphafið sig til vegs og virðingar. Forseti Íslands og menntamálaráðherra hafa fyllilega gefið til kynna sínar áherslur og innræti og láta sig litlu skipta hver fórnarkostnaður er þegar auglýsa skal eigið ágæti. Það er umhugsunarefni hvenær þjóðin opnar augun og áttar sig á glæpsamlegu athæfi og skrípaleik sem á sér stað við Hringbraut þar sem nýbyggingum og bútasaumi mun aldrei ljúka ásamt kostnaðarauka. Milljarðahagsmunir útvalda eru hafðir í fyrirrúmi og engu látið varða hver fórnarkostnaðurinn verður. Það mun koma að því að þjóðin áttar sig á hvaða þjóðarglæpur á sér stað og hverjar afleiðingarnar verða í boði ábyrgðarlausra sjálftökumanna við Austurvöll. Rekstrarvandi spítalans er uppsafnaður vegna margra ára ábyrgðarleysis og óstjórnar og verður ekki bættur með smáskammtaaðgerðum, fjáraustri og óskhyggju. Það sem verra er að mestöll stjórnsýslan endurspeglast með sama hætti þar sem hver silkihúfan af annarri er ekki starfi sínu vaxin og sjálftaka og ábyrgðarleysi er í fyrirrúmi. Jafnvel þótt ráðamenn þjóðarinnar stæri sig af minni þjóðarskuldum þá mun þjóðin ekki geta hlaupið aftur frá skuldasöfnun eins og átti sér stað fyrir áratug. Engu að síður hrannast upp óreiða og ábyrgðarleysi með einum og öðrum hætti í boði stjórnvalda, hvert sem litið er. Kosningarfnykurinn er byrjaður hjá ríkisstjórnarflokkunum með innantómum loforðum hvað þeir ætli að gera á næsta kjörtímabili. Þó svo að þjóðin hafi verið rænd hvert kjörtímabilið á fætur öðru nánast í beinni útsendingu af svokölluðum fjórflokki, eða í boði hans, þá virðist almenningur ekki bera gæfu til að átta sig á sóðaskapnum.Höfundur er fjárfestir.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun