Umboðsmaður brasilísku stórstjörnunnar Neymar telur allar líkur á því að hann verði áfram hjá PSG á næsta tímabili vegna kórónuveirunnar.
Neymar gekk í raðir PSG árið 2017 en hann hefur undanfarin ár verið orðaður aftur við Barcelona þar sem hann myndi endurnýja kynni sín við Lionel Messi og Luis Suarez. Það mun þó varla gerast í sumar ef marka má umboðsmann hans.
„Ég held að Neymar verði áfram hjá PSG því markaðurinn er erfiður. Fjármálakerfi fótboltans mun breytast,“ sagði Wagner Ribeiro, umboðsmaður Neymar, í samtali við enska götublaðið The Sun.
Barcelona vilja ólmir fá nýjan framherja inn í sumar og var Neymar talinn efstur í goggunarröðinni. Nú eru þó taldir byrjaðir að beina spjótum sínum að þeim Lautaro Martinez hjá Inter og Pierre-Emerick Aubameyang hjá Arsenal.
Neymar's agent claims the Brazilian will STAY at PSG this summer https://t.co/xE1Fr27kRJ
— MailOnline Sport (@MailSport) May 20, 2020