Ford Mustan Bullitt með sín 480 hestöfl ætti næsta auðveldlega að ráða við Toyota Supra með sín 335 hestöfl. Myndband af keppninni má sjá í fréttinni.
Báðir bílar eru afturhjóladrifnir og þótt Supra-n sé 135 kg léttari ætti aflmunurinn að duga Mustang-num til að hafa sigur. Myndbandið er frá CAR magazine SA.
Toyota heldur því statt og stöðugt fram að Supra-n sé 335 hestöfl en raunprófanir hafa sýnt fram á að einhverjir bílanna eru nær 400 hestöflum, sem gæti að einhverju leyti skýrt af hverju Supra-n hefur Mustang-inn undir.
Sjálfskiptingin í Supra virkar betur í spyrnu en beinskiptingin í Mustang-num. Þar að auki virðist þyngdin gera Mustang-num erfitt fyrir að komast af stað, miðað við Supra.