Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 11:31 Vilhjálmur Stefánsson segir störf viðbragðsaðila hafa gengið mjög vel. Aðsend Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. Allt samfélagið á Blönduósi hafi tekið sig saman til þess að sjá til þess að háskólanemarnir sem voru í rútunni gætu haft það sem best á meðan þau jöfnuðu sig eftir slysið. „Í svona litlum samfélögum, ef eitthvað bjátar á, þá hjálpast allir að. Það vantaði dýnur og sængurföt, rúmföt og þetta var komið á klukkutíma held ég,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum og veitingahús bæjarins og verslun voru einnig opnuð eftir slysið.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt „Það er oft talað um að þú vilt oft vera úti á landi því þú hefur ekki björgina sem er í Reykjavík. Fólk veit að það verður bara að hjálpa.“ Hann segir það hafa komið á óvart hversu vel gekk að bregðast við slysinu í ljósi þess hversu langt er liðið frá því að svo umfangsmikið slys varð á svæðinu. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn og mjög öflugir. Hélt hann væri á leið í banaslys Hann segir líklegt að nemarnir verði eitthvað lemstraðir í dag og á morgun. Fólk þurfi oft smá tíma til að jafna sig eftir svona háorkuslys þar sem fólk verður fyrir andlegu áfalli í kjölfarið. Rútan, sem var í samfloti með annarri rútu í sömu ferð, valt út af veginum, hafnaði á hvolfi og var mjög illa farin eftir slysið. „Miðað við óhappið þá gat þetta ekki farið betur. Ég hélt ég væri að fara í banaslys þegar ég sá þetta.“ Strax var ljóst að einn væri alvarlega slasaður eftir slysið og tveir aðrir með áverka sem gætu þurft meiri aðhlynningu. Aðstæður á veginum voru ekki góðar og segir Vilhjálmur það að veðrið hafi að öllum líkindum verið ástæðan fyrir slysinu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Blönduósi.Aðsend „Málið var að það var ekki búið að setja upp aðvaranir eða neitt. Ég held það hafi verið hlýrra en menn bjuggust við og það er ástæðan fyrir þessu. Ég segi aldrei að þetta sé veðrinu eða veginum að kenna en ég held að þetta sé algjört óhappatilvik. Hún flaug hálkan og ég hef ekki séð svona vindhviður áður,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hviðurnar hafi verið eins og „fallbyssukúlur“. Þá hrósar hann farþegum fyrir viðbrögð sín og yfirvegun í kjölfar slyssins. Þau hafi staðið sig mjög vel miðað við aðstæður en nú sé áherslan lögð á að þau geti jafnað sig og hvílt eftir gærdaginn. „Þetta er indælis fólk. Starfsfólk grunnskólans og Rauða krossins voru hjá þeim í nótt að hlúa að þeim og reyna að láta þeim líða vel,“ segir Vilhjálmur. Til viðbótar voru tveir prestar og hjúkrunarfræðingur kallaðir út til þess að veita farþegum andlegan stuðning. Ekki er vitað hvenær nemarnir munu koma aftur til Reykjavíkur en að sögn Vilhjálms ætti það að skýrast í dag. Holtavörðuheiðin sé lokuð sem stendur þar sem vörubíll þverar veginn og ekki er vitað hvenær hún opni aftur. Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná farþegum úr rútunni sem valt nærri Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. 10. janúar 2020 22:00 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. Allt samfélagið á Blönduósi hafi tekið sig saman til þess að sjá til þess að háskólanemarnir sem voru í rútunni gætu haft það sem best á meðan þau jöfnuðu sig eftir slysið. „Í svona litlum samfélögum, ef eitthvað bjátar á, þá hjálpast allir að. Það vantaði dýnur og sængurföt, rúmföt og þetta var komið á klukkutíma held ég,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum og veitingahús bæjarins og verslun voru einnig opnuð eftir slysið.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt „Það er oft talað um að þú vilt oft vera úti á landi því þú hefur ekki björgina sem er í Reykjavík. Fólk veit að það verður bara að hjálpa.“ Hann segir það hafa komið á óvart hversu vel gekk að bregðast við slysinu í ljósi þess hversu langt er liðið frá því að svo umfangsmikið slys varð á svæðinu. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn og mjög öflugir. Hélt hann væri á leið í banaslys Hann segir líklegt að nemarnir verði eitthvað lemstraðir í dag og á morgun. Fólk þurfi oft smá tíma til að jafna sig eftir svona háorkuslys þar sem fólk verður fyrir andlegu áfalli í kjölfarið. Rútan, sem var í samfloti með annarri rútu í sömu ferð, valt út af veginum, hafnaði á hvolfi og var mjög illa farin eftir slysið. „Miðað við óhappið þá gat þetta ekki farið betur. Ég hélt ég væri að fara í banaslys þegar ég sá þetta.“ Strax var ljóst að einn væri alvarlega slasaður eftir slysið og tveir aðrir með áverka sem gætu þurft meiri aðhlynningu. Aðstæður á veginum voru ekki góðar og segir Vilhjálmur það að veðrið hafi að öllum líkindum verið ástæðan fyrir slysinu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Blönduósi.Aðsend „Málið var að það var ekki búið að setja upp aðvaranir eða neitt. Ég held það hafi verið hlýrra en menn bjuggust við og það er ástæðan fyrir þessu. Ég segi aldrei að þetta sé veðrinu eða veginum að kenna en ég held að þetta sé algjört óhappatilvik. Hún flaug hálkan og ég hef ekki séð svona vindhviður áður,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hviðurnar hafi verið eins og „fallbyssukúlur“. Þá hrósar hann farþegum fyrir viðbrögð sín og yfirvegun í kjölfar slyssins. Þau hafi staðið sig mjög vel miðað við aðstæður en nú sé áherslan lögð á að þau geti jafnað sig og hvílt eftir gærdaginn. „Þetta er indælis fólk. Starfsfólk grunnskólans og Rauða krossins voru hjá þeim í nótt að hlúa að þeim og reyna að láta þeim líða vel,“ segir Vilhjálmur. Til viðbótar voru tveir prestar og hjúkrunarfræðingur kallaðir út til þess að veita farþegum andlegan stuðning. Ekki er vitað hvenær nemarnir munu koma aftur til Reykjavíkur en að sögn Vilhjálms ætti það að skýrast í dag. Holtavörðuheiðin sé lokuð sem stendur þar sem vörubíll þverar veginn og ekki er vitað hvenær hún opni aftur.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná farþegum úr rútunni sem valt nærri Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. 10. janúar 2020 22:00 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná farþegum úr rútunni sem valt nærri Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. 10. janúar 2020 22:00
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent