Mjög fáir gestir hafa lagt leið sína í þjóðgarðinn á Þingvöllum að undanförnu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Íslendingur var þó gómaður við það í síðustu viku að reyna að ná peningum upp úr Peningagjá. Heilt yfir er talið að tekjutap þjóðgarðsins vegna faraldursins verði um 300 milljónir króna.
Í samtali við Fréttablaðið segir Einar Á.E Sæmundsen, þjóðgarðsvörður, að búið sé að leita eftir fjárframlagi frá ríkinu vegna reksturs þjóðgarðsins í sumar. Það sé þó enn óljóst hvað úr verður og hvernig rekstur og þjónusta þjóðgarðsins verður.
Varðandi peningagjárþjófinn áðurnefnda var hann gómaður af landverði sem var á vakt. Einar segir að þjófurinn hafi látið sé segjast eftir stutt tiltal og hætt að reyna að ná peningum upp úr gjánni.