Icelandair sagt íhuga að semja við nýtt stéttarfélag flugfreyja Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2020 06:41 Stjórnendur Icelandair reyna nú hvað þeir geta til að forða félaginu frá þroti. Vísir/vilhelm Komið hefur til tals að setja á laggirnar nýtt stéttarfélag flugfreyja, hvers félagsmenn væru flugfreyjur sem ekki styðja stefnu samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Þetta hefur Morgunblaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ sínum í dag. Þá íhugar Icelandair nú að láta reyna á kjarasamningsákvæði fyrir félagsdómi, þannig að hægt sé að ráða flugfreyjur til félagsins sem standa utan FFÍ. Þetta herma heimildir Markaðarins í Fréttablaðinu í morgun. Viðræður í kjaradeilu Icelandair og FFÍ eru nú á afar viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samninganefnd Icelandair hefur farið fram á aukið vinnuframlag fyrir sömu laun, sem FFÍ lítur á sem verulega kjaraskerðingu. Heimildir Morgunblaðsins herma nú að vel komi til greina innan Icelandair að semja við nýtt félag flugfreyja, náist ekki samningar við FFÍ. Flugfélagið vilji þann kost frekar en að fá sjálfstæða verktaka til vinnu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ.Vísir/Arnar Þá greinir Fréttablaðið frá því í morgun, einnig samkvæmt heimildum, að Icelandair líti til þess að láta reyna á ákvæði um FFÍ fyrir félagsdómi, náist ekki samningar við félagið. Þannig yrði unnt að ráða flugfreyjur sem standa utan FFÍ. Icelandair gat ekki tjáð sig um málið við Markaðinn. Icelandair rær nú lífróður vegna faraldurs kórónuveiru, sem lamað hefur starfsemi félagsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur sagt að nauðsynlegt sé að semja við flugstéttir hjá félaginu svo unnt verði að forða því frá þroti. Þegar hefur verið samið við flugvirkja og flugmenn en ekki flugfreyjur. Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda FFÍ og Icelandair nú klukkan 8:30. Fundurinn mun fara fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. Fundi nefndanna sem átti að hefjast klukkan 17 í gær var frestað skömmu áður en að áætlað var að hann hæfist. Samninganefndirnar funduðu stíft í fyrradag og lauk ellefu klukkustunda viðræðum þeirra án samkomulags klukkan eitt um nótt. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Staðan í kjaraviðræðum við flugliða endurmetin um hádegisbil Óformlegum fundi í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, lauk skömmu fyrir klukkan eitt í nótt án niðurstöðu. Staðan verður endurmetin í hádeginu á mánudag. 18. maí 2020 01:37 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Samninganefndir boðaðar til fundar í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands annars vegar og Icelandair hins vegar klukkan 8:30 í fyrramálið. 19. maí 2020 23:26 Fundi með flugfreyjum frestað áður en hann hófst Fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem til stóð að hæfist klukkan fimm hefur verið frestað. 19. maí 2020 17:22 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Komið hefur til tals að setja á laggirnar nýtt stéttarfélag flugfreyja, hvers félagsmenn væru flugfreyjur sem ekki styðja stefnu samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Þetta hefur Morgunblaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ sínum í dag. Þá íhugar Icelandair nú að láta reyna á kjarasamningsákvæði fyrir félagsdómi, þannig að hægt sé að ráða flugfreyjur til félagsins sem standa utan FFÍ. Þetta herma heimildir Markaðarins í Fréttablaðinu í morgun. Viðræður í kjaradeilu Icelandair og FFÍ eru nú á afar viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samninganefnd Icelandair hefur farið fram á aukið vinnuframlag fyrir sömu laun, sem FFÍ lítur á sem verulega kjaraskerðingu. Heimildir Morgunblaðsins herma nú að vel komi til greina innan Icelandair að semja við nýtt félag flugfreyja, náist ekki samningar við FFÍ. Flugfélagið vilji þann kost frekar en að fá sjálfstæða verktaka til vinnu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ.Vísir/Arnar Þá greinir Fréttablaðið frá því í morgun, einnig samkvæmt heimildum, að Icelandair líti til þess að láta reyna á ákvæði um FFÍ fyrir félagsdómi, náist ekki samningar við félagið. Þannig yrði unnt að ráða flugfreyjur sem standa utan FFÍ. Icelandair gat ekki tjáð sig um málið við Markaðinn. Icelandair rær nú lífróður vegna faraldurs kórónuveiru, sem lamað hefur starfsemi félagsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur sagt að nauðsynlegt sé að semja við flugstéttir hjá félaginu svo unnt verði að forða því frá þroti. Þegar hefur verið samið við flugvirkja og flugmenn en ekki flugfreyjur. Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda FFÍ og Icelandair nú klukkan 8:30. Fundurinn mun fara fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. Fundi nefndanna sem átti að hefjast klukkan 17 í gær var frestað skömmu áður en að áætlað var að hann hæfist. Samninganefndirnar funduðu stíft í fyrradag og lauk ellefu klukkustunda viðræðum þeirra án samkomulags klukkan eitt um nótt.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Staðan í kjaraviðræðum við flugliða endurmetin um hádegisbil Óformlegum fundi í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, lauk skömmu fyrir klukkan eitt í nótt án niðurstöðu. Staðan verður endurmetin í hádeginu á mánudag. 18. maí 2020 01:37 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Samninganefndir boðaðar til fundar í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands annars vegar og Icelandair hins vegar klukkan 8:30 í fyrramálið. 19. maí 2020 23:26 Fundi með flugfreyjum frestað áður en hann hófst Fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem til stóð að hæfist klukkan fimm hefur verið frestað. 19. maí 2020 17:22 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Staðan í kjaraviðræðum við flugliða endurmetin um hádegisbil Óformlegum fundi í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, lauk skömmu fyrir klukkan eitt í nótt án niðurstöðu. Staðan verður endurmetin í hádeginu á mánudag. 18. maí 2020 01:37
Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35
Samninganefndir boðaðar til fundar í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands annars vegar og Icelandair hins vegar klukkan 8:30 í fyrramálið. 19. maí 2020 23:26
Fundi með flugfreyjum frestað áður en hann hófst Fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem til stóð að hæfist klukkan fimm hefur verið frestað. 19. maí 2020 17:22