Vitlaust viðhengi kostaði FB 1,3 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 23:07 Í viðhenginu voru ekki full nöfn eða kennitölur nemenda en þar mátti finna upplýsingar sem hægt var að rekja til einstakra nemenda. Mynd/FB Persónuvernd hefur sektað Fjölbrautaskólann í Breiðholti (FB) um 1,3 milljónir króna vegna öryggisbrests. Atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum þegar kennari við skólann sendi fyrir mistök persónuupplýsingar um nemendur í tölvupósti til nýnema og forráðamanna þeirra, alls 57 manns. Pósturinn sem átti að innihalda yfirlit yfir viðtalstíma innihélt þess í stað skjal með upplýsingum um viðtöl sem höfðu verið tekin við aðra nemendur. Í skjalinu voru meðal annars viðkvæmar persónuupplýsingar sem vörðuðu umsjónarnemendur kennarans frá fyrra ári. Sjá einnig: Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar og harmaði skólameistari atvikið þegar fréttastofa ræddi við hann fljótlega eftir að upp komst um málið í ágúst. Fram kemur í úrskurði Persónuverndar að það sé mat stofnunarinnar að öryggisbresturinn hafi verið afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu FB til að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Við ákvörðun sektarinnar var meðal annars litið til þess að umræddur öryggisbrestur fól í sér verulega skerðingu á einkalífsrétti viðkomandi nemenda, í ljósi eðlis þeirra persónuupplýsinga sem um ræddi. Elvar Jónsson, skólameistari FB sagði í ágúst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að strax hafi verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu. Voru viðtakendur þá einnig beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust. Persónuvernd tekur undir með Elvari í úrskurði sínum og segir það ljóst að ekki hafi verið að ræða „vinnslu í ólögmætum tilgangi heldur mannleg mistök.“ Persónuvernd Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Persónuvernd hefur sektað Fjölbrautaskólann í Breiðholti (FB) um 1,3 milljónir króna vegna öryggisbrests. Atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum þegar kennari við skólann sendi fyrir mistök persónuupplýsingar um nemendur í tölvupósti til nýnema og forráðamanna þeirra, alls 57 manns. Pósturinn sem átti að innihalda yfirlit yfir viðtalstíma innihélt þess í stað skjal með upplýsingum um viðtöl sem höfðu verið tekin við aðra nemendur. Í skjalinu voru meðal annars viðkvæmar persónuupplýsingar sem vörðuðu umsjónarnemendur kennarans frá fyrra ári. Sjá einnig: Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Stjórnendur skólans tilkynntu málið strax til Persónuverndar og harmaði skólameistari atvikið þegar fréttastofa ræddi við hann fljótlega eftir að upp komst um málið í ágúst. Fram kemur í úrskurði Persónuverndar að það sé mat stofnunarinnar að öryggisbresturinn hafi verið afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu FB til að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Við ákvörðun sektarinnar var meðal annars litið til þess að umræddur öryggisbrestur fól í sér verulega skerðingu á einkalífsrétti viðkomandi nemenda, í ljósi eðlis þeirra persónuupplýsinga sem um ræddi. Elvar Jónsson, skólameistari FB sagði í ágúst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að strax hafi verið haft samband við þá sem fjallað var um í viðhenginu. Voru viðtakendur þá einnig beðnir um að eyða gögnunum tafarlaust. Persónuvernd tekur undir með Elvari í úrskurði sínum og segir það ljóst að ekki hafi verið að ræða „vinnslu í ólögmætum tilgangi heldur mannleg mistök.“
Persónuvernd Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira