„Manni líður eins og maður sé að deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2020 10:29 Sonja segir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 en hún hefur glímt við mikla kulnun. Mynd/stöð 2 Sonja Ólafsdóttir er þrjátíu og eins árs, tveggja barna móðir og eigandi Crossfit Austur á Egilsstöðum. Fyrir ári síðan keyrði Sonja sig út eftir mikið álag og streitu, líkaminn gaf sig og hún gat ekki staðið upp í tíu daga. Eftir langt bataferli hefur líf Sonju breyst mjög mikið og getur hún fyrst núna farið að hugsa um börnin sín tvö á ný. Það var á ásköp venjulegum degi sem hún missti stjórn á líkama sínum, en eftir mikla vinnutörn. Þá var hún úti að keyra þegar hún skyndilega missti sjónina og þar að leiðandi stjórn á bílnum sem hún ók út af veginum. Sonja meiddist ekki en í ljós kom að það var eitthvað mikið að og næstu dagar áttu eftir að verða mjög erfiðir. „Um kvöldið, daginn eftir og næstu tíu daga sirka gat ég bara ekki staðið upp. Í tvö ár á undan var ég farin að fá allskyns einkenni og búin að fara í öll möguleg test. Þessar sjóntruflanir voru farnar að koma og í kannski einu sinni í mánuði korter í senn. Ég var alveg viss um að ég væri með eitthvað heilaæxli og ekki séns að ég væri að tengja þetta við álag eða streitu. Mér fannst ekkert að því hvernig ég var að lifa lífinu og bara allt í góðu lagi,“ segir Sonja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Missti alla matarlyst Sonja segist í raun hafa upplifað sig sem smá aumingja að ráða ekki við þetta. „Samt vissi ég þetta í raun og sumarið áður var ég búin að reyna draga úr vinnu og minnka áreitið. Þegar þú ert komin á þennan stað er það ekki alveg nóg og þú þarft bara að fara alveg út og helst skipta um umhverfi,“ segir Sonja. Þær viðvörunarbjöllur sem voru farnar að hljóma voru sjóntruflanir og matarlystin var alveg farin. „Ég vissi alveg að ég þyrfti að borða en ég átti mjög erfitt með að borða. Ég þurfti að pína mat ofan í mig best var að hann væri í fljótandi formi. Svo var ég með aukinn hjartslátt alveg upp úr þurru. Ég sit bara einshversstaðar og hann rýkur upp í 120 allt í einu. Stundum fór hann upp í 140 og ég sofandi. Og manni líður eins og maður sé að deyja.“ Sonja starfar nú á Granda 101 og er flutt frá Egilsstöðum. Sonja er tveggja barna móðir, fyrirtækjaeigandi í litlu bæjarfélagi og því er auðvelt að ímynda sér að það hafi verið mikil streita og álag í hennar lífi. Eva Laufey Kjaran spurði Sonju hvernig týpískur dagur í hennar lífi hafi verið fyrir rúmlega ári. „Ég vaknaði svona hálf sex og fór annaðhvort á æfingu sjálf klukkan sex eða var að þjálfa tímann. Stundum var ég að þjálfa klukkan 5, 6 og síðan sjö. Ég vakti síðan krakkana og fór með þau í leikskólann og síðan í vinnuna. Þá vann ég bæði við að þjálfa og síðan í tölvunni,“ segir Sonja sem sótti síðan börnin á leikskólann og hélt síðan áfram að vinna fram á kvöld. Hún segir að í bataferlinu hafi henni strax verið kippt út úr vinnu. Því næst fór hún á heilsustofnun í Hveragerði og fékk þar algjöra hvíld í mánuð. „Það var geggjað. Þar er manni gefið að borða, maður fær að sofa í friði og stunda jóga og hugleiðslu og allskonar námskeið eins og svefnnámskeið sem nýttist mér mjög vel.“ Helgarmamma Sonja sogaðist aftur og aftur í sitt gamla umhverfi, átti erfitt með að búa á sama stað en geta ekki gert þá hluti sem hún var vön, að sinna fjölskyldu sinni og fyrirtæki svo hún tók ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína um að flytja suður þar sem hún öðlaðist mikla ró og byrjaði hægt og rólega að ná tökum á lífi sínu á ný. Hún segir að hún hafi fljótt áttað sig á því af hverju þetta væri að gerast fyrir hana og því hafi batinn verið skjótari þar sem hún fór strax að einblína á það að vinna í sér til þess að geta séð um sjálfa sig og börnin sín. „Lífið er búið að breytast ótrúlega. Ég er flutt úr þrjú hundruð fermetra húsi sem er auðvitað allt og stórt yfir í fimmtán fermetra herbergi hjá litla frænda mínum. Börnin mín búa enn á Egilsstöðum hjá pabba sínum og ég er helgarmamma og þau koma stundum til mín. Ég hef ekki haft nægilega góða heilsu fram að þessu til að hugsa nægilega vel um þau og það er hræðilegt og nóg til þess að ég mun aldrei ganga fram af mér aftur. Og aldrei segja já við einhverju sem gæti tekið eitthvað frá mér. Í dag tek ég bara hluti að mér sem gefa mér eitthvað og er nýbyrjuð að þjálfa á Granda.“ Sonja var ómeðvitað að keppa við sjálfa sig um að verða betri, að sanna fyrir öðrum að hún gæti gert það sem hún vildi án þess að fá aðstoð og hún telur það vera megin ástæðu þess að hún keyrði sig út, hún hugsaði ekki um sjálfa sig. Nú ári síðar eftir strangt bataferli er Sonja farin að vinna á ný sem þjálfari í Granda 101. Hún tekur einn dag í einu og hugsar mjög vel um að fara varlega af stað en á sama tíma gefur það henni mikið að byrja að vinna á ný og taka þátt í lífinu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fljótsdalshérað Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Sonja Ólafsdóttir er þrjátíu og eins árs, tveggja barna móðir og eigandi Crossfit Austur á Egilsstöðum. Fyrir ári síðan keyrði Sonja sig út eftir mikið álag og streitu, líkaminn gaf sig og hún gat ekki staðið upp í tíu daga. Eftir langt bataferli hefur líf Sonju breyst mjög mikið og getur hún fyrst núna farið að hugsa um börnin sín tvö á ný. Það var á ásköp venjulegum degi sem hún missti stjórn á líkama sínum, en eftir mikla vinnutörn. Þá var hún úti að keyra þegar hún skyndilega missti sjónina og þar að leiðandi stjórn á bílnum sem hún ók út af veginum. Sonja meiddist ekki en í ljós kom að það var eitthvað mikið að og næstu dagar áttu eftir að verða mjög erfiðir. „Um kvöldið, daginn eftir og næstu tíu daga sirka gat ég bara ekki staðið upp. Í tvö ár á undan var ég farin að fá allskyns einkenni og búin að fara í öll möguleg test. Þessar sjóntruflanir voru farnar að koma og í kannski einu sinni í mánuði korter í senn. Ég var alveg viss um að ég væri með eitthvað heilaæxli og ekki séns að ég væri að tengja þetta við álag eða streitu. Mér fannst ekkert að því hvernig ég var að lifa lífinu og bara allt í góðu lagi,“ segir Sonja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Missti alla matarlyst Sonja segist í raun hafa upplifað sig sem smá aumingja að ráða ekki við þetta. „Samt vissi ég þetta í raun og sumarið áður var ég búin að reyna draga úr vinnu og minnka áreitið. Þegar þú ert komin á þennan stað er það ekki alveg nóg og þú þarft bara að fara alveg út og helst skipta um umhverfi,“ segir Sonja. Þær viðvörunarbjöllur sem voru farnar að hljóma voru sjóntruflanir og matarlystin var alveg farin. „Ég vissi alveg að ég þyrfti að borða en ég átti mjög erfitt með að borða. Ég þurfti að pína mat ofan í mig best var að hann væri í fljótandi formi. Svo var ég með aukinn hjartslátt alveg upp úr þurru. Ég sit bara einshversstaðar og hann rýkur upp í 120 allt í einu. Stundum fór hann upp í 140 og ég sofandi. Og manni líður eins og maður sé að deyja.“ Sonja starfar nú á Granda 101 og er flutt frá Egilsstöðum. Sonja er tveggja barna móðir, fyrirtækjaeigandi í litlu bæjarfélagi og því er auðvelt að ímynda sér að það hafi verið mikil streita og álag í hennar lífi. Eva Laufey Kjaran spurði Sonju hvernig týpískur dagur í hennar lífi hafi verið fyrir rúmlega ári. „Ég vaknaði svona hálf sex og fór annaðhvort á æfingu sjálf klukkan sex eða var að þjálfa tímann. Stundum var ég að þjálfa klukkan 5, 6 og síðan sjö. Ég vakti síðan krakkana og fór með þau í leikskólann og síðan í vinnuna. Þá vann ég bæði við að þjálfa og síðan í tölvunni,“ segir Sonja sem sótti síðan börnin á leikskólann og hélt síðan áfram að vinna fram á kvöld. Hún segir að í bataferlinu hafi henni strax verið kippt út úr vinnu. Því næst fór hún á heilsustofnun í Hveragerði og fékk þar algjöra hvíld í mánuð. „Það var geggjað. Þar er manni gefið að borða, maður fær að sofa í friði og stunda jóga og hugleiðslu og allskonar námskeið eins og svefnnámskeið sem nýttist mér mjög vel.“ Helgarmamma Sonja sogaðist aftur og aftur í sitt gamla umhverfi, átti erfitt með að búa á sama stað en geta ekki gert þá hluti sem hún var vön, að sinna fjölskyldu sinni og fyrirtæki svo hún tók ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína um að flytja suður þar sem hún öðlaðist mikla ró og byrjaði hægt og rólega að ná tökum á lífi sínu á ný. Hún segir að hún hafi fljótt áttað sig á því af hverju þetta væri að gerast fyrir hana og því hafi batinn verið skjótari þar sem hún fór strax að einblína á það að vinna í sér til þess að geta séð um sjálfa sig og börnin sín. „Lífið er búið að breytast ótrúlega. Ég er flutt úr þrjú hundruð fermetra húsi sem er auðvitað allt og stórt yfir í fimmtán fermetra herbergi hjá litla frænda mínum. Börnin mín búa enn á Egilsstöðum hjá pabba sínum og ég er helgarmamma og þau koma stundum til mín. Ég hef ekki haft nægilega góða heilsu fram að þessu til að hugsa nægilega vel um þau og það er hræðilegt og nóg til þess að ég mun aldrei ganga fram af mér aftur. Og aldrei segja já við einhverju sem gæti tekið eitthvað frá mér. Í dag tek ég bara hluti að mér sem gefa mér eitthvað og er nýbyrjuð að þjálfa á Granda.“ Sonja var ómeðvitað að keppa við sjálfa sig um að verða betri, að sanna fyrir öðrum að hún gæti gert það sem hún vildi án þess að fá aðstoð og hún telur það vera megin ástæðu þess að hún keyrði sig út, hún hugsaði ekki um sjálfa sig. Nú ári síðar eftir strangt bataferli er Sonja farin að vinna á ný sem þjálfari í Granda 101. Hún tekur einn dag í einu og hugsar mjög vel um að fara varlega af stað en á sama tíma gefur það henni mikið að byrja að vinna á ný og taka þátt í lífinu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fljótsdalshérað Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira