Segir reykingafólk standa höllum fæti andspænis kórónuveirunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2020 08:37 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að fólk sem reyki að staðaldri standi verr að vígi gagnvart kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þetta sagði hann í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var spurður hvort það væru sögusagnir að sýkingin færi verr í reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti. Þetta hefur sýnt sig í Kína,“ segir Már. Alls hefur 81 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest hér á landi en fjöldi Íslendinga sem sætir nú sóttkví er á sjötta hundrað. Af þeim sem ýmist eru í sóttkví eða einangrun eru 40 starfsmenn Landspítalans. Már segir að enginn þeirra sem smitast hefur hér á landi hafi verið lagður inn.Hlusta má á viðtalið við Má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Stjórnendum sé frjálst að ganga lenga en rakningateymið segi til um Hátt í fimmtíu nemendur og tveir kennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð eru komnir í sóttkví. Fregnirnar koma í kjölfar þess að skólastjórnendur tilkynntu nemendum og starfsfólki að einn nemandi skólans hafi greinst með kórónuveiruna. Nemandinn fékk fljótlega staðfestingu á því að hann væri smitaður en talið er að hann hafi smitast af öðrum nemenda sem á smitaða foreldra. Reiknað er með því að skólahald muni að öðru leyti fara fram með eðlilegum hætti. Már segir rakningateymi samhæfingarstöðvar Almannavarna hafa komið að ákvarðanatökunni í gær en hann bætir við að stjórnendum, á borð við rektor, sé frjálst að ganga lengra í aðgerðum gegn útbreiðslu kórónuveirunnar en það sem felst í tilmælum rakningateymis. „Ég held það sé ágætt fyrir okkur að gera þetta hægt og bítandi, því markmiðið er alltaf að reyna að tempra hraða útbreiðslunnar í samfélaginu. Ég held að það sé kannski ekki raunhæft að við getum komið í veg fyrir öll smit enda eru komin smit frá fólki sem hefur smitast innanlands sem við kölllum þriðja stigs smit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. 11. mars 2020 07:11 Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. 11. mars 2020 08:31 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að fólk sem reyki að staðaldri standi verr að vígi gagnvart kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þetta sagði hann í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var spurður hvort það væru sögusagnir að sýkingin færi verr í reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti. Þetta hefur sýnt sig í Kína,“ segir Már. Alls hefur 81 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest hér á landi en fjöldi Íslendinga sem sætir nú sóttkví er á sjötta hundrað. Af þeim sem ýmist eru í sóttkví eða einangrun eru 40 starfsmenn Landspítalans. Már segir að enginn þeirra sem smitast hefur hér á landi hafi verið lagður inn.Hlusta má á viðtalið við Má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Stjórnendum sé frjálst að ganga lenga en rakningateymið segi til um Hátt í fimmtíu nemendur og tveir kennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð eru komnir í sóttkví. Fregnirnar koma í kjölfar þess að skólastjórnendur tilkynntu nemendum og starfsfólki að einn nemandi skólans hafi greinst með kórónuveiruna. Nemandinn fékk fljótlega staðfestingu á því að hann væri smitaður en talið er að hann hafi smitast af öðrum nemenda sem á smitaða foreldra. Reiknað er með því að skólahald muni að öðru leyti fara fram með eðlilegum hætti. Már segir rakningateymi samhæfingarstöðvar Almannavarna hafa komið að ákvarðanatökunni í gær en hann bætir við að stjórnendum, á borð við rektor, sé frjálst að ganga lengra í aðgerðum gegn útbreiðslu kórónuveirunnar en það sem felst í tilmælum rakningateymis. „Ég held það sé ágætt fyrir okkur að gera þetta hægt og bítandi, því markmiðið er alltaf að reyna að tempra hraða útbreiðslunnar í samfélaginu. Ég held að það sé kannski ekki raunhæft að við getum komið í veg fyrir öll smit enda eru komin smit frá fólki sem hefur smitast innanlands sem við kölllum þriðja stigs smit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. 11. mars 2020 07:11 Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. 11. mars 2020 08:31 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. 11. mars 2020 07:11
Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. 11. mars 2020 08:31
Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55