Erlent

Flykkjast til heima­bæjar So­leimani

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmenni í Kerman.
Fjölmenni í Kerman. Getty

Gríðarlegur mannfjöldi kom saman í heimabæ Qasems Soleimani, íranska herforingjans sem ráðinn var af dögum í Bagdad í síðustu viku en Soleiman verður í dag jarðaður í heimabæ sínum Kerman í suðausturhluta landsins.

Þúsundir komu saman við útför hans í höfuðborginni Teheran í gær þar sem hótanir í garð Bandaríkjanna um grimmilegar hefndir voru endurteknar.

Soleimani fór fyrir Quds-hersveitum íranska byltingarvarðarins sem tóku þátt í hernaðaraðgerðum Írana fyrir utan landsteinana, meðal annars í Írak og Jemen.


Tengdar fréttir

Þúsundir komu saman vegna út­farar So­leimani

Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×