Nú er tíminn til að laga það sem laga þarf í samfélaginu Drífa Snædal skrifar 20. maí 2020 20:30 Það er tilefni til að þakka fyrir þær frábæru viðtökur sem framtíðarsýn ASÍ „Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll“ hefur fengið hjá almenningi, öðrum almannaheillasamtökum og félögum í aðildarfélögum ASÍ. Þetta skjal, sem byggt er á stefnu ASÍ og nauðsynlegum viðbrögðum við fyrirsjáanlegri kreppu hefur verið til umræðu í fjölmiðlum og á fundum og um þessar mundir fylgjum við því eftir með samtölum við aðildarfélög ASÍ um allt land. Við munum svo kynna betur áherslur og sýn á hin fjölmörgu viðfangsefni með veffundum á næstunni. Hvar sem við hittum félaga þá er verið að ræða spennandi hugmyndir til framtíðar þótt vissulega sé þungt fyrir fæti víða. Áhyggjur af atvinnuástandi og ekki síst sálarástandi fólks eru mikið til umræðu og oft er starfsfólk stéttarfélaga í þeirri stöðu að hlusta og hughreysta og aðstoða einstaklinga við að finna leiðir út úr erfiðleikum. Enn og aftur sýnir sig mikilvægi stéttarfélaga fyrir einstaklinga ekki síður en heilu starfstéttirnar. Flugfreyjur og flugþjónar hafa staðið í ströngu við að reyna að ná samningum og það er mikið áhyggjuefni ef reynt verður að brjóta á bak aftur samstöðu þeirra og stéttarfélag. Það er ekki einungis ógn við þau sem stétt heldur ógn við skipulag vinnumarkaðarins og launafólk sem sækir kjör sín í samstöðu stéttarfélaga. Að lokum vil ég minnast á tímamótasamkomulag sem við gerðum með Öryrkjabandalaginu og öðrum heildarsamtökum launafólks þar sem við lýstum stuðningi við baráttu fyrir framfærsluöryggi. Nú er tími stórra hugmynda og tími til að lagfæra það sem þarf í okkar samfélagi. Baráttan gegn fátækt má ekki verða hornreka í okkar stóru verkefnum heldur miðpunkturinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Drífa Snædal Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er tilefni til að þakka fyrir þær frábæru viðtökur sem framtíðarsýn ASÍ „Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll“ hefur fengið hjá almenningi, öðrum almannaheillasamtökum og félögum í aðildarfélögum ASÍ. Þetta skjal, sem byggt er á stefnu ASÍ og nauðsynlegum viðbrögðum við fyrirsjáanlegri kreppu hefur verið til umræðu í fjölmiðlum og á fundum og um þessar mundir fylgjum við því eftir með samtölum við aðildarfélög ASÍ um allt land. Við munum svo kynna betur áherslur og sýn á hin fjölmörgu viðfangsefni með veffundum á næstunni. Hvar sem við hittum félaga þá er verið að ræða spennandi hugmyndir til framtíðar þótt vissulega sé þungt fyrir fæti víða. Áhyggjur af atvinnuástandi og ekki síst sálarástandi fólks eru mikið til umræðu og oft er starfsfólk stéttarfélaga í þeirri stöðu að hlusta og hughreysta og aðstoða einstaklinga við að finna leiðir út úr erfiðleikum. Enn og aftur sýnir sig mikilvægi stéttarfélaga fyrir einstaklinga ekki síður en heilu starfstéttirnar. Flugfreyjur og flugþjónar hafa staðið í ströngu við að reyna að ná samningum og það er mikið áhyggjuefni ef reynt verður að brjóta á bak aftur samstöðu þeirra og stéttarfélag. Það er ekki einungis ógn við þau sem stétt heldur ógn við skipulag vinnumarkaðarins og launafólk sem sækir kjör sín í samstöðu stéttarfélaga. Að lokum vil ég minnast á tímamótasamkomulag sem við gerðum með Öryrkjabandalaginu og öðrum heildarsamtökum launafólks þar sem við lýstum stuðningi við baráttu fyrir framfærsluöryggi. Nú er tími stórra hugmynda og tími til að lagfæra það sem þarf í okkar samfélagi. Baráttan gegn fátækt má ekki verða hornreka í okkar stóru verkefnum heldur miðpunkturinn.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar