Þarf að breyta Seðlabankanum til að koma starfsfólki fyrir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2020 13:00 Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið eru nú ein stofnun sem starfar undir nafni seðlabankans. Ráðast þarf í breytingar á húsnæði Seðlabanka Íslands til að skapa rými fyrir allt starfsfólk nýrrar sameinaðar stofnunar. Fjármálaeftirlitið er ekki lengur til þar sem það sameinaðist seðlabankanum undir nafni Seðlabanka Íslands um áramótin. Ný lög um stofnunina tóku gildi í gær og samkvæmt þeim eru verkefni seðlabankans eðli málsins samkvæmt orðin heldur fleiri en áður. Sameinuð stofnun á meðal annars að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og fylgjast með starfsemi eftirlitsskyldra aðila. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir mest um skipulagsbreytingar í fyrsta kasti. Varaseðlabankastjórar verða þrír og er Unnur Gunnarsdóttir, sem hefur verið forstjóri Fjármálaeftirlitsins, ein þeirra. Þá mun fjármálastöðugleikanefnd mun taka ákvarðanir um þjóðhagsvarúð. „Helsti kosturinn er að núna verður bara ein stofnun sem verður í ábyrgð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, sem þá fylgist með fjármálakerfinu frá öllum hliðum," segir Ásgeir og bætir við að samlegðaráhrifin séu einnig mikil varðandi mannauð. Þegar allir starfsmenn seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eru taldir saman veðrur heildarfjöldi starfsmanna nýrrar stofnunar 290. Ásgeir segir von á einhverri hagræðingu. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Yfirlýst markmið þessarar sameiningar er ekki að fækka starfsfólki. Við erum í raun að auka skilvirkni í því starfi sem við erum að sinna. Það verður náttúrulega einhver breyting á því hvernig stofnunin starfar en það eru engar fjöldauppsagnir eða verulegar breytingar," segir Ásgeir. Starfsemin er enn rekin á tveimur stöðum; í Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg og við Katrínartún þar sem Fjármálaeftirlitið hefur verið til húsa. Stefnt er að því að sameina starfsemina alla í seðlabankanum og er undirbúningur að því hafinn. Ásgeir segir að skoðað hafi verið hvort stækka eigi seðlabankahúsið. Það verði þó væntanlega ekki gert á næstunni heldur verður reynt að nýta húsakostinn betur. „Það liggur fyrir að ef við ætlum að koma öllu þessu fólki fyrir í einu húsi þurfum við að fara í ákveðnar breytingar og endurskipulagningu á húsakostinum hér. Það mun taka einhvern tíma. Það er erfitt að segja nákvæmlega um hvaða tímaramma við erum að tala en það verður vonandi ekki innan margra ára," segir Ásgeir. Reykjavík Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Ráðast þarf í breytingar á húsnæði Seðlabanka Íslands til að skapa rými fyrir allt starfsfólk nýrrar sameinaðar stofnunar. Fjármálaeftirlitið er ekki lengur til þar sem það sameinaðist seðlabankanum undir nafni Seðlabanka Íslands um áramótin. Ný lög um stofnunina tóku gildi í gær og samkvæmt þeim eru verkefni seðlabankans eðli málsins samkvæmt orðin heldur fleiri en áður. Sameinuð stofnun á meðal annars að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og fylgjast með starfsemi eftirlitsskyldra aðila. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir mest um skipulagsbreytingar í fyrsta kasti. Varaseðlabankastjórar verða þrír og er Unnur Gunnarsdóttir, sem hefur verið forstjóri Fjármálaeftirlitsins, ein þeirra. Þá mun fjármálastöðugleikanefnd mun taka ákvarðanir um þjóðhagsvarúð. „Helsti kosturinn er að núna verður bara ein stofnun sem verður í ábyrgð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, sem þá fylgist með fjármálakerfinu frá öllum hliðum," segir Ásgeir og bætir við að samlegðaráhrifin séu einnig mikil varðandi mannauð. Þegar allir starfsmenn seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eru taldir saman veðrur heildarfjöldi starfsmanna nýrrar stofnunar 290. Ásgeir segir von á einhverri hagræðingu. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Yfirlýst markmið þessarar sameiningar er ekki að fækka starfsfólki. Við erum í raun að auka skilvirkni í því starfi sem við erum að sinna. Það verður náttúrulega einhver breyting á því hvernig stofnunin starfar en það eru engar fjöldauppsagnir eða verulegar breytingar," segir Ásgeir. Starfsemin er enn rekin á tveimur stöðum; í Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg og við Katrínartún þar sem Fjármálaeftirlitið hefur verið til húsa. Stefnt er að því að sameina starfsemina alla í seðlabankanum og er undirbúningur að því hafinn. Ásgeir segir að skoðað hafi verið hvort stækka eigi seðlabankahúsið. Það verði þó væntanlega ekki gert á næstunni heldur verður reynt að nýta húsakostinn betur. „Það liggur fyrir að ef við ætlum að koma öllu þessu fólki fyrir í einu húsi þurfum við að fara í ákveðnar breytingar og endurskipulagningu á húsakostinum hér. Það mun taka einhvern tíma. Það er erfitt að segja nákvæmlega um hvaða tímaramma við erum að tala en það verður vonandi ekki innan margra ára," segir Ásgeir.
Reykjavík Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira