Icelandair sagt íhuga að semja við nýtt stéttarfélag flugfreyja Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2020 06:41 Stjórnendur Icelandair reyna nú hvað þeir geta til að forða félaginu frá þroti. Vísir/vilhelm Komið hefur til tals að setja á laggirnar nýtt stéttarfélag flugfreyja, hvers félagsmenn væru flugfreyjur sem ekki styðja stefnu samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Þetta hefur Morgunblaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ sínum í dag. Þá íhugar Icelandair nú að láta reyna á kjarasamningsákvæði fyrir félagsdómi, þannig að hægt sé að ráða flugfreyjur til félagsins sem standa utan FFÍ. Þetta herma heimildir Markaðarins í Fréttablaðinu í morgun. Viðræður í kjaradeilu Icelandair og FFÍ eru nú á afar viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samninganefnd Icelandair hefur farið fram á aukið vinnuframlag fyrir sömu laun, sem FFÍ lítur á sem verulega kjaraskerðingu. Heimildir Morgunblaðsins herma nú að vel komi til greina innan Icelandair að semja við nýtt félag flugfreyja, náist ekki samningar við FFÍ. Flugfélagið vilji þann kost frekar en að fá sjálfstæða verktaka til vinnu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ.Vísir/Arnar Þá greinir Fréttablaðið frá því í morgun, einnig samkvæmt heimildum, að Icelandair líti til þess að láta reyna á ákvæði um FFÍ fyrir félagsdómi, náist ekki samningar við félagið. Þannig yrði unnt að ráða flugfreyjur sem standa utan FFÍ. Icelandair gat ekki tjáð sig um málið við Markaðinn. Icelandair rær nú lífróður vegna faraldurs kórónuveiru, sem lamað hefur starfsemi félagsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur sagt að nauðsynlegt sé að semja við flugstéttir hjá félaginu svo unnt verði að forða því frá þroti. Þegar hefur verið samið við flugvirkja og flugmenn en ekki flugfreyjur. Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda FFÍ og Icelandair nú klukkan 8:30. Fundurinn mun fara fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. Fundi nefndanna sem átti að hefjast klukkan 17 í gær var frestað skömmu áður en að áætlað var að hann hæfist. Samninganefndirnar funduðu stíft í fyrradag og lauk ellefu klukkustunda viðræðum þeirra án samkomulags klukkan eitt um nótt. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Staðan í kjaraviðræðum við flugliða endurmetin um hádegisbil Óformlegum fundi í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, lauk skömmu fyrir klukkan eitt í nótt án niðurstöðu. Staðan verður endurmetin í hádeginu á mánudag. 18. maí 2020 01:37 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Samninganefndir boðaðar til fundar í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands annars vegar og Icelandair hins vegar klukkan 8:30 í fyrramálið. 19. maí 2020 23:26 Fundi með flugfreyjum frestað áður en hann hófst Fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem til stóð að hæfist klukkan fimm hefur verið frestað. 19. maí 2020 17:22 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Komið hefur til tals að setja á laggirnar nýtt stéttarfélag flugfreyja, hvers félagsmenn væru flugfreyjur sem ekki styðja stefnu samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Þetta hefur Morgunblaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ sínum í dag. Þá íhugar Icelandair nú að láta reyna á kjarasamningsákvæði fyrir félagsdómi, þannig að hægt sé að ráða flugfreyjur til félagsins sem standa utan FFÍ. Þetta herma heimildir Markaðarins í Fréttablaðinu í morgun. Viðræður í kjaradeilu Icelandair og FFÍ eru nú á afar viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samninganefnd Icelandair hefur farið fram á aukið vinnuframlag fyrir sömu laun, sem FFÍ lítur á sem verulega kjaraskerðingu. Heimildir Morgunblaðsins herma nú að vel komi til greina innan Icelandair að semja við nýtt félag flugfreyja, náist ekki samningar við FFÍ. Flugfélagið vilji þann kost frekar en að fá sjálfstæða verktaka til vinnu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ.Vísir/Arnar Þá greinir Fréttablaðið frá því í morgun, einnig samkvæmt heimildum, að Icelandair líti til þess að láta reyna á ákvæði um FFÍ fyrir félagsdómi, náist ekki samningar við félagið. Þannig yrði unnt að ráða flugfreyjur sem standa utan FFÍ. Icelandair gat ekki tjáð sig um málið við Markaðinn. Icelandair rær nú lífróður vegna faraldurs kórónuveiru, sem lamað hefur starfsemi félagsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur sagt að nauðsynlegt sé að semja við flugstéttir hjá félaginu svo unnt verði að forða því frá þroti. Þegar hefur verið samið við flugvirkja og flugmenn en ekki flugfreyjur. Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda FFÍ og Icelandair nú klukkan 8:30. Fundurinn mun fara fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. Fundi nefndanna sem átti að hefjast klukkan 17 í gær var frestað skömmu áður en að áætlað var að hann hæfist. Samninganefndirnar funduðu stíft í fyrradag og lauk ellefu klukkustunda viðræðum þeirra án samkomulags klukkan eitt um nótt.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Staðan í kjaraviðræðum við flugliða endurmetin um hádegisbil Óformlegum fundi í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, lauk skömmu fyrir klukkan eitt í nótt án niðurstöðu. Staðan verður endurmetin í hádeginu á mánudag. 18. maí 2020 01:37 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Samninganefndir boðaðar til fundar í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands annars vegar og Icelandair hins vegar klukkan 8:30 í fyrramálið. 19. maí 2020 23:26 Fundi með flugfreyjum frestað áður en hann hófst Fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem til stóð að hæfist klukkan fimm hefur verið frestað. 19. maí 2020 17:22 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Staðan í kjaraviðræðum við flugliða endurmetin um hádegisbil Óformlegum fundi í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, lauk skömmu fyrir klukkan eitt í nótt án niðurstöðu. Staðan verður endurmetin í hádeginu á mánudag. 18. maí 2020 01:37
Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35
Samninganefndir boðaðar til fundar í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands annars vegar og Icelandair hins vegar klukkan 8:30 í fyrramálið. 19. maí 2020 23:26
Fundi með flugfreyjum frestað áður en hann hófst Fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem til stóð að hæfist klukkan fimm hefur verið frestað. 19. maí 2020 17:22