„Nóg að gera“ í veðrinu þessa dagana Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 13:16 Það er einna helst á Suðurlandi sem styttir upp í dag. Vísir/vilhelm Færð verður víða mjög slæm á landinu í dag og því er beint til vegfarenda að huga vel að veðurspám og fara varlega áður en lagt er af stað. Veðurfræðingur segir að éljagangur geri ferðalöngum erfitt fyrir um norðanvert landið en suðaustanlands setji hvassviðri strik í reikninginn. Þá megi búast við töluverðum sviptingum í veðri næstu daga. Varað er við éljagangi og erfiðum akstursskilyrðum víða á landinu í dag í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Kalt heimskautaloft flæðir yfir landið, með tilheyrandi frosti, og éljabakkar sækja að landinu úr norðri og vestri. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veður fari nú þegar versnandi fyrir norðan en gerir ráð fyrir að Suðausturland og Austfirðir sleppi að miklu leyti við úrkomuna í dag. „Það er að koma myndarlegur úrkomubakki inn á norðanvert landið þannig að færðin fyrir norðan verður leiðinleg. Það mun hins vegar skána sunnantil á landinu þegar líður á en svo hvessir austast um tíma, síðan seinnipartinn undir kvöld kemur nýr bakki með vestanátt aftur inn á vestanvert landið. Þannig að þetta er eiginlega svolítið mikið bland í poka.“ Vegfarendur, sem margir eru ef til vill á heimleið eftir hátíðarnar, ættu því að fara yfir veðurspár og færð áður en lagt er af stað. „Það er kannski ekki rosalega einfalt að átta sig almennilega á þessu en það er víða leiðindaveður, blint og éljagangur og verður það meira og minna í dag. Það verða uppstyttur hér og þar, það er einna helst á Suðurlandi og Suðausturlandi sem verður bjartara yfir en á Suðausturlandi verður býsna hvasst, þannig að þetta er nokkuð snúið.“ Óli segir að veður verði „í sama gírnum“ í fyrramálið en ágætisveður taki við seinnipartinn. Á laugardag megi íbúar suðvestanlands svo jafnvel búast við stormi, að minnsta kosti fyrri hluta dags. „Það er nóg að gera í veðrinu núna,“ segir Óli. Veður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Færð verður víða mjög slæm á landinu í dag og því er beint til vegfarenda að huga vel að veðurspám og fara varlega áður en lagt er af stað. Veðurfræðingur segir að éljagangur geri ferðalöngum erfitt fyrir um norðanvert landið en suðaustanlands setji hvassviðri strik í reikninginn. Þá megi búast við töluverðum sviptingum í veðri næstu daga. Varað er við éljagangi og erfiðum akstursskilyrðum víða á landinu í dag í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Kalt heimskautaloft flæðir yfir landið, með tilheyrandi frosti, og éljabakkar sækja að landinu úr norðri og vestri. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veður fari nú þegar versnandi fyrir norðan en gerir ráð fyrir að Suðausturland og Austfirðir sleppi að miklu leyti við úrkomuna í dag. „Það er að koma myndarlegur úrkomubakki inn á norðanvert landið þannig að færðin fyrir norðan verður leiðinleg. Það mun hins vegar skána sunnantil á landinu þegar líður á en svo hvessir austast um tíma, síðan seinnipartinn undir kvöld kemur nýr bakki með vestanátt aftur inn á vestanvert landið. Þannig að þetta er eiginlega svolítið mikið bland í poka.“ Vegfarendur, sem margir eru ef til vill á heimleið eftir hátíðarnar, ættu því að fara yfir veðurspár og færð áður en lagt er af stað. „Það er kannski ekki rosalega einfalt að átta sig almennilega á þessu en það er víða leiðindaveður, blint og éljagangur og verður það meira og minna í dag. Það verða uppstyttur hér og þar, það er einna helst á Suðurlandi og Suðausturlandi sem verður bjartara yfir en á Suðausturlandi verður býsna hvasst, þannig að þetta er nokkuð snúið.“ Óli segir að veður verði „í sama gírnum“ í fyrramálið en ágætisveður taki við seinnipartinn. Á laugardag megi íbúar suðvestanlands svo jafnvel búast við stormi, að minnsta kosti fyrri hluta dags. „Það er nóg að gera í veðrinu núna,“ segir Óli.
Veður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira