„Fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2020 11:31 Gunnlaugur var að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í kökugerð þegar faraldurinn gekk yfir heiminn og því ákvað hann að stofna sitt eigið fyrirtæki. Gunnlaugur Arnar Ingason er 25 ára bakari og konditor sem opnaði nýverið veisluþjónustu í Hafnarfirði og sérhæfir sig í kökum og eftirréttum. Gunnlaugur var búsettur í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum mánuðum og það var ekki á planinu að flytja heim og hefja rekstur en veiran setti strik í reikninginn og hann var allt í einu orðinn atvinnulaus á Íslandi og ákvað að bjarga sér með því að opna veisluþjónustu sem slegið hefur í gegn. Í Ísland í dag í gærkvöldi heimsótti Eva Laufey Gulla og hann kenndi henni að búa til æðislegt sítrónutart. „Ég fékk boð um að taka þátt á heimsmeistaramótinu í kökugerð sem halda átti í mars í Tævan. Ég klára sveinsprófið mitt í Kaupmannahöfn í desember og kem heim í janúar til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið. Ég ætlaði að taka þriggja mánaða vinnutörn einungis til að undirbúa mig fyrir mótið. Svo gerist það að það kemur heimsfaraldur og keppninni er frestað fram á sumarið,“ segir Gunnlaugur. „Þá ætlaði ég bara að slaka á í tvær vikur og síðan finna mér einhverja vinnu. Svo á þessum tveimur vikum var veiran búin að springa út og komin til Íslands. Svo kom samkomubann og ég einhvern veginn stökk á þetta verkefni hérna, að opna minn eigin stað,“ segir Gunnlaugur léttur. Hann segir að þegar á undirbúningi fyrir keppnina stóð fór Gunnlaugur að finna fyrir áhuga fólks að versla við hann veitingarnar sem hann sýndi á Instagram. Gulli kenndi Evu að reiða fram sítrónutart. „Þá kom upp sú hugmynd að opna minn eigin stað og ég hafði engan áhuga á því að selja þetta bara í gegnum netið. Ég vildi opna minn eigin stað. Ferlið er búið að vera mjög stutt og ég tók við leigusamningi á þessu húsnæði í mars og stuttu síðar voru tæki og tól komin inn. Mamma og pabbi hafa hjálpað mér mikið og ég verð að gefa þeim smá hrós. Ég og æskuvinur minn eigum reksturinn en hann býr erlendis og því er ég einn að framleiða vörurnar og þetta geta verið svolítið langir dagar.“ Hann opnaði sumardaginn fyrsta síðastliðinn. „Ég held ég hafi selt þrjú hundruð eftirrétti sumardaginn fyrsta og fullt af makkarónuöskjum. Þetta var hrikalega langur dagur. Ég ætla einbeita mér að þessu verkefni í bili og það er kannski skrýtið að segja að þetta hafi verið hárréttur tími, en fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn. Ég er ungur og ekki skuldbundinn neinu og því get ég eytt mjög miklum tíma í að koma þessu af stað.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Matur Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Gunnlaugur Arnar Ingason er 25 ára bakari og konditor sem opnaði nýverið veisluþjónustu í Hafnarfirði og sérhæfir sig í kökum og eftirréttum. Gunnlaugur var búsettur í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum mánuðum og það var ekki á planinu að flytja heim og hefja rekstur en veiran setti strik í reikninginn og hann var allt í einu orðinn atvinnulaus á Íslandi og ákvað að bjarga sér með því að opna veisluþjónustu sem slegið hefur í gegn. Í Ísland í dag í gærkvöldi heimsótti Eva Laufey Gulla og hann kenndi henni að búa til æðislegt sítrónutart. „Ég fékk boð um að taka þátt á heimsmeistaramótinu í kökugerð sem halda átti í mars í Tævan. Ég klára sveinsprófið mitt í Kaupmannahöfn í desember og kem heim í janúar til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið. Ég ætlaði að taka þriggja mánaða vinnutörn einungis til að undirbúa mig fyrir mótið. Svo gerist það að það kemur heimsfaraldur og keppninni er frestað fram á sumarið,“ segir Gunnlaugur. „Þá ætlaði ég bara að slaka á í tvær vikur og síðan finna mér einhverja vinnu. Svo á þessum tveimur vikum var veiran búin að springa út og komin til Íslands. Svo kom samkomubann og ég einhvern veginn stökk á þetta verkefni hérna, að opna minn eigin stað,“ segir Gunnlaugur léttur. Hann segir að þegar á undirbúningi fyrir keppnina stóð fór Gunnlaugur að finna fyrir áhuga fólks að versla við hann veitingarnar sem hann sýndi á Instagram. Gulli kenndi Evu að reiða fram sítrónutart. „Þá kom upp sú hugmynd að opna minn eigin stað og ég hafði engan áhuga á því að selja þetta bara í gegnum netið. Ég vildi opna minn eigin stað. Ferlið er búið að vera mjög stutt og ég tók við leigusamningi á þessu húsnæði í mars og stuttu síðar voru tæki og tól komin inn. Mamma og pabbi hafa hjálpað mér mikið og ég verð að gefa þeim smá hrós. Ég og æskuvinur minn eigum reksturinn en hann býr erlendis og því er ég einn að framleiða vörurnar og þetta geta verið svolítið langir dagar.“ Hann opnaði sumardaginn fyrsta síðastliðinn. „Ég held ég hafi selt þrjú hundruð eftirrétti sumardaginn fyrsta og fullt af makkarónuöskjum. Þetta var hrikalega langur dagur. Ég ætla einbeita mér að þessu verkefni í bili og það er kannski skrýtið að segja að þetta hafi verið hárréttur tími, en fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn. Ég er ungur og ekki skuldbundinn neinu og því get ég eytt mjög miklum tíma í að koma þessu af stað.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Matur Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira