Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev eignuðust í gær sitt annað barn. Fyrir áttu þau einn dreng en í gærkvöldi kom falleg stúlka í heiminn.
Hanna greinir frá á Instagram-sögu sinni en þar kemur meðal annars fram að hún hafi verið með hríðir í yfir sextán klukkustundir.
Allt gekk samt vel að lokum og fékk stóri bróðir að hitta litlu systur í gærkvöldi.
