Segir reykingafólk standa höllum fæti andspænis kórónuveirunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2020 08:37 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að fólk sem reyki að staðaldri standi verr að vígi gagnvart kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þetta sagði hann í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var spurður hvort það væru sögusagnir að sýkingin færi verr í reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti. Þetta hefur sýnt sig í Kína,“ segir Már. Alls hefur 81 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest hér á landi en fjöldi Íslendinga sem sætir nú sóttkví er á sjötta hundrað. Af þeim sem ýmist eru í sóttkví eða einangrun eru 40 starfsmenn Landspítalans. Már segir að enginn þeirra sem smitast hefur hér á landi hafi verið lagður inn.Hlusta má á viðtalið við Má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Stjórnendum sé frjálst að ganga lenga en rakningateymið segi til um Hátt í fimmtíu nemendur og tveir kennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð eru komnir í sóttkví. Fregnirnar koma í kjölfar þess að skólastjórnendur tilkynntu nemendum og starfsfólki að einn nemandi skólans hafi greinst með kórónuveiruna. Nemandinn fékk fljótlega staðfestingu á því að hann væri smitaður en talið er að hann hafi smitast af öðrum nemenda sem á smitaða foreldra. Reiknað er með því að skólahald muni að öðru leyti fara fram með eðlilegum hætti. Már segir rakningateymi samhæfingarstöðvar Almannavarna hafa komið að ákvarðanatökunni í gær en hann bætir við að stjórnendum, á borð við rektor, sé frjálst að ganga lengra í aðgerðum gegn útbreiðslu kórónuveirunnar en það sem felst í tilmælum rakningateymis. „Ég held það sé ágætt fyrir okkur að gera þetta hægt og bítandi, því markmiðið er alltaf að reyna að tempra hraða útbreiðslunnar í samfélaginu. Ég held að það sé kannski ekki raunhæft að við getum komið í veg fyrir öll smit enda eru komin smit frá fólki sem hefur smitast innanlands sem við kölllum þriðja stigs smit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. 11. mars 2020 07:11 Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. 11. mars 2020 08:31 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að fólk sem reyki að staðaldri standi verr að vígi gagnvart kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þetta sagði hann í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var spurður hvort það væru sögusagnir að sýkingin færi verr í reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti. Þetta hefur sýnt sig í Kína,“ segir Már. Alls hefur 81 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest hér á landi en fjöldi Íslendinga sem sætir nú sóttkví er á sjötta hundrað. Af þeim sem ýmist eru í sóttkví eða einangrun eru 40 starfsmenn Landspítalans. Már segir að enginn þeirra sem smitast hefur hér á landi hafi verið lagður inn.Hlusta má á viðtalið við Má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Stjórnendum sé frjálst að ganga lenga en rakningateymið segi til um Hátt í fimmtíu nemendur og tveir kennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð eru komnir í sóttkví. Fregnirnar koma í kjölfar þess að skólastjórnendur tilkynntu nemendum og starfsfólki að einn nemandi skólans hafi greinst með kórónuveiruna. Nemandinn fékk fljótlega staðfestingu á því að hann væri smitaður en talið er að hann hafi smitast af öðrum nemenda sem á smitaða foreldra. Reiknað er með því að skólahald muni að öðru leyti fara fram með eðlilegum hætti. Már segir rakningateymi samhæfingarstöðvar Almannavarna hafa komið að ákvarðanatökunni í gær en hann bætir við að stjórnendum, á borð við rektor, sé frjálst að ganga lengra í aðgerðum gegn útbreiðslu kórónuveirunnar en það sem felst í tilmælum rakningateymis. „Ég held það sé ágætt fyrir okkur að gera þetta hægt og bítandi, því markmiðið er alltaf að reyna að tempra hraða útbreiðslunnar í samfélaginu. Ég held að það sé kannski ekki raunhæft að við getum komið í veg fyrir öll smit enda eru komin smit frá fólki sem hefur smitast innanlands sem við kölllum þriðja stigs smit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. 11. mars 2020 07:11 Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. 11. mars 2020 08:31 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. 11. mars 2020 07:11
Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. 11. mars 2020 08:31
Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55