Erlent

Heil­brigðis­ráð­herra Bret­lands með kórónu­veiruna

Eiður Þór Árnason skrifar
Nadine Dorries sést hér fyrir miðju ásamt Boris Johnson, sitjandi forsætisráðherra Breta.
Nadine Dorries sést hér fyrir miðju ásamt Boris Johnson, sitjandi forsætisráðherra Breta. Getty/Joe Giddens

Nadine Dorries, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur greinst með kórónuveiruna. Breskir miðlar greindu frá þessu nú í kvöld en haft er eftir Dorries að hún sé í einangrun heima hjá sér.

Hún segist hafa fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda til hins ítrasta eftir að smitið var staðfest og er nú unnið að því að rekja ferðir hennar.

Enn er óljóst hvaða áhrif þetta mun hafa á starfsemi ráðuneytis hennar eða neðri deildar breska þingsins þar sem Dorries situr fyrir fyrir Íhaldsflokkinn.

Fregnirnar koma í kjölfar þess að sex einstaklingar hafa látið lífið þar í landi af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, sá síðasti í gær. Sá glímdi við  undirliggjandi sjúkdóma. 

Sem stendur hafa alls 382 greinst á Bretlandseyjum með veiruna alræmdu. Þar af eru 324 staðfest tilfelli á Englandi, 27 í Skotlandi, 16 á Norður-Írlandi og 15 í Wales.


Tengdar fréttir

Tveir látnir í Bret­landi af völdum kórónu­veirunnar

Karlmaður á níræðisaldri lést í Bretlandi á fimmtudag fljótlega eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Tveir hafa nú látið lífið í Bretlandi eftir að hafa greinst með veiruna en hann er sagður hafa verið með undirliggjandi sjúkdóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×