Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2020 12:43 Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við flugfreyjur og þjóna af heilindum. Allt kapp er lagt á að landa samningi fyrir hluthafafund á föstudag. Vísir/vilhelm Forseti ASÍ og formaður VR ætla að beita sér fyrir því að Icelandair fái ekki meira fjármagn frá lífeyrissjóðum ætli flugfélagið að ráða starfsfólk sem stendur utan Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Icelandair segist sjálft ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. Verkalýðshreyfing segist aukinheldur ætla að gera sömu kröfu til stjórnvalda: Að veita Icelandair ekki stuðning úr opinberum sjóðum ef það gerist uppvíst að „ólöglegu og ósiðlegu athæfi“ sem þessu. Þessi viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar má rekja til forsíðufrétta beggja dagblaða landsins í morgun. Morgunblaðið sagði þannig að komið hefði til tals að setja á laggirnar nýtt stéttarfélag flugfreyja, hvers félagsmenn væru flugfreyjur sem ekki styðja stefnu samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Forsíðufrétt Fréttablaðsins var á þá leið að Icelandair íhugi nú að láta reyna á kjarasamningsákvæði fyrir félagsdómi, þannig að hægt sé að ráða flugfreyjur til félagsins sem standa utan FFÍ. Viðræður í kjaradeilu Icelandair og FFÍ eru nú á afar viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samnninganefndir beggja komu saman til fundar hjá Ríkissáttasemjara í morgun og stendur fundur enn yfir. Lýsi vanþekkingu Verkalýðshreyfingin segir fréttaflutning morgunsins til þess eins fallinn að „reka fleyg í samstöðu félagsmanna“ FFÍ, auk þess sem hann byggi á „mikilli vanþekkingu á íslenskri og alþjóðlegri vinnulöggjöf og kjarasamningi FFÍ,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu ASÍ. Icelandair geti ekki sjálft stofnað til eða haft frumkvæði að stofnun stéttarfélaga. Félög launafólks njóti verndar í stjórnarskrá og atvinnurekendum sé óheimilt að skipta sér af. Við slíkt atferli verður ekki unað í íslensku samfélagi og Icelandair hollt að hafa í huga að aðildarfélög ASÍ hafa heimildir til þess að veita FFÍ stuðning í yfirstandandi kjaradeilu með boðun samúðarvinnustöðvana og fulla heimild til þess að verja réttarstöðu sína gegn ólögmætum árásum. ASÍ segir að sama skapi að fari svo að „fyrrnefndar vangaveltur“ dagblaðanna raungerist eigi Icelandair „ekkert tilkall til stuðnings úr opinberum sjóðum eða viðbótarhlutafjár úr lífeyrissjóðum launafólks,“ að mati ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur í sama streng við Fréttablaðið. Verkalýðshreyfingin sé með helming stjórnarsæta í almennum lífeyrissjóðunum og því með neitunarvald, en Icelandair er einmitt að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóðanna. Ragnar segir alveg ljóst að þau muni beita sínu valdi ef lífeyrissjóðirnir ætli að setja meira fé í Icelandair, fari félagið þessa leið. Jafnframt muni verkalýðshreyfingin gera þá kröfu til stjórnvalda að fé úr opinberum sjóðum renni ekki til flugfélagsins rói Icelandair á þessi mið í kjaramálum flugfreyja og þjóna. Ekki átt í viðræðum við aðra Icelandair sendi hins vegar bréf á FFÍ þar sem segir að ætlun félagsins hafi frá upphafi verið að ná samningum við FFÍ. Flugfélagið hafi ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög í þessum efnum. „Icelandair hefur verið í þessum viðræðum af heilindum og lagt fram tilboð sem myndi tryggja samkeppnishæfni Icelandair til framtíðar en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur starfsmanna félagsins,“ segir í bréfinu til FFÍ. Tímapressan í samningaviðræðunum sé vissulega orðin mikil að sögn Icelandair. Það sé óvenjulegt að vinna að gerð kjarsamninga undir slíkri pressu sem skýrist af fordæmalausum aðstæðum sem ekki hafi komið upp áður í sögu félagsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group undirritar bréfið til FFÍ.Vísir/vilhelm „Það staðfestist hér með að Icelandair hefur ekki verið í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings um störf flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu,“ segir Icelandair í bréfinu. Fleiri orðum er ekki vikið að forsíðufréttum dagblaðanna í morgun. Icelandair segir hins vegar að það hafi verið markmið félagsins frá upphafi að tryggja nýjan samning milli Icelandair og FFÍ sem tryggi hagsmuni beggja. Vonir stjórnenda Icelandair standi til að slík niðurstaða náist fram í tæka tíð. Ætla má að þar sé vísað til hluthafafundarins sem Icelandair hefur boðið til á föstudag. Mikil áhersla er lögð á að samið verði við flugstéttir félagsins fyrir þann tíma, en hluthafar eru sagðir hafa gert þá kröfu til að tryggja stöðugleika í launamálum næstu árin. Nú þegar hafa náðst samningar við flugvirkja og flugstjóra. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair byrjuð að funda á ný Fundur samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Icelandair hófst núna klukkan hálf níu í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. 20. maí 2020 09:41 Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Forseti ASÍ og formaður VR ætla að beita sér fyrir því að Icelandair fái ekki meira fjármagn frá lífeyrissjóðum ætli flugfélagið að ráða starfsfólk sem stendur utan Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Icelandair segist sjálft ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. Verkalýðshreyfing segist aukinheldur ætla að gera sömu kröfu til stjórnvalda: Að veita Icelandair ekki stuðning úr opinberum sjóðum ef það gerist uppvíst að „ólöglegu og ósiðlegu athæfi“ sem þessu. Þessi viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar má rekja til forsíðufrétta beggja dagblaða landsins í morgun. Morgunblaðið sagði þannig að komið hefði til tals að setja á laggirnar nýtt stéttarfélag flugfreyja, hvers félagsmenn væru flugfreyjur sem ekki styðja stefnu samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Forsíðufrétt Fréttablaðsins var á þá leið að Icelandair íhugi nú að láta reyna á kjarasamningsákvæði fyrir félagsdómi, þannig að hægt sé að ráða flugfreyjur til félagsins sem standa utan FFÍ. Viðræður í kjaradeilu Icelandair og FFÍ eru nú á afar viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samnninganefndir beggja komu saman til fundar hjá Ríkissáttasemjara í morgun og stendur fundur enn yfir. Lýsi vanþekkingu Verkalýðshreyfingin segir fréttaflutning morgunsins til þess eins fallinn að „reka fleyg í samstöðu félagsmanna“ FFÍ, auk þess sem hann byggi á „mikilli vanþekkingu á íslenskri og alþjóðlegri vinnulöggjöf og kjarasamningi FFÍ,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu ASÍ. Icelandair geti ekki sjálft stofnað til eða haft frumkvæði að stofnun stéttarfélaga. Félög launafólks njóti verndar í stjórnarskrá og atvinnurekendum sé óheimilt að skipta sér af. Við slíkt atferli verður ekki unað í íslensku samfélagi og Icelandair hollt að hafa í huga að aðildarfélög ASÍ hafa heimildir til þess að veita FFÍ stuðning í yfirstandandi kjaradeilu með boðun samúðarvinnustöðvana og fulla heimild til þess að verja réttarstöðu sína gegn ólögmætum árásum. ASÍ segir að sama skapi að fari svo að „fyrrnefndar vangaveltur“ dagblaðanna raungerist eigi Icelandair „ekkert tilkall til stuðnings úr opinberum sjóðum eða viðbótarhlutafjár úr lífeyrissjóðum launafólks,“ að mati ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur í sama streng við Fréttablaðið. Verkalýðshreyfingin sé með helming stjórnarsæta í almennum lífeyrissjóðunum og því með neitunarvald, en Icelandair er einmitt að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóðanna. Ragnar segir alveg ljóst að þau muni beita sínu valdi ef lífeyrissjóðirnir ætli að setja meira fé í Icelandair, fari félagið þessa leið. Jafnframt muni verkalýðshreyfingin gera þá kröfu til stjórnvalda að fé úr opinberum sjóðum renni ekki til flugfélagsins rói Icelandair á þessi mið í kjaramálum flugfreyja og þjóna. Ekki átt í viðræðum við aðra Icelandair sendi hins vegar bréf á FFÍ þar sem segir að ætlun félagsins hafi frá upphafi verið að ná samningum við FFÍ. Flugfélagið hafi ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög í þessum efnum. „Icelandair hefur verið í þessum viðræðum af heilindum og lagt fram tilboð sem myndi tryggja samkeppnishæfni Icelandair til framtíðar en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur starfsmanna félagsins,“ segir í bréfinu til FFÍ. Tímapressan í samningaviðræðunum sé vissulega orðin mikil að sögn Icelandair. Það sé óvenjulegt að vinna að gerð kjarsamninga undir slíkri pressu sem skýrist af fordæmalausum aðstæðum sem ekki hafi komið upp áður í sögu félagsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group undirritar bréfið til FFÍ.Vísir/vilhelm „Það staðfestist hér með að Icelandair hefur ekki verið í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings um störf flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu,“ segir Icelandair í bréfinu. Fleiri orðum er ekki vikið að forsíðufréttum dagblaðanna í morgun. Icelandair segir hins vegar að það hafi verið markmið félagsins frá upphafi að tryggja nýjan samning milli Icelandair og FFÍ sem tryggi hagsmuni beggja. Vonir stjórnenda Icelandair standi til að slík niðurstaða náist fram í tæka tíð. Ætla má að þar sé vísað til hluthafafundarins sem Icelandair hefur boðið til á föstudag. Mikil áhersla er lögð á að samið verði við flugstéttir félagsins fyrir þann tíma, en hluthafar eru sagðir hafa gert þá kröfu til að tryggja stöðugleika í launamálum næstu árin. Nú þegar hafa náðst samningar við flugvirkja og flugstjóra.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair byrjuð að funda á ný Fundur samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Icelandair hófst núna klukkan hálf níu í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. 20. maí 2020 09:41 Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Flugfreyjur og Icelandair byrjuð að funda á ný Fundur samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Icelandair hófst núna klukkan hálf níu í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. 20. maí 2020 09:41