Uppáhalds rómantísku myndirnar: „Sæluhrollur, nostalgía og ástsýki“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 21. maí 2020 12:32 Við höfðum samband við nokkra vel valda einstaklinga og fengum að heyra um þeirra uppáhalds rómantísku kvikmyndir. Flest öll eigum við okkar uppáhalds rómantísku kvikmyndir sem við getum horft á aftur og aftur. Þó að rómantískar myndir séu ekkert alltaf þær stjörnuhæstu þá eiga þær það sameiginlegt að láta okkur líða vel og flokkast sem svokallaðar „feel good“ myndir. Við höfðum samband við nokkra vel valda einstaklinga og fengum að heyra um þeirra uppáhalds rómantísku kvikmyndir. Sigrún Hjálmtýsdóttir, söngkona og draumadrottning „Four Weddings and a Funeral er alltaf klassíks mynd og algjör uppáhalds hjá mér.“ Ég fæ svo mikið nostalgíukast þegar ég horfi á hana og algjöran sæluhroll vegna þess að ég bjó í London í langan tíma og þekki þetta svæði allt svo vel. „Ég og maðurinn minn fórum á þessa mynd í bíó á sínum tíma og fannst hún æðisleg. Svo hef ég horft stundum á hana ein. Það sem er svo skemmtilegt við hana, fyrir utan rómantíkina, er breski húmorinn, ég elska hann.“ Kjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaður og „lifestyle icon“ „Við hjúin höldum mest upp á The Notebook þegar kemur að rómantískum myndum. Af augljósum ástæðum fær myndin Love and Basketball líka atkvæði frá okkur, enda vorum við bæði í körfubolta og kynntumst í gegnum þá fögru íþrótt.“ Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona og tískumógúll „Já, þær eru nokkrar. Cinema Paradiso hafði gríðarleg áhrif á mann þegar maður sá hana fyrst, það var ljúfsár ástarsaga. Við fjölskyldan fórum einmitt til Sikileyjar í fyrra sumar og skoðuðum meðal annars Cefalu þar sem myndin var skotin að hluta. Guðdómlegur staður og öll eyjan er stórkostleg. Síðan held ég mikið uppá Breakfast at Tiffany's.“ Audrey Hepburn er ein af mínum uppáhalds leikkonum. Myndin er bara svo flott, allt útlit er svo æðislegt. Givenchy gerði öll dressin hennar, frægastur er þó svarti kjóllinn sem hún klæðist, stórkostleg sena. Svo spilar New York stórt hlutverk í myndinni og ég elska þá borg. Tónlistin sem er eftir Mancini er rosalega flott, þetta er bara iconic mynd í alla staði og gleður mig í hvert sinn sem ég sé hana. „Svo verð ég að nefna When Harry met Sally, svo rugl skemmtileg alltaf. Hanna and Her Sisters elska hana. Notebook gerði mann alveg ástsjúkan. Amelie æðisleg og líka Room with a View. Svo má ekki gleyma Pretty Woman, An Officer and a Gentleman, Casablanca, La dolce vita og Breathless. Maður gæti haldið endalaust áfram.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Uppáhalds rómantíska myndin mín er Brokeback Mountain en hún kemur einmitt út á sama tíma og ég kem út úr skápnum. Heillaðist auðvitað upp úr skónum af Heath Ledger og Jake Gyllenhal, mjög sætir. Og svo næst á eftir er myndin Pride & Prejudice, ég elska Colin Firth. Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðla- og athafnakona. „Ég held að ég verði að nefna Love Actually. Ég get horft á hana aftur og aftur og aftur. Á hana horfum við dætur mínar (og allir sem eru á staðnum) fyrir hver jól og okkur líður alltaf jafn vel í hjartanu á eftir.“ Björn Ingi Hrafnsson, „hjá Viljanum“ Ætli rómantískasta kvikmynd allra tíma sé ekki meistarastykki Rob Reiners, When Harry Met Sally. Hún sameinar allt sem slíkar myndir þurfa að hafa; frábært handrit, húmor, sorg og gleði og áhorfandinn getur auðveldlega speglað sig í aðalpersónunum og aðstæðunum sem upp koma. „Í henni eru ógleymanleg samtöl frábærra leikara (I´ll have what she´s having), vísanir í gamlar og klassískar myndir og þráðurinn svíkur svo ekki þá sem vilja fallegt ævintýri. Hægt að horfa á aftur og aftur og eldist varla neitt. Fullt hús.“ Kristjana Arnarsdóttir, fjölmiðlakona og snillingur „Mín guilty pleasure rómantíska gamanmynd er klárlega The Sweetest Thing með þeim Cameron Diaz, Christinu Applegate og Selmu Blair. Hún er alveg með grjótharða 5,2 á IMDB, sem ég er reyndar mjög ósátt við. Myndin kom út árið 2002, þegar ég var 12 ára, og ég bókstaflega lærði hana utan af.“ Ég er algjör sökker fyrir svona 5-myndum á IMDB. Því verri einkunn, því betri! Svala Björgvins, söngkona og ofurskvísa Mín uppáhalds rómantíska mynd er The Notebook. Ég er mikil Ryan Gosling aðdáandi og þessi mynd hefur alltaf verið mín allra uppáhalds. Ótrúlega falleg tónlist í henni. Sagan er líka svo falleg. Hún sýnir að sambönd ganga í gegnum góða og slæma tíma en ef sambandið er meant to be þá getur maður komist í gegnum allt. Myndin fjallar um sálufélaga og ég held ég sé búin að sjá hana u.þ.b. tuttugu sinnum. Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Tengdar fréttir Móðurmál: „Mörgum fannst skrítið að við kusum að fæða heima“ „Fæðingarorlofið tók töluverðum breytingum í byrjun febrúar þegar leikskólaverkfallið skall á og virtist engann endi ætla að taka. Það var krefjandi verkefni að vera heima með tvö börn, eina vel hressa tveggja ára og einn 6 mánaða“. Þetta segir Birta Ísólfsdóttir fatahönnuður í viðtalsliðnum Móðurmál. 20. maí 2020 13:10 Mætti með risastóra diskókúlu á fyrsta stefnumótið: „Eins og rómantísk bíómyndasena“ „Ég hafði séð hana í auglýsingum og vissi aðeins af henni í gegnum vinkonu mína“, segir Arnar Eyfells sem var Einhleypa Makamála fyrir tæpu ári síðan en Arnar hefur nú fundið ástina í örmum fyrirsætunnar og leiklistarnemans Brynju Kúlu. 19. maí 2020 20:00 Bone-orðin 10: Hvað er sætara en fallegur maður sem kann á börn? Samfélagsmiðlastjarnan, áhrifavaldurinn og nú raunveruleikastjarnan, Patrekur Jaime, deilir því með Makamálum hvaða eiginleikar honum finnast heillandi og óheillandi við aðra í viðtalsliðnum Bone-orðin 10. 18. maí 2020 21:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál „Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Flest öll eigum við okkar uppáhalds rómantísku kvikmyndir sem við getum horft á aftur og aftur. Þó að rómantískar myndir séu ekkert alltaf þær stjörnuhæstu þá eiga þær það sameiginlegt að láta okkur líða vel og flokkast sem svokallaðar „feel good“ myndir. Við höfðum samband við nokkra vel valda einstaklinga og fengum að heyra um þeirra uppáhalds rómantísku kvikmyndir. Sigrún Hjálmtýsdóttir, söngkona og draumadrottning „Four Weddings and a Funeral er alltaf klassíks mynd og algjör uppáhalds hjá mér.“ Ég fæ svo mikið nostalgíukast þegar ég horfi á hana og algjöran sæluhroll vegna þess að ég bjó í London í langan tíma og þekki þetta svæði allt svo vel. „Ég og maðurinn minn fórum á þessa mynd í bíó á sínum tíma og fannst hún æðisleg. Svo hef ég horft stundum á hana ein. Það sem er svo skemmtilegt við hana, fyrir utan rómantíkina, er breski húmorinn, ég elska hann.“ Kjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaður og „lifestyle icon“ „Við hjúin höldum mest upp á The Notebook þegar kemur að rómantískum myndum. Af augljósum ástæðum fær myndin Love and Basketball líka atkvæði frá okkur, enda vorum við bæði í körfubolta og kynntumst í gegnum þá fögru íþrótt.“ Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona og tískumógúll „Já, þær eru nokkrar. Cinema Paradiso hafði gríðarleg áhrif á mann þegar maður sá hana fyrst, það var ljúfsár ástarsaga. Við fjölskyldan fórum einmitt til Sikileyjar í fyrra sumar og skoðuðum meðal annars Cefalu þar sem myndin var skotin að hluta. Guðdómlegur staður og öll eyjan er stórkostleg. Síðan held ég mikið uppá Breakfast at Tiffany's.“ Audrey Hepburn er ein af mínum uppáhalds leikkonum. Myndin er bara svo flott, allt útlit er svo æðislegt. Givenchy gerði öll dressin hennar, frægastur er þó svarti kjóllinn sem hún klæðist, stórkostleg sena. Svo spilar New York stórt hlutverk í myndinni og ég elska þá borg. Tónlistin sem er eftir Mancini er rosalega flott, þetta er bara iconic mynd í alla staði og gleður mig í hvert sinn sem ég sé hana. „Svo verð ég að nefna When Harry met Sally, svo rugl skemmtileg alltaf. Hanna and Her Sisters elska hana. Notebook gerði mann alveg ástsjúkan. Amelie æðisleg og líka Room with a View. Svo má ekki gleyma Pretty Woman, An Officer and a Gentleman, Casablanca, La dolce vita og Breathless. Maður gæti haldið endalaust áfram.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Uppáhalds rómantíska myndin mín er Brokeback Mountain en hún kemur einmitt út á sama tíma og ég kem út úr skápnum. Heillaðist auðvitað upp úr skónum af Heath Ledger og Jake Gyllenhal, mjög sætir. Og svo næst á eftir er myndin Pride & Prejudice, ég elska Colin Firth. Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðla- og athafnakona. „Ég held að ég verði að nefna Love Actually. Ég get horft á hana aftur og aftur og aftur. Á hana horfum við dætur mínar (og allir sem eru á staðnum) fyrir hver jól og okkur líður alltaf jafn vel í hjartanu á eftir.“ Björn Ingi Hrafnsson, „hjá Viljanum“ Ætli rómantískasta kvikmynd allra tíma sé ekki meistarastykki Rob Reiners, When Harry Met Sally. Hún sameinar allt sem slíkar myndir þurfa að hafa; frábært handrit, húmor, sorg og gleði og áhorfandinn getur auðveldlega speglað sig í aðalpersónunum og aðstæðunum sem upp koma. „Í henni eru ógleymanleg samtöl frábærra leikara (I´ll have what she´s having), vísanir í gamlar og klassískar myndir og þráðurinn svíkur svo ekki þá sem vilja fallegt ævintýri. Hægt að horfa á aftur og aftur og eldist varla neitt. Fullt hús.“ Kristjana Arnarsdóttir, fjölmiðlakona og snillingur „Mín guilty pleasure rómantíska gamanmynd er klárlega The Sweetest Thing með þeim Cameron Diaz, Christinu Applegate og Selmu Blair. Hún er alveg með grjótharða 5,2 á IMDB, sem ég er reyndar mjög ósátt við. Myndin kom út árið 2002, þegar ég var 12 ára, og ég bókstaflega lærði hana utan af.“ Ég er algjör sökker fyrir svona 5-myndum á IMDB. Því verri einkunn, því betri! Svala Björgvins, söngkona og ofurskvísa Mín uppáhalds rómantíska mynd er The Notebook. Ég er mikil Ryan Gosling aðdáandi og þessi mynd hefur alltaf verið mín allra uppáhalds. Ótrúlega falleg tónlist í henni. Sagan er líka svo falleg. Hún sýnir að sambönd ganga í gegnum góða og slæma tíma en ef sambandið er meant to be þá getur maður komist í gegnum allt. Myndin fjallar um sálufélaga og ég held ég sé búin að sjá hana u.þ.b. tuttugu sinnum.
Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Tengdar fréttir Móðurmál: „Mörgum fannst skrítið að við kusum að fæða heima“ „Fæðingarorlofið tók töluverðum breytingum í byrjun febrúar þegar leikskólaverkfallið skall á og virtist engann endi ætla að taka. Það var krefjandi verkefni að vera heima með tvö börn, eina vel hressa tveggja ára og einn 6 mánaða“. Þetta segir Birta Ísólfsdóttir fatahönnuður í viðtalsliðnum Móðurmál. 20. maí 2020 13:10 Mætti með risastóra diskókúlu á fyrsta stefnumótið: „Eins og rómantísk bíómyndasena“ „Ég hafði séð hana í auglýsingum og vissi aðeins af henni í gegnum vinkonu mína“, segir Arnar Eyfells sem var Einhleypa Makamála fyrir tæpu ári síðan en Arnar hefur nú fundið ástina í örmum fyrirsætunnar og leiklistarnemans Brynju Kúlu. 19. maí 2020 20:00 Bone-orðin 10: Hvað er sætara en fallegur maður sem kann á börn? Samfélagsmiðlastjarnan, áhrifavaldurinn og nú raunveruleikastjarnan, Patrekur Jaime, deilir því með Makamálum hvaða eiginleikar honum finnast heillandi og óheillandi við aðra í viðtalsliðnum Bone-orðin 10. 18. maí 2020 21:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál „Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Móðurmál: „Mörgum fannst skrítið að við kusum að fæða heima“ „Fæðingarorlofið tók töluverðum breytingum í byrjun febrúar þegar leikskólaverkfallið skall á og virtist engann endi ætla að taka. Það var krefjandi verkefni að vera heima með tvö börn, eina vel hressa tveggja ára og einn 6 mánaða“. Þetta segir Birta Ísólfsdóttir fatahönnuður í viðtalsliðnum Móðurmál. 20. maí 2020 13:10
Mætti með risastóra diskókúlu á fyrsta stefnumótið: „Eins og rómantísk bíómyndasena“ „Ég hafði séð hana í auglýsingum og vissi aðeins af henni í gegnum vinkonu mína“, segir Arnar Eyfells sem var Einhleypa Makamála fyrir tæpu ári síðan en Arnar hefur nú fundið ástina í örmum fyrirsætunnar og leiklistarnemans Brynju Kúlu. 19. maí 2020 20:00
Bone-orðin 10: Hvað er sætara en fallegur maður sem kann á börn? Samfélagsmiðlastjarnan, áhrifavaldurinn og nú raunveruleikastjarnan, Patrekur Jaime, deilir því með Makamálum hvaða eiginleikar honum finnast heillandi og óheillandi við aðra í viðtalsliðnum Bone-orðin 10. 18. maí 2020 21:00