Birgitta Líf, áhrifavaldur og markaðstjóri World Class, hefur sett fallega íbúð sína við Vatnsstíg í miðborg Reykjavíkur á sölu.
Um er að ræða rúmlega hundrað fermetra útsýnisíbúð á þriðju hæð. Birgitta fjárfesti í eigninni í febrúar árið 2018 en ásett verð er 70,9 milljónir.
Fasteignamatið er 68,7 milljónir en húsið var byggt árið 2015 og er eitt svefnherbergi í íbúðinni og eitt baðherbergi.
Einstakt sjávarútsýni er úr eigninni þar sem meðal annars má sjá Hörpuna, Esjuna og Snæfellsjökul.
Í Heimsókn árið 2019 fór Sindri Sindrason í heimsókn til hennar og fékk að fylgjast með þeim breytingum sem hún gerði í fyrra.
Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.